Skip to main content

GPMLS öndvegisfyrirlestur - Prófessor Jóhann Elí Guðjónsson

 GPMLS öndvegisfyrirlestur - Prófessor Jóhann Elí Guðjónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. maí 2022 11:00 til 12:00
Hvar 

Fróði, Sturlugata 8 (hús íslenskrar erfðagreiningar)

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Jóhann Elí Guðjónsson, MD PhD, er Arthur C. Curtis prófessor í sameindaónæmisfræði húðar, prófessor í húðlæknisfræði og fræðimaður við Taubman Medical Research stofnunina við Michigan Háskóla. 

Prófessor Jóhann Elí Guðjónsson mun halda fyrirlestur í öndvegisfyrirlestrarröð GPMLS og ber fyrirlesturinn heitið Notkun einfrumu- og rúmraðgreiningar (e. spatial-sequencing) í rannsóknum bólgusjúkdóma húðar.

Fyrirlesturinn fer fram í Fróða fyrirlestrarsal, Sturlugötu 8 (Hús íslenskrar erfðagreiningar). 

Rannsóknir Jóhanns snúa helst að ónæmisfræðilegum og erfðafræðilegum rannsóknum á krónískum bólgusjúkdómum í húð. Hann hefur birt yfir 180 ritrýndar greinar og hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar. Hér má nálgast frekari upplýsingar um rannsóknir Jóhanns.

Prófessor Jóhann Elí Guðjónsson MD, PhD

 GPMLS öndvegisfyrirlestur - Prófessor Jóhann Elí Guðjónsson