Skip to main content

Terahertz tíma-ás litrófsfræði

Terahertz tíma-ás litrófsfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. október 2022 14:00 til 15:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 008

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nicholas Klokkou frá University of Southampton flytur fyrirlesturinn  Terahertz tíma-ás litrófsfræði (Terahertz Time-Domain Spectroscopy)

Ágrip

Terahertz tíma-ás litrófsfræði (THz-TL) er gullfótur þeirra aðferða til að mæla beint brotstuðla efna við bylgjulengdir undir millimetra, þéttleika hleðslubera í hálfleiðurum, og til að skoða margþætt fyrirbæri sem eiga sér stað á píkósekúndu-skala. THz-TL aðferðin byggist á að mæla útslag í breiðbands púls (100 GHz – 3 THz) sem gefur hátt merkis-suðshlutfall þökk sé að hægt er að mæla útslagið í rafsviðinu beint í rauntíma. Þegar merkið er Fourier greint þá geymast fasaupplýsingar sem gerir kleift að máta kennileg model til samanburðar við hefðbundnar litrófsfræðilegar aðferðir (t.d. Fourier Transform Infrared Spectroscopy).

Við erum, sem partur af Lasers & Terahertz tilraunarstofunum í Háskólanum við Southampton, að rannsaka nýjar aðferðir til að mæla og ákvarða eiginleika og parametra ýmissa efna út frá tíma-ás (rauntíma) gögnum frá THZ-TL með því að nota gervigreind (vélanám), þróa geislabeiningu og ólínulega THz sviðsmótun með vökvakristalla og metaefni, að hanna ný og samþáttuð míkróvökvakerfi til að kanna hreyfingar próteinvökva, og að skoða nýja ljósrafeindatækni með litíum niobate.

Í þessum fyrirlestri mun ég fara yfir grundvallar hugmyndirnar á bakvið THZ-TL og tengdar rannsóknir. Ég mun tala um hvernig THz geislun er framkölluð og stjórnað með ultrafast-leysi, og hvernig má mæla hana með ljósnæmum leiðurum. Ég mun leggja áherslu á hvernig brotstuðlar efna eru mældir með THz tímaás litrófsgreiningar aðferð og hvernig má betrumbæta mælingarnar með notkun tölvu-gervigreindar.