Skip to main content

Áfangamat Birnu Varðardóttur

Áfangamat Birnu Varðardóttur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. janúar 2023 9:00 til 10:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

H203

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áfangamat: Birna Varðardóttir 11. janúar 2023 kl. 9.

Tiltæk orka, algengi og áhættuþættir hlutfallslegs orkuskorts í íþróttum meðal íslensks afreksíþróttafólks og afreksefna

Markmið RED-Í rannsóknarinnar er að meta tiltæka orku, algengi og áhættuþætti hlutfallslegs orkuskorts (e. Relative Energy Deficiency in Sport, RED-S) í íþróttum meðal afreksíþróttafólks og afreksefna á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins veita innsýn inn í næringarástand og næringartengdar áskoranir íþróttafólks úr fjölbreyttum íþróttagreinum.

Matið er í tvennu lagi; fyrst kynnir Birna rannsóknarskýrslu sína kl. 9– 10  í Stakkahlíð (H203) og er sú kynning opin nemum í framhaldsnámi og starfsfólki Menntavísindasviðs. Þau sem ekki komast á staðinn geta fylgst með á Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/64030039680

Síðan er fundur þar sem matsnefnd fær tækifæri til að ræða rannsóknarskýrsluna. Fundurinn er öðrum lokaður. Tilgangur matsins er tvíþættur eins og fram kemur í Reglum um doktorsnám við Mennta­vísinda­svið: Að meta hæfni doktorsnemans til að framkvæma rannsóknarverkefni sitt og að veita endurgjöf svo að verkefnið verði svo gott sem verða má.

Prófdómarar eru dr. Hafrún Kristjánsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík og dr. Ylva Hellsten prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Aðalleiðbeinandi dr. Sigríður Lára Guðmundsdóttir og meðleiðbeinandi dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessorar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Dr. Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent við Menntavísindasvið er formaður matsnefndar og stýrir athöfninni og dr. Steingerður Ólafsdóttir er ritari.