Skip to main content

Samtal við Jan Grue

Samtal við Jan Grue - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. apríl 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðarbókhlaðan, 2. hæð, Lón.

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Bókmenntahátíð í Reykjavík, Ráð um málefni fatlaðs fólks, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Háskólaútgáfan standa fyrir viðburði þar sem rætt verður við fatlaða fræðimanninn, verðlaunarithöfundinn og fötlunaraktivistann Jan Grue.

 Umræðurnar munu meðal annars snúast um fötlunarstrit, baráttuna við „kerfið“, fatlaða háskólanema og starfsfólk.

Jan Grue er doktor í málvísindum og prófessor og rithöfundur í Osló. Hann hefur skrifað smásögur og skáldsögur auk fræðilegra greina. Bók hans „Ég lifi lífi sem líkist ykkar“ kom fyrst út 2018 og fékk afar lofsamlega dóma, hlaut norsku gagnrýnendaverðlaunin og var síðan tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Hún hefur síðan verið þýdd á önnur tungumál þar á meðal íslensku í þýðingu Steinars Matthíassonar og gefin út af Háskólaútgáfunni.

Bókina er hægt að nálgast í Bóksölu Stúdenta og í vefverslun Háskólaútgáfunnar.

Samtal við Jan Grue

Samtal við Jan Grue