Skip to main content

Málþing: Romani histories and prospects

Málþing: Romani histories and prospects - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. nóvember 2022 16:30 til 18:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af Alþjóðadegi rómískunnar - tungumáli Rómafólks, stendur Vigdísarstofnun fyrir málstofu með þátttöku virtra sérfræðinga í málefnum Rómafólks sem getið hafa sér gott orð fyrir áratugalangan stuðning við rómíska tungu, menningu og mannréttindi.

Hugmyndin með málstofunni er að vekja athygli á farsælum starfsháttum og áskorunum þegar kemur að varðveislu og kynningu á rómanskri tungu og menningu. Einnig verður rætt um leiðir til að deila reynslu þessa stærsta evrópska minnihlutasamfélags, sem sætt hefur ofsóknum og mismunun í aldaraðir, til annarra samfélaga um heim allan.

Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á málefnum minnihlutahópa, mannréttindum, jafnrétti, þjóðerni og verndun tungumála.

 

Dagskrá

Inngangsorð:
Sofiya Zahova, forstöðumaður Vigdísarstofnunar - alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar
Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emerita, Háskóla Íslands; Meðlimur í stýrihóp Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála - IDIL 2022-2032

Erindi flytja:
Ian Hancock, handhafi heiðursmerkis Breska heimsveldisins (OBE), málvísindamaður og sérfræðingur í málefnum Rómafólks
Fred Taikon, baráttumaður úr hópi Rómafólks, rithöfundur og stjórnarmaður È Romani Glinda
Jana Horvathová, forstöðumaður Safns rómískrar menningar  í Brno (Tékklandi)

Umræðustjóri: Shilpa Khatri Babbar, gestaprófessor í indverskum fræðum við Háskóla Íslands

Boðið verður upp á léttar veitingar að málþinginu loknu.

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Vigdísarstofnunar í tilefni Alþjóðlegs áratugar frumbyggjatungumála 2022-2032 og fer fram á ensku. 

facebook

 

Málþingið "Romani histories and prospects: What can we learn from a minority language and culture?"

Málþing: Romani histories and prospects