Skip to main content

Örþing um fjarnám - Hvert stefnum við?

Örþing um fjarnám -  Hvert stefnum við? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. apríl 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Lögberg

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Örþing kennslunefndar um framtíð fjarnáms á Félagsvísindasviði.

Í ljósi reynslu síðustu tveggja ára af kennslu með stafrænum miðlum, og markmiða HÍ, býður Kennslunefnd Félagsvísindasviðs öllum kennurum sviðsins til samtals um þróun fjarnáms.

Í stefnu Háskóla Íslands 2021-2026 segir meðal annars:

"Kennsluhættir og námsframboð verði í sífelldri þróun og burðarstólpi í gæðastarfi skólans með námsánægju og gæði að leiðarljósi. Áhersla verði á þróun stafrænna kennsluhátta, fjarnáms og opinna netnámskeiða."

Háskóli Íslands stefnir á að byggja upp frekara fjarnám á næstunni. Kennslunefnd telur mikilvægt að raddir kennara Félagsvísindasviðs fái hljóm í mótun framtíðar skólans hvað málið varðar og boðar til örþings um málefnið. Á þinginu verða haldnar þrjár framsögur um efnið og að þeim loknum verða umræður með þátttöku framsögumanna.

Þingið fer fram í Háskóla Íslands en einnig verður boðið uppá tengingu inn á fundinn í gegnum Microsoft Teams. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti á fundinum.

DAGSKRÁ
Opnun -
Stefán Hrafn Jónsson sviðsforseti
Áætlun um þróun fjarnáms við Háskóla Íslands 2021-2026 -
Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor kennslu og þróunar
Tímaflakk og sjö mílna skór: Getur raunverulegt háskólanám verið óháð stað og stund? –
Þóroddur Bjarnason prófessor
Kennsluhættir eru tilvistarmál háskóla –
Þröstur Olaf Sigurjónsson prófessor
Umræður -
Þátttakendur taka þátt í umræðum
Samantekt á erindum og umræðu -
Thamar Heijstra prófessor

Smellið hér til að fara inn á Teams útsendinguna!