Skip to main content

Tvö erindi um samskipti Kína og Afríku

Tvö erindi um samskipti Kína og Afríku - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. nóvember 2022 15:00 til 17:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 007

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Námsleið kínverskra fræða á Hugvísindasviði kynnir:

Tvö erindi um samskipti Kína og Afríku

Sérfræðingar við Mið- og Austur-Asíustofnun Kraká-háskóla (Uniwersytet Jagielloński) í Póllandi flytja tvö erindi um samskipti Kína og Afríku:

  • Dr. Agata Karbowska: China's soft power in Kenya
  • Kaja Kałużyńska: Media image of Chinese investments in Africa: Case study of Zambia and Angola

Erindin fara fram á ensku og boðið er upp á umræður í kjölfarið.

Tími: Þriðjudaginn 22. nóvember 2022, kl. 15:00-17:00

Staður: Veröld, stofa 007.

Um fyrirlesara:

Dr. Agata Karbowska er lektor við Mið- og Austur-Asíustofnun Kraká-háskóla þar sem hún lauk einnig doktorsprófi í stjórnmálafræði. Hún kennir um þrælahald og nýlendustefnu í Afríku sem og félagssögu álfunnar. Hún hefur kennt við Háskólann í Ístanbúl (Şehir) og er höfundur ýmissa bóka og greina um súfisma, pólitísks íslam sem og félagslegar, pólitískar, trúarlegar og menningarlegar áskoranir í Mið-Austurlöndum og Norður Afríku. Um þessar stundir einblínir hún í rannsóknum sínum á Afríku, einkum pólitískt íslam í Afríku sunnan Sahara og samskipti Kína og Afríku.

Kaja Kałużyńska er doktorsnemi við félagsvísindasvið Kraká-háskóla. Síðan 2012 hefur hún rannsakað kínversk áhrif í Afríku, einkum í Angóla, Sambíu og svokallað „mjúkt vald“ á því svæði. Einkum einblínir hún á menningu Tujia-minnihlutans og þær þjóðarímyndir sem birtast á rituðu máli.

 

Sérfræðingar við Mið- og Austur-Asíustofnun Kraká-háskóla í Póllandi flytja tvö erindi um samskipti Kína og Afríku.

Tvö erindi um samskipti Kína og Afríku