Skip to main content

Málþing um sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun.

Málþing um sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun.  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. mars 2023 15:00 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

stofa H -207

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Landssamtökin Þorskahjálp boða til málþings um sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun, fimmtudaginn 9. mars. Tilefnið málþingsins er útkoma bókarinnar: Aðstæðubundið sjálfræði. Líf og aðstæður fólks með þroskahömlun. Ritstjórar eru: Ástríður Stefánsdóttir, Guðrún V. Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir. Bókin er gefin út hjá Háskólaútgáfunni.

Pallborð: Ólafur Snævar Aðalsteinsson fulltrúi Átaks félags fólks með þroskahömlun, Aðalbjörg Traustadóttir, skrifstofustjóri málefna fatlaðs fólks á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Ástríður Stefánsdóttir og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir.

 Umræðustjórn: Magnfríður Jóna Kristjónsdóttir nemandi og Kristín Björnsdóttir prófessor á Menntavísindasviði.

Erindi verða tekin upp og birt á vef Siðfræðistofnunar, vef Menntavísindasviðs og vef Þroskahjálpar

Boðið verður upp á veitingar í Skála að málþingi loknu.

Viðburðurinn verður táknmálstúlkaður.

Menntavísindasvið og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Landssamtökin Þorskahjálp boða til málþings um sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun, fimmtudaginn 9. mars.
Tilefnið málþingsins er útkoma bókarinnar: Aðstæðubundið sjálfræði. Líf og aðstæður fólks með þroskahömlun. Ritstjórar eru: Ástríður Stefánsdóttir, Guðrún V. Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir.
Bókin er gefin út hjá Háskólaútgáfunni.

Málþing um sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun.

Dagskrá

15:00 - 15:05
Málþing sett, Páll Rafnar Þorsteinsson
15:05 - 15:20
Kynning á rannsókn um aðstæðubundið sjálfræði, Ástríður Stefánsdóttir og Guðrún V. Stefánsdóttir
15:20 - 15:40
“Virði rannsókna um líf fatlaðs fólks”, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir
15:40 - 16:00
Okkar líf, okkar ákvarðanir! Hekla Hólmarsdóttir, Ásgeir Arnarsson og Nína Ingimarsdóttir
16:00 - 17:00
Pallborð og umræður