Skip to main content

Um hlutlægni og huglægni: tilraun til heimspekihugsunar á íslensku

Um hlutlægni og huglægni: tilraun til heimspekihugsunar á íslensku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. febrúar 2023 15:00 til 16:30
Hvar 

Aðalbygging

Stofa 220

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sigrún Svavarsdóttir flytur fyrirlestur í heimspeki sem hún nefnir Um hlutlægni og huglægni: tilraun til heimspekihugsunar á íslensku. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 220 í Aðalbyggingu HÍ þann 16. febrúar kl. 15:00-16:30.

Vorið 2023 stendur Heimspekifstofnun fyrir röð rannsóknarfyrirlestra í heimspeki. Fyrst í röð fyrirlesara er Sigrún Svavarsdóttir, sem er nú dósent við Tufts University í Bandaríkjunum en hefur starfað víða í Bandaríkjunum. Sigrún hefur sérhæft sig í siðspeki, þ.e. undirstöðum siðfræðinnar, og er meðal fremstu og áhrifamestu fræðimanna í heiminum á sínu sviði. Fyrirlestur Sigrúnar fjallar um huglægni og hlutlægni og er fyrirlesturinn á íslensku að þessu sinni. Öll velkomin.

Titill og útdráttur

Ætlun mín er að sannfæra ykkur um að háfleygt tal um hlutlægan og huglægan sannleika er ruglingslegt og maður á að umgangast það af varfærni. Það liggur háski í þessum orðfærum, háski á að ruglast í ríminu og enda með orðin tóm. En ég er nú samt á því að það sé mikilvægt að hugsa grannt um og skýra greinarmuninn á hlutlægni og huglægni. Þessi fyrirlestur er lítið framlag til þessa stóra verkefnis.

Sigrún Svavarsdóttir, dósent við Tufts University í Bandaríkjunum.

Um hlutlægni og huglægni: tilraun til heimspekihugsunar á íslensku