Skip to main content

Miðbiksmat í eðlisfræði - Kristina Ignatova

Miðbiksmat í eðlisfræði - Kristina Ignatova - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. mars 2023 10:00 til 12:00
Hvar 

VR-II

Stofa 156

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburður á Zoom

Heiti ritgerðar: Kristalgerð og seguleiginleikar í þunnum marglögum úr V2O3 og segulefnum

Doktorsefni: Kristina Ignatova

Doktorsnefnd
Dr. Unnar B. Arnalds, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Dr. Friðrik Magnus, vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans
Dr. Gunnar Karl Pálsson, lektor við Uppsala Háskóla

Ágrip

Vanadínoxíð (V2O3) er hliðarmálmsoxíð sem fer í gegnum fasabreytingu þar sem kristalgerð þess breytist og samhliða því segul- og rafeiginleikar þess. Við lágan hita er vanadínoxíðið í andseglandi einangrandi ham en við hærri hita breytist það í leiðandi járnseglandi ham. Með marglögum af vanadínoxíðum og seglandi efnum getur þessi fasabreyting haft áhrif á seglandi efni og þannig má breyta eiginleikum þeirra til dæmis hvað varðar skiptahliðrun og afseglun. Kristalgerð V2O3/segulefnis marglaga er sterklega háð ræktunarskilyrðum og á hvað undirlag marglögin eru ræktuð. Þessi skilyrði hafa áhrif á eiginleika fasabreytingarinnar og seguleiginleika marglaganna. Í verkefninu er skoðað hvernig bygging og seguleiginleikar nikkel og permalloy þunnra húða eru háðir kristalgerð marglaganna og hvernig þeir breytast í gegnum fasabreytinguna í vanadínoxíði.