Skip to main content

Að mætast miðja vegu – Hvað gerist við samningaborðið?

Að mætast miðja vegu – Hvað gerist við samningaborðið? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. nóvember 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Algeng birtingarmynd kjarasamninga í fjölmiðlum eru myndir af fólki við fundarborð og ef vel tekst til brosandi með vöfflur í hönd að fagna undirritun samninga. En hvað er það sem gerist áður en hrært er í vöfflurnar og hvernig upplifa aðilar samninganefnda þetta ferli sem fram fer bak við luktar dyr?

Á hádegisfundi Viðskiptafræðideildar þann 15. nóvember munu Karitas Marý Bjarnadóttir ráðgjafi sjóða hjá BHM og Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari leiða okkur í allan sannleikann. Karitas Marý mun fjalla um niðurstöðu meistararannsóknar sinnar um „Upplifun kvenna  sem sitja í samninganefndum kvennstéttarfélaga á kjaraviðræðum sínum“. En Aðalsteinn mun fjalla um rannsóknir sínar á líðan, viðhorfum og vinnubrögðum saminganefnda.

Fundarstjóri er Þóra Christiansen, aðjunkt við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Að mætast miðja vegu – Hvað gerist við samningaborðið? Hádegisviðburður Viðskiptafræðideildar 15. nóvember 2022.

Að mætast miðja vegu – Hvað gerist við samningaborðið?