Skip to main content

Hvað er norræn nýlendustefna og hvers vegna skiptir hún máli í dag?

Hvað er norræn nýlendustefna og hvers vegna skiptir hún máli í dag? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. september 2022 16:00 til 18:00
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þátttaka Norðurlanda í nýlenduverkefnum hefur verið skoðuð með gagnrýnum hætti síðastliðna áratugi, þar sem fræðifólk hefur skoðað á hvaða hátt norræn ríki og fólk innan Norðurlandanna hafa verið hluti af nýlendu- og heimsvaldastefnu. Í þessu pallborði er velt upp með nokkrum stuttum innleggjum hvernig skilja má nýlendustefnu í samhengi Norðurlandanna og af hverju hún skiptir máli í  nútímanum.

Verið öll velkomin að hlýða á þessar stuttu kynningar og taka þátt í umræðum á eftir.  

Viðburður fer fram á ensku.

Fundarstjóri:

Ólafur Rastrick, deildarforseti félags-, mannfræði- og þjóðfræðideildar

Þátttakendur í pallborði:

Janne Lahti, University of Helsinki

Kristín Loftsdóttir, Háskóli Íslands

Rinna Kullaa, Tampere University

John Hennessey, Lund University

Johan Höglund, Linnaeus University

Laura Junka-Aikio, University of Lapland

Viðburðurinn er hluti af verkefninu Nordic Colonialism and the Global, undir forystu Janne Lahti, og styrkt af NOS-HS, https://blogs.helsinki.fi/nordic-colonialism/