Skip to main content

Torlæsir, gamlir og framandi

Torlæsir, gamlir og framandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. apríl 2022 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórir Jónsson Hraundal
Torlæsir, gamlir og framandi
Auðarsal, Veröld – húsi Vigdísar, 19. apríl kl. 16.30-17.30

Í tímaritinu Milli mála hafa að undanförnu birst þýðingar á ýmsum gömlum textum, frá miðöldum og fornöld, en slíkir textar geta haft ómetanlegt heimildagildi auk listræns gildis. Þó eru svo gamlir textar misjafnlega vel varðveittir, og geta verið torlæsir og framandi. Geir Þ. Þórarinsson, aðjunkt í fornfræðum, og Þórir Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum, munu ræða þær áskoranir sem felast í því að þýða texta af þessu tagi handa íslenskum lesendum.

facebook

Torlæsir, gamlir og framandi

Torlæsir, gamlir og framandi