Skip to main content

Tæknipólitík og kapítalismi við upphaf samgöngubyltingarinnar á nítjándu öld

Tæknipólitík og kapítalismi við upphaf samgöngubyltingarinnar á nítjándu öld - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. febrúar 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði, flytur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem hann nefnir „Tæknipólitík og kapítalismi við upphaf samgöngu- og markaðsbyltingar 19. aldar“. Málstofan verður í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 16:00-17:00.

Um fyrirlesturinn

Um miðbik nítjándu aldar sendi bandaríski herinn yfir þrjú hundruð tæknifræðinga úr sínum röðum til starfa hjá einkafyrirtækjum við að skipuleggja lagningu járnbrauta og aðra innviðauppbyggingu. Hvers vegna lögðu fyrirtæki sig fram við að tryggja sér starfskrafta hersins og hvaða áhrif höfðu tæknifræðingarnir á samgöngubyltinguna sem fylgdi í kjölfarið? Í erindinu er leitað svara við þessum spurningum og stuðst við hugtakið tæknipólitík (e. technopolitics) til að varpa ljósi á tengsl ríkis og kapítalisma í Bandaríkjunum við upphaf markaðs- og samgöngubyltingarinnar. Fjallað verður um innleiðingu „vísindalegra“ aðferða við undirbúning fjárfestingaákvarðana hjá nýjum stórfyrirtækjum og lagskipta verkaskiptingu á vinnustöðum. Tekist var á um hvort slíkar aðferðir ættu rétt á sér utan hersins enda fólst í þeim skörp aðgreining milli hugar og handar þar sem áætlanagerð var skilin frá framkvæmdinni.

Um fyrirlesarann

Sveinn Máni Jóhannesson er doktor í sagnfræði frá University of Cambridge. Hann er nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

 

Sveinn Máni Jóhannesson.

Tæknipólitík og kapítalismi við upphaf samgöngubyltingarinnar á nítjándu öld