Skip to main content

Það sem við vitum og vitum ekki um afleiðingar þess að börn noti stafræna tækni

Það sem við vitum og vitum ekki um afleiðingar þess að börn noti stafræna tækni - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. apríl 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101 og streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málstofa Félagsráðgjafardeildar HÍ.

Reglulega má heyra áhyggjuraddir í samfélaginu vegna mögulegra neikvæðra afleiðinga stafrænnar tækni.  Í því sambandi er gjarnan bent á samfélagsmiðla og tölvuleiki sem orsök og afleiðingar jafnt andlegar sem líkamlegar. Og börn eru oftar en ekki sá hópur sem er nefndur þegar færð eru rök fyrir mikilvægi þess að hugað sé að þessu málefni.  En hversu mikið er í raun vitað um neikvæð eða jákvæð áhrif stafrænnar tækni?  Á hvaða þekkingargrunni byggja ráðleggingar um skjátíma og hvers vegna beinast slíkar ráðleggingar að börnum fremur en öðrum þjóðfélagshópum? Ef svo tæknin hefur raunverulega neikvæð áhrif, hvers hlutverk er það þá að gera eitthvað með þær upplýsingar og hvað er hægt að gera?

Kjartan Ólafsson er sjálfstætt starfandi fræðimaður sem um árabil hefur rannsakað ýmsa þætti sem tengjast notkun barna á stafrænum miðlum og gengt lykilhlutverki í mörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum um það efni.

Hér er hægt að fylgjast með streymi af málstofunni.

Kjartan Ólafsson félagsfræðingur

Það sem við vitum og vitum ekki um afleiðingar þess að nota stafræna tækni