Skip to main content

Meistaravörn í vélaverkfræði - Hafþór Helgi Heiðarsson

Meistaravörn í vélaverkfræði -  Hafþór Helgi Heiðarsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. desember 2022 13:00 til 14:30
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar: Töluleg straumfræði greining á kassa til að lofta út vatnsmistur

Nemandi: Hafþór Helgi Heiðarsson

Leiðbeinendur: Ásdís Helgadóttir, Halldór Pálsson og Elías Siggeirsson

Prófdómari: Ragnar Lárusson, nýdoktor við Háskólann í Reykjavík

Ágrip

Valka þróaði fiskvinnsluvél sem er kölluð the Valka Cutter, sem notar háþrýstivatn til að skera burt bein og hluta af fiskinum. Þessi vél hefur þrjá hluta, röntgen hluta, myndavéla hluta og skurð hluta. Meðan vélin er í rekstri fyllist hún af vatnsþoku frá vatnsskurðsrýminu sem dreifist um alla hluta vélarinnar. Þetta getur skapað vandræði í myndavélarýminu. Til að forðast að vatnþokan komist inn í myndavélarýmið voru settir tveir loftblásarar sem ýta þokunni frá fremri hluta vélarinn til enda þar sem útflæðið á sér stað. Vatnsþokan er dregin út um strompinn, og svo beint í gegnum hólf til að losna við rakann og koma í veg fyrir að þokan komist inn í vinnslu rýmið. Í þessari ritgerð er loftflæðið gegnum kassann hermt og greint við mismunandi hraða, með úttak á mismunandi stöðum. Allir flæðisreikningar voru framkvæmdir með OpenFOAM. Hærri hraði sýndi betri niðurstöður í báðum tilfellum, þ.e.a.s minni þoka fór út um úttakið og varð frekar eftir í kassanum eða fór út um botninn. Tilraunagögn eru nauðsynleg til að bera saman við tölulegar niðurstöður og sannreyna þessar niðurstöður frekar.