Skip to main content

Frá bróðurparti til systkinalags: hvernig stuðlum við að jafnrétti í íslensku samfélagi?

Frá bróðurparti til systkinalags: hvernig stuðlum við að jafnrétti í íslensku samfélagi? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. apríl 2022 14:00 til 15:00
Hvar 

Oddi

O-106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kynjafræði og jafnréttisnefnd Háskóla Íslands bjóða ykkur velkomin á fyrri málstofu um hagnýtingu jafnréttisfræða fimmtudaginn 7. apríl. Seinni málstofa fer fram þriðjudaginn 12. Apríl.

Viðfangsefni erindanna eru fjölbreytt, en þau byggja á samstarfi nemenda við Stjórnarráðið, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Samtökin 78.

Fimmtudaginn 7. apríl verður áhersla á öráreitni gagnvart nemendum af erlendum uppruna og kynsegin og trans fólki í háskólasamfélaginu og hvernig megi gera vinnustaði hinseginvænni.

Erindin byggja á verkefnum nemenda í námskeiðinu Hagnýting jafnréttisfræða. Í flestum verkefnum beita nemendur aðferðafræði samþættingar og kynjaðra fjármála á valda stefnu eða starfsemi hjá samstarfsaðilum námskeiðsins, og byggt ígrunduðu jafnréttismati leggja nemendur fram tillögur um hvernig megi stuðla að framgangi jafnréttismála.

Dagskráin er eftirfarandi:

Fimmtudaginn 7. apríl kl. 14:00-15:00 í O-106

Öráreitni í háskólasamfélaginu og hinseginvænni vinnustaðir

Sólveig Thomasdóttir: „Það er bara mér að kenna fyrir að vera brún“ 

Í erindinu verður fjallað um upplifanir nemenda af erlendum uppruna af öráreitni. Verkefnið kannar afleiðingar öráreitnis og hvar ábyrgðin liggur. 

Arna Magnea Danks: Öráreitni: Faldnir og fíngerðir fordómar

Þegar við tölum undir rós eða reynum að fara fínt í okkar eigin, og stundum ómeðvituðu, fordóma gagnvart öðrum, jafnvel í formi hrós eða neikvæðs samanburðar og gerum það jafnvel á vingjarnlegan og umhyggjusaman hátt.  Í erindinu verður farið yfir birtingarmyndir öráreitnis gagnvart kynsegin og trans fólki í háskólasamfélaginu.

Ingibjörg Andrea Hallgrímsdóttir: Hinseginvænni vinnustaðir – Vinnustaðavísir Samtakanna 78

Í kjölfar ákalls atvinnurekenda á íslenskum vinnumarkaði hafa Samtökin 78 ráðist í gerð vinnustaðavísis, sem vinnuveitendur geta nýtt sér til að gera vinnustaði sína hinseginvænni. Vinnustaðavísirinn tekur til settra laga um aðgengi hinsegin fólks að viðeigandi aðstöðu, svosem kynhlutlausra salerna, og stuðlar jafnframt að hinseginvænni vinnustaðarmenningu.

Facebook viðburður málstofunnar