Skip to main content

Meistarafyrirlestur í tölfræði - Marta Björgvinsdóttir

Meistarafyrirlestur í tölfræði -  Marta Björgvinsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. janúar 2023 9:30 til 11:30
Hvar 

Askja

Stofa 129

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Marta Björgvinsdóttir
Heiti verkefnis: Vigtað aðhvarfsgreiningarlíkan fyrir afkomu Vatnajökuls
___________________________________________
Leiðbeinandi: Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Raunvísindadeild HÍ
Einnig í meistaranefnd: Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild HÍ

Prófdómari: Matthías Kormáksson, sérfræðingur hjá Novartis Pharmaceuticals Corporation

Ágrip
Í þessu verkefni er búið til tölfræðilíkan fyrir afkomu Vatnajökuls. Markmiðið var að gera líkan sem hægt er að nota til að spá fyrir um afkomu Vatnajökuls með fáum skýribreytum. Það var gert líkan fyrir bæði vetrarafkomu og sumarafkomu. Aðeins eru notaðar þrjár skýribreytur fyrir hvort líkan fyrir sig. Afkomumælingar á Vatnajökli hafa verið gerðar frá árinu 1992. Það er til hermun á afkomu Vatnajökuls fyrir árin 1981 til 2016 sem er fengið úr svæðisbundnu loftslagslíkani. Hermunin fyrir árin þar sem afkomumælingar liggja fyrir, 1992 til 2016, passar vel við mældu gögnin og því er hermuninni fyrir árin 1981 til 1991 bætt við gögnin með afkomumælingunum. Tekið er tillit til þess að afkoman fyrir árin 1981 til 1991 kemur ekki frá mælingum heldur eru úttak úr líkani með því að gera ráð fyrir hærra staðalfráviki þar. Það er gert með því að gefa tilfellunum þar sem eru til mælingar meira vægi í gegnum vigtunarfylki. Tölfræðilíkanið fyrir afkomu Vatnajökuls er því vegið línulegt aðhvarfslíkan. Til að meta hvernig tölfræði líkanið er að spá þá er langtíma mat á afkomu Vatnajökuls, sem er til fyrir árin 1890 til 1980, borið saman við spá frá línulega aðhvarfslíkaninu. Þessi samanburður sýnir að tölfræðilíkanið er í samræmi við langtímamat á afkomu Vatnajökuls. Að auki gefur það árlega spá um afkomu yfir árin 1890 til 1980, meðan langtímaspáin gefur aðeins meðalafkomu yfir áratugi.