Skip to main content

Áfangamat: Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson

Áfangamat: Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. janúar 2023 12:00 til 13:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Skilyrt innlimun samkynhneigðra fyrirmyndarborgara í þjóðina 1990–2010

Þetta doktorsverkefni einblínir á skurðpunkt þriggja sögulegra þróana sem áttu þátt í að skapa nýja gerð hinsegin sjálfsveru á Íslandi milli 1990 og 2010, þ.e., hinn normalíseraða, hamingjusama, samkynhneigða fyrirmyndarborgara. Þær eru: Ris nýfrjálshyggjustjórnmála og áhrif þeirra til afstjórnmálavæðingar frelsisbaráttu hinsegin fólks; áhrif þessa á stjórnmála- og fjölmiðlalandslagið sem umbreytti þjóðarímynd Íslendinga og þar með almennum hugmyndum um samsetningu þjóðarlíkamans; og áhrif þessa á sjálfsverund Íslendinga og stjórnunarviðhorf íslenska ríkisins og þar með skilningi Íslendinga á normatívri kynverund innan þjóðarímyndarinnar.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Þorsteinn rannsóknarskýrslu sína kl. 12–13 og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Kynningin er einungis á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/69152576523

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Riikka Taavetti lektor við Háskólann í Turku, Finnlandi, og dr. Sunna Símonardóttir Nýdoktor við Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi dr. Íris Ellenberger dósent við Menntavísindasvið og dr. Michael Nebeling Petersen dósent við Kaupmannahafnarháskóla. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og dr. Steingerður Ólafsdóttir er ritari.