Skip to main content

Er Ísland að drukkna í flóttafólki?

Er Ísland að drukkna í flóttafólki? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. nóvember 2022 12:10 til 13:10
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Opinn hádegisfundur á vegum Höfða friðarseturs, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands í stofu N-132 í Öskju. Streymt verður frá fundinum.

Móttaka fólks á flótta hefur verið áberandi í umræðunni á síðustu dögum og því verið fleygt fram að ástandið sé stjórnlaust. Þá hefur því einnig verið haldið fram að á Ísland séu rýmri reglur en hjá nágrannalöndum okkar og nauðsynlegt sé að herða reglur hér á landi til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu. En hvað myndi það þýða að takmarka aðgengi að landinu og hvernig rímar það við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands þegar kemur að móttöku flóttafólks? Hvaða breytingar eru boðaðar í nýju frumvarpi til útlendingalaga og hvaða afleiðingar hafa þær fyrir fólk sem sækir hér um alþjóðlega vernd? Hvernig stuðlum við að upplýstri umræðu um flóttafólk á Íslandi sem ekki elur á ótta og fordómum gagnvart fólki sem leitar hér skjóls?

Upphafserindi
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor lagadeild Háskóla Íslands

Pallborðsumræður
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands,

Íris Ellenberger, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands og

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands

Umræðustjórn: Eva Bjarnadóttir, stjórnmálafræðingur

Opinn hádegisfundur á vegum Höfða friðarseturs, Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands í stofu N-132 í Öskju.

Er Ísland að drukkna í flóttafólki?