Skip to main content

Vefkynning á framhaldsnámi í umhverfis- og auðlindafræði

Vefkynning á framhaldsnámi í umhverfis- og auðlindafræði - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. apríl 2022 12:00 til 13:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Öll velkomin

Mættu á vefkynningu um framhaldsnám í umhverfis- og auðlindafræði!

Meistaranámið og viðbótardiplómunámið verða kynnt og svo verður hægt að spyrja kennara um námið.

Öll velkomin!

Kynningin verður á Zoom

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að fólki sem brennur fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. Hægt er að velja um kjörsvið og leggja áherslu á umhverfisvísindi og stjórnun umhverfismála, stjórnun náttúruauðlinda, hafið og sjálfbærni eða orku og sjálfbærni.

Meistaranámið er þverfræðilegt og alþjóðlegt og er skipulagt með það í huga að nemendur hafi fjölbreyttan bakgrunn. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA eða BS gráðu með fyrstu einkunn (7,25) óháð námsgrein og það er ekki gerð krafa um fyrra nám í umhverfisfræðum. 

Einnig er boðið upp á viðbótardiplómu í umhverfis- og auðlindafræði sem er 1-2 missera nám (30 einingar) og samanstendur aðeins af námskeiðum. Viðbótardiplóman hentar vel fólki með margvíslegan bakgrunn sem vilja auka við þekkingu sína á sviði umhverfis- og auðlindamála og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

  • Umsóknarfrestur um meistaranám er 15. apríl
  • Umsóknarfrestur um viðbótardiplómu er 5. júní

Meistaranám í umhverfis- og auðlindafræði er sniðið að fólki sem brennur fyrir umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda á tímum hnattrænna breytinga. 

Vefkynning á framhaldsnámi í umhverfis- og auðlindafræði