Skip to main content

Arkitektinn og hönnunarfræðingurinn Christopher Alexander

Arkitektinn og hönnunarfræðingurinn Christopher Alexander - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. maí 2022 20:00 til 21:00
Hvar 

Gróska

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Trausti Valsson, prófessor emerítus við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ heldur minningarfyrirlestur um arkitektinn og hönnunarfræðinginn Christopher Alexander.

Eftir Christopher liggur fjöldi verka og kenninga á sviði arkitektúrs, hönnunar og borgarfræði. Þetta ævistarf hans gerir hann að einum mesta hönnunarfræðing seinni tíma.

Christopher Alexander lést þann 17. mars síðastliðinn. Þegar hann lést var hann prófessor emerítus í Berkeley háskóla í Kaliforníu þar sem leiðir hans og Trausta lágu saman, og þróaðist með þeim bæði akademísk og persónuleg vinátta.

Fyrirlesturinn er skipulagður af Arkitektafélagi Íslands