Skip to main content

Baráttan um bjargirnar: Málstofa og útgáfuhóf

Baráttan um bjargirnar: Málstofa og útgáfuhóf - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. janúar 2023 15:00 til 17:00
Hvar 

Oddi

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Ójöfnuður og stéttaátök eru meðal stærstu samfélagsáskorana samtímans. Félagsfræðin býður til málþings og útgáfuhófs í tilefni nýrrar bókar Stefáns Ólafssonar, prófessors emeritus í félagsfræði, en bókin skoðar ójöfnuð og stéttaátök á Íslandi í sögulegur samhengi. Bókin sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra á milli stjórnuðu þróun íslensks samfélags og hvernig Ísland var frábrugðið hinum Norðurlöndunum varðandi áhrifamátt vinstri stjórnmálaafla. Þó að það hafi að einhverju leyti verið bætt upp með sterkri verkalýðshreyfingu þá varð íslenska velferðarkerfið veikara en velferðarkerfi hinna Norðurlandanna.

Stefán heldur fyrirlestur um bókina en að því loknu munu þau Guðmundur Ævar Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við HÍ, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við HÍ og Sigurður Pétursson sagnfræðingur bregðast við bókinni og í kjölfarið verða opnar umræður.

Að loknu málþingi verður boðið upp á veitingar.

Stefán Ólafsson, prófessor emeritus

Baráttan um bjargirnar: Málstofa og útgáfuhóf