Skip to main content

Prófessor Richard Johnson, MD - fyrirlestur

Prófessor Richard Johnson, MD - fyrirlestur - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Hringsalur, Barnaspítalinn, Hringbraut

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Richard Johnson er prófessor í lyflæknisfræði við Colarado-háskóla í Bandaríkjunum. Hann sérhæfði sig í nýrnalækningum en hefur einnig stundað rannsóknir á næringu og efnaskiptum, meðal annars á ferlum sem valda offitu og sykursýki með sérstakri áherslu á frúktósa og þvagsýru. Johnson hefur birt yfir 500 vísindagreinar sem mikið hefur verið vitnað í og hefur einnig hlotið háa styrki frá NIH. Hann mun halda fyrirlestur í Hringsal Landpítala þann 20. Júní sem ber titilinn New insights into the role of diet and uric acid in metabolic syndrome, obesity and diabetes. Fundarstjóri verður Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala.

“Offita og efnaskiptaheilkenni eru allsráðandi víðs vegar um heim. Á sama tíma og mikil áhersla hefur verið lögð á efnaskiptavillu sem sjúkdóm þá reyndum við að skilja hvernig dýr þróa með sér offitu og efnaskiptaheilkenni sem leið til að lifa af þegar matarbirgðir eru ekki tiltækar. Þannig bárum við kennsl á líffræðilegan rofa (e. biological switch) sem frúktósi getur kveikt á, sem leið til að örva leit að fæðu og fæðuinntöku sem hafði tengsl við framrás offitu og sykursýki. Við komumst einnig að því að dýr geta myndað frúktósa til að lifa af, og er það ferli meðal annars virkjað af öðrum fæðutegundum eins og söltum mat og öðrum sykrum. Við komumst líka að því að framleiðsla á þvagsýru er lykillinn að því hvernig þessi líffræðilegi rofi virkar og staðfestum að menn hafa hærri styrk þvagsýru og eru næmari fyrir áhrifum frúktósa vegna stökkbreytingar sem varð í forfeðrum okkar fyrir 15 milljón árum síðan. Í dag erum við útsett fyrir salt- og sykurríku mataræði og erum því óafvitandi að virkja þennan líffræðilega rofa til að örva þyngdaraukningu. Þannig tengist þróun offitu og efnaskiptaheilkennis líklega blöndu af mataræði og erfðafræði. Þessar rannsóknir benda á nýjar leiðir til að berjast gegn offitu og sykursýki.”

Richard Johnson er prófessor í lyflæknisfræði við Colarado-háskóla í Bandaríkjunum. Hann mun halda fyrirlestur í Hringsal Landpítala þann 20. Júní sem ber titilinn New insights into the role of diet and uric acid in metabolic syndrome, obesity and diabetes. Mynd frá https://drrichardjohnson.com/.

Prófessor Richard Johnson, MD - fyrirlestur