Skip to main content

Líf og störf Möðruvallakvenna 1790-1820

Líf og störf Möðruvallakvenna 1790-1820 - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur flytur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem hún nefnir „Líf og störf Möðruvallakvenna 1790-1820“. Málstofan verður í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 14. febrúar kl. 16:00-17:00.

Líf og störf Möðruvallakvenna 1790-1820

Á tímabilinu 1783–1874 var Möðruvallaklaustur í Hörgárdal höfuðstaður Norðurlands en þar sat amtmaður Norður- og Austuramts. Mikill mannfjöldi bjó og starfaði á amtmannssetrinu en jörðin var líka með þeim stærstu í Eyjafjarðarsýslu. Á árunum 1790 til 1815 hafa fundist nöfn 50 kvenna sem störfuðu á heimili amtmannshjóna til lengri eða skemmri tíma. Margar þeirra eiga áhugaverða sögu sem finna má heimildir um í skjalageymslum Þjóðskjalasafnsins. Í málstofunni verða kynntar fyrstu niðurstöður úr yfirstandandi rannsókn á þessu starfsfólki sem ber stöðuheiti á borð við þjónustustúlkur, stofustúlkur, barnfóstrur, matreiðslukonur, ráðskonur og vinnukonur.

Guðný Hallgrímsdóttir

Líf og störf Möðruvallakvenna 1790-1820