Skip to main content

Við viljum mennta okkur!

Við viljum mennta okkur! - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. maí 2022 14:00 til 17:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun býður til útskriftarráðstefnu.

Markmið ráðstefnunnar er að nemendur námsins upplýsi samfélagið um menntun og upplifun þeirra af háskólanámi.

Á ráðstefnunni verða kynningar á náminu, umræður og verður athygli vakin á möguleikum fatlaðs fólks til menntunar. Einnig verða skemmtiatriði og boðið verður upp á hressingu í hléi.

Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á fatlað fólk rétt á menntun á öllum skólastigum. Engu að síður hefur fatlað fólk ekki nægilegt úrval þegar kemur að háskólamenntun. Fáir umsækjendur fá inngöngu í námið í starfstengda diplómanámið og er það eingöngu í boði á Menntavísindasviði.

Útskriftarráðstefna nemenda í Starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði.

Við viljum mennta okkur!