Skip to main content

Skordýraskoðun í Elliðaárdal – Með fróðleik í fararnesti

Skordýraskoðun í Elliðaárdal – Með fróðleik í fararnesti  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. júní 2022 18:00 til 20:00
Hvar 

Elliðaárdalur – Við gömlu rafstöðina

Nánar 
Ekkert að panta, bara mæta!  
Taka með sér stækkunargler, lítið ílát og stígvél

Viltu sjá pöddur í návígi? Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum. Þótt fæstir kæri sig um skordýr í hýbýlum sínum þá vekja þau engu að síður mikla forvitni enda er skordýaganga Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands árviss og vinsæll viðburður þar sem ungir og aldnir fá kjörið tækifæri til að skoða skordýr í algjöru návígi. Gangan, sem er í röðinni Með fróðleik í fararnesti, er í Elliðaárdal miðvikudaginn 15. júní nk. og hefst hún klukkan 18 frá gömlu rafstöðinni. Bílastæði eru í næsta nágrenni.

Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við HÍ, leiðir gönguna eins og oftast. Að þessu sinni er Náttúruminjasafn Íslands einnig þátttakandi í samstarfi um Fróðleik í fararnesti. Einnig verða Þóra Atladóttir og Þorgerður Þorleifsdóttir frá Náttúruminjasafni Íslands. Þóra er með BS í náttúru- og umhverfisfræði frá LBHÍ og er núna meistaranemi í vatnalíffræði við Háskólann á Hólum í samstarfi við Náttúruminjasafnið. Þorgerður er með BS í líffræði frá HÍ en auk þess hefur hún lokið diplómaprófi í safnafræði frá skólanum.

Einnig leiðbeinir Ólafur Patrick Ólafsson, kennari við HÍ og tækjavörður, gestum og gangandi en hann hefur kennt plöntulíffræði, dýrafræði og vistfræði í mörg ár við Háskóla Íslands.

Komið verður upp smásjám og tækjum við rafstöðina frá HÍ til að skoða skordýrin enn betur.

Það er ókeypis í þessa fróðleiksgöngu og öll eru velkomin. Gott er að vera í vaðstígvélum, hafa ílát undir skordýrin og stækkunargler gerir gönguna enn skemmtilegri.

Ekkert að panta, bara mæta!  

Komið verður upp smásjám og tækjum við rafstöðina frá HÍ til að skoða skordýrin enn betur. Ekkert að panta, bara mæta!

Skordýraskoðun í Elliðaárdag – Með fróðleik í fararnesti