Skip to main content

Ábati af stafrænum lausnum í faraldrinum

Ábati af stafrænum lausnum í faraldrinum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. janúar 2023 11:00 til 12:00
Hvar 

Oddi

Stofa 312

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málstofa á vegum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Haustið 2020 var tekið upp nýtt stafrænt kerfi utan um skimun fyrir covid-19. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu mats á kostnaði og ábata landsmanna af kerfinu en framsögumaður er Kári Kristjánsson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Ígildi tæplega 700 milljóna króna sparaðist með beinni skráningu vegna Covid-19 í Heilsuveru frá september 2020 fram á árið 2022. En mesti ábatinn af tölvukerfinu sem sett var upp var þó af því að niðurstöður úr skimun bárust fyrr en ella, þannig að þeir sem ekki reyndust smitaðir gátu snúið til vinnu. Ábati af því er talinn 8,7 milljarðar króna. Frá þessu má draga kostnað við kerfið, sem talinn er um 300 milljónir króna. Samtals verður ábati af kerfinu því um 9,1 milljarður króna umfram kostnað.

Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu sem Hagfræðistofnun gerði fyrir Origo. Skýrslan var rýnd af tveim sérfræðingum á sviðinu.

Kári Kristjánsson mun fara yfir niðurstöðu mats á kostnaði og ábata landsmanna af kerfi sem hélt rafrænt utan um skimun fyrir COVID-19.

Ábati af stafrænum lausnum í faraldrinum