Skip to main content

GPMLS fyrirlestur - Gennady Yegutkin

GPMLS fyrirlestur - Gennady Yegutkin - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. júní 2022 10:30 til 11:30
Hvar 

Hringsalur, Barnaspítalinn, Hringbraut

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gennady G. Yegutkin, PhD, er dósent við Líf- og læknavísindastofnun og vísindamaður á MediCity rannsóknarstofnuninni við Turku Háskóla í Finnlandi. Hann mun halda fyrirlestur í fyrirlestraröð GPMLS sem ber titilinn: Adenosín efnaskipti í krabbameinum og bólgu - hagnýting fyrir meðferðarúrræði.

Adenósín er þróunarfræðilega forn efnaskipta stýrill (metabolic regulator) sem tengir lífeðlisfræðilega ferla eins og stýringu ónæmissvars og frumufjölgun. Æxli mynda adenósín-ríkt ónæmisbælandi innra umhverfi í gegnum aukna losun ATP frá deyjandi frumum og breytingu þess yfir í adenósín. Þess vegna er adenósín-ferillinn mikilvægt skotmark fyrir bætta virkni ónæmismeðferða. Ég mun veita heildræna sýn á utanfrumu- og innanfrumu- adenósín efnaskiptaferla og taka saman nýjustu gögn um hvernig adenósín og forverar þess ATP og ADP stýra ónæmiseftirliti, æðamyndun æxla, vessaæðamyndun, krabbameinstengdri segamyndun, blóðflæði og gegnflæði æxla (tumor perfusion). Sérstök áhersla verður lögð á  sameiginleg og ólík púrín-mengi (purinome) mismunandi krabbameina, misleitni innra umhverfis æxla og nýstárleg hlutverk púrín-breytiensíma sem mögulegra krabbameinsmeðferða.

Gennady G. Yegutkin, PhD, er dósent við Líf- og læknavísindastofnun og vísindamaður á MediCity rannsóknarstofnuninni við Turku Háskóla í Finnlandi. Hann mun halda fyrirlestur í fyrirlestrarröð GPMLS sem ber titilinn: Adenosín efnaskipti í krabbameinum og bólgu - hagnýting fyrir meðferðarúrræði.

GPMLS fyrirlestur - Gennady Yegutkin