Skip to main content

Heimspekiráðstefna á vegum rannsóknarverkefnisins Óheilindi og brotakenndur mannshugur

Heimspekiráðstefna á vegum rannsóknarverkefnisins Óheilindi og brotakenndur mannshugur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. júní 2023 9:00 til 23. júní 2023 17:00
Hvar 

Hannesarholt

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ráðstefnan The Icelandic Communication Workshop verður haldin í Hannesarholti dagana 21.-23. júní á vegum verkefnisins Óheilindi og brotakenndur mannshugur sem Elmar Unnsteinsson, vísindamaður við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, leiðir og er styrkt af Rannsóknasjóði (Rannís). Verkefnið nýtur einnig stuðnings Heimspekistofnunar HÍ, Hugvísindastofnunar HÍ og heimspekideildar University College Dublin. 

Á ráðstefnunni verður fjallað um efni sem eru ofarlega á baugi í heimspeki í dag. Erlendir sérfræðingar í heimspeki tungumáls, heimspeki hugar, hugfræði, og málvísindum munu flytja fjölbreytt erindi sem fjalla meðal annars um merkingarfræði, mannleg samskipti, málgjörðir, og eðli hugarástanda á borð við skoðanir og langanir.

Ráðstefnana er opin öllum sem skrá sig til þátttöku á vefsíðu ráðstefnunnar. Þar er einnig að finna dagskrá ráðstefnunnar sem hefst miðvikudaginn 21. júní kl. 9:15.

Hannesarholt

Heimspekiráðstefna á vegum rannsóknarverkefnisins Óheilindi og brotakenndur mannshugur