Skip to main content

Horft út fyrir kynjatvíhyggjuna: Hver er staða trans fólks og kvára á Íslandi?

Horft út fyrir kynjatvíhyggjuna: Hver er staða trans fólks og kvára á Íslandi? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. október 2022 11:40 til 13:00
Hvar 

Oddi 202 og á Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Niðurstöður Nýsköpunarsjóðsverkefna um stöðu trans fólks og kvára í íslensku samfélagi og stjórnkerfi verða kynntar á málþingi Stjórnmálafræðideildar, Kvenréttindafélags Íslands og Samtakanna ’78.

Fyrirlesarar: Birta Ósk, MA nemi í kynjafræði og Birta B. Kjerúlf, BA nemi í stjórnmálafræði.

Birta Ósk og Birta B. Kjerúlf kynna niðurstöður verkefna sem þau unnu í sumar með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Rannsókn Birtu Óskar “„Að vera kvár á Íslandi: Hvað felst í kynjajafnrétti fyrir kvár?“ sem hán vann í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands gefur góða mynd á hver félagsleg staða kvára er á Íslandi í dag. Kvár falla innan regnhlífarhugtaksins trans og eru fullorðnir kynsegin einstaklingar sem falla á einn eða annan hátt fyrir utan kynjatvíhyggjuna kona-karl. Tillögur þessar eru dregnar úr niðurstöðum fyrrnefndar rannsóknar um kerfislægar hindranir sem kvár eru að verða fyrir í dag. Brýnt er að stjórnvöld útrými þessum hindrunum til þess að styðja betur við þarfir kvára í samfélaginu. Rannsókn Birtu B. Kjerúlf, sem hún vann í samstarfi við Stjórnmáladeild HÍ og Samtökin ‘78 hafði það að markmiði að svara eftirfarandi spurningu: Hver er staða og réttindi trans fólks gagnvart stjórnkerfinu á Íslandi? Enn fremur var markmið rannsóknarinnar að kanna hvort nýta mætti aðferðir kynjasamþættingar (e. gender mainstreaming) til að koma málefnum trans fólks í forgrunn hjá stjórnvöldum. Leitast var við því að svara rannsóknarspurningunni með því að taka viðtöl við einstaklinga úr hópi trans fólks á Íslandi og spyrja þau út í upplifun þeirra á kerfinu. Niðurstöður út viðtölunum voru síðan kortlagðar og greindar.

Hlekkur yfir á streymi á Zoom

Málþing Stjórnmálafræðideildar, Kvenréttindafélags Íslands og Samtakanna ’78.

Horft út fyrir kynjatvíhyggjuna: Hver er staða trans fólks og kvára á Íslandi?