Skip to main content

Stjórnarskrá og lýðræði

Stjórnarskrá og lýðræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. október 2022 16:00 til 18:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Joel Colon-Rios flytur erindi á vegum rannsóknarverkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð (stjornarskra.hi.is).

Umræðan um tengsl stjórnarskrárhyggju og lýðræðis á sér djúpar rætur innan stjórnskipunarfræða. Uppsprettu hennar er að finna í togstreitu tvennskonar hugsjóna. Stjórnarskrárhyggja hefur lengi snúist um takmarkanir pólitísks valds sem stjórnarskráin setur; lýðræði hins vegar snýst um óskoraðan rétt fólks til að lifa við þær reglur sem það sjálft kýs. 

Á 18. og 19. öld snerist umræðan að að miklu leyti um hvort kynslóðir samtímans væru bundnar af stjórnarskrám sem tilheyrðu löngu liðnum tíma. Á 20. öld hefur hún snúist um spurninguna hvort dómarar skyldu hafa það vald að úrskurða hvort lög samræmdust stjórnarskrá og hvort vald þeirra til þess að ógilda lagasetningu væri lýðræðislegt. 

Lýðræði og stjórnarskrárhyggja voru eins og tvær hliðar á sama peningi, þar sem annað gat ekki verið til án hins.

Sú bylgja valdstjórnarhyggju sem við verðum vitni að nú á tímum setur þetta jafnvægi í uppnám og fyrir vikið er bæði lýðræði og stjórnarskrárhyggja í djúpri kreppu. Annars vegar blasir við að endurskoðunarvald dómstóla þarfnast sjálft endurskoðunar, hins vegar er ljóst að nú er meiri þörf en nokkru sinni á leiðum til þess að almenningur geti gagnrýnt og stuðlað að breytingum á stjórnarskrá.

Í fyrirlestri sínum mun Joel Colon Rios ræða um leiðir til þess að endurnýja umræðu um stjórnarskrárhyggju og hvernig hægt er að leggja drög að stjórnarskrá sem stuðlar að lýðræðislegri stjórn fólksins.

Joel Colón-Ríos er prófessor í lögfræði Victoria University í Wellington og er meðal annars höfundur bókana: Constituent Power and the Law (OUP 2020) og Weak Constitutionalism: Democratic Legitimacy and the Question of Constituent Power (Routledge 2012). 

Fyrirlesturinn fer fram í Auðarsal í Veröld - húsi Vigdísar, þriðjudaginn 25. október kl. 16:00-18:00.

Verið öll velkomin.

Joel Colon-Rios, prófessor í lögfræði Victoria University of Wellington.

Stjórnarskrá og lýðræði