Skip to main content

Snarl og spjall um Kína - Fæðubótarefni úr íslenskum sæbjúgum

Snarl og spjall um Kína - Fæðubótarefni úr íslenskum sæbjúgum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. mars 2023 17:30 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sandra Yunhong She, framkvæmdastjóri og eigandi Arctic Star, framleiðanda heilsufæðis úr íslenskum sæbjúgum mun fjalla um sögu sæbjúgna sem heilsufæði í Kína, heilsubætandi áhrif og framleiðslu hérlendis. Sandra ólst upp í borginni Anshan í Norðaustur-Kína, færði sig svo til Dalian en þaðan flutti hún til Íslands árið 2002. Hún er með BA-próf í íslensku og MBA í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.

Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 16. mars. Boðið er upp á léttar veitingar kl.17:30 og stuttu síðar hefst fyrirlesturinn í stofu 007 í Veröld - húsi Vigdísar. 

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Sandra Yunhong She, framkvæmdastjóri og eigandi Arctic Star.

Snarl og spjall um Kína - Fæðubótarefni úr íslenskum sæbjúgum