Skip to main content

Nýir straumar í vinnusögu

Nýir straumar í vinnusögu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. janúar 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 304

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, flytur fyrsta fyrirlestur Málstofu í félags- og hagsögu á vormisseri 2023. Fyrirlesturinn nefnir Vilhelm „Nýir straumar í vinnusögu“.

Málstofan fer fram í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 17. janúar kl. 16:00-17:00. Smellið hér til að skoða dagskrá Málstofunnar á vormisseri 2023. Verið öll velkomin.

Um fyrirlesturinn

Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið miklar áherslubreytingar í þeirri grein sagnfræðinnar sem kallast á ensku labour history og mætti útleggja á íslensku sem vinnusögu. Sagnfræðingar á þessu sviði hafa víkkað umfang fagsins í tíma og rúmi þar sem tilurð verkalýðsstéttar í Evrópu á 19. öld er ekki lengur sjálfgefinn vendipunktur. Áhersla hefur í auknum mæli beinst að því hvernig þvingun, óvissa og nauðþurft hafa mótað sögu vinnandi fólks og hvernig sú saga hefur markast af hreyfanleika og aðlögunarhæfni en líka gríðarlegu ofbeldi og nauðung. Í erindinu verður fjallað um þessa þróun í víðu samhengi og velt upp spurningum um notagildi og möguleika þessara nýju áherlsna fyrir ritun Íslandssögu.

Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, flytur fyrsta fyrirlestur Málstofu í félags- og hagsögu á vormisseri 2023.

Nýir straumar í vinnusögu