Skip to main content

Áhrif hás og lágs hitastigs á heilsu manna

Áhrif hás og lágs hitastigs á heilsu manna - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. september 2022 8:00 til 9:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Áhrif hás og lágs hitastigs á heilsu manna: hvernig aðlögumst við breyttu loftslagi?

Loftslagsbreytingar fela ekki aðeins í sér hlýnun jarðar, heldur einnig meiri breytileika í hitastigi og fjölda hita- og kuldakafla sem gera viðbúnað erfiðan. Hár og lágur hiti skerða getu einstaklinga og getur haft skaðleg heilsufarsleg áhrif með neikvæðum áhrifum á langvinna sjúkdóma (sjúkleika og dánartíðni) eða hærri tíðni meiðsla og slysa. Þetta hefur áhrif á bæði dagleg störf og tómstundastarf. Fyrirlesturinn lýsir helstu hitatengdum heilsuáhrifum með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa. Aðlögun að mjög háu eða lágu hitastigi umhverfis felur í sér nauðsyn á skammtíma- og langtímaviðbúnaði og víðtæka samvinnu í samfélaginu um framkvæmdina. Aukin meðvitund og vöktun í rauntíma með viðvörunarkerfum eru lykilatriði að árangursríkri vernd og til að draga úr eða koma í veg fyrir skaðleg heilsufarsleg áhrif hita.

Tiina Ikäheimo er prófessor í vinnuheilbrigði og hefur rannsakað áhrif loftslags á heilsu og frammistöðu manna.

Norrænar málstofur um hnattræna heilsu (Nordic Global Health Talks)

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 08:00 GMT/10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og öllum frjáls sem hafa áhuga á viðfangsefninu og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla. Upplýsingar um málstofurnar má finna hér: https://globalhealth.ku.dk/nordic-talks/

Forskráning er nauðsynleg og án kostnaðar, hér: https://ucph-ku.zoom.us/webinar/register/WN_3OZLpUHuTYO4jCVOPEXu8A

Hver málstofa er um 45 mín, þ.e. 20-30 mín erindi og svo spurningar og umræður.

Tiina Ikäheimo er prófessor í vinnuheilbrigði og hefur rannsakað áhrif loftslags á heilsu og frammistöðu manna.

Áhrif hás og lágs hitastigs á heilsu manna