Skip to main content

Fornleifafræði tilfinninganna: Til hvers?

Fornleifafræði tilfinninganna: Til hvers? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. september 2022 17:00 til 18:00
Hvar 

Háskólatorg

104

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sarah Tarlow, prófessor við University of Leicester, flytur Gísla Gestsson heiðursfyrirlestur 2022 á vegum Rannsóknastofu í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Félags fornleifafræðinga.  Fyrirlesturinn verður haldinn 14. september á Háskólatorgi 104 og hefst kl. 17. Hann verður fluttur á ensku og nefnist „The Archaeology of Emotion: what is the point?“

Í fyrirlestrinum verður bent á ýmsar ástæður fyrir því að rannsóknir á tilfinningum í fortíðinni stuðla ekki aðeins að áhugaverðari fornleifafræði, heldur sé gagnrýnin og vönduð umfjöllun um tilfinningar bráðnauðsynleg vegna þess að tilfinningar liggja hvort eð er til grundvallar allri umfjöllun um fortíðina.  Fjallað verður um hvernig tilfinningar hafa verið rannsakaðar í öðrum fræðigreinum og um áhrif þess á fornleifafræðina.  Þá verður hugað að þeim rökum sem færð hafa verið gegn því að hægt sé að rannsaka tilfinningar með fornleifafræðilegum aðferðum.  Tekið verður dæmi af nýlegum rannsóknum á líkömum og landsháttum, með áherslu á afdrif líkamsleifa fólks sem tekið var af lífi fyrir morð á 18. og 19. öld, til að sýna hvernig nálgast má þetta viðfangsefni.  Fremur en að fylgja ákveðinni „uppskrift“ að aðferðafræði fornleifarannsókna á tilfinningum er nauðsynlegt að tengja vísindalega nákvæmni og virðingu fyrir efnisleika fortíðarinnar við skapandi hugmyndaflug til að sjá hluti og staði í nýju ljósi.  

 

Sarah Tarlow, prófessor við University of Leicester.

Fornleifafræði tilfinninganna: Til hvers?