Skip to main content

Samstarf við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Samstarf við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild á öflugt samstarf við fjölmarga aðila, bæði innanlands og utan. Ýmis fyrirtæki og stofnanir vinna með deildinni og tengsl hennar við atvinnulífið eru mjög góð.
Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild á gott samstarf við innlendar heilbrigðisstofnanir. Samstarf er við Landspítala varðandi klíníska kennslu og rannsóknir. Samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur einnig verið eflt á undanförnum árum. Auk þess á deildin í samstarfi við ótal heilbrigðisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni vegna kennslu og rannsókna.

Starfsfólk Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar á samstarf um kennslu og rannsóknir við marga erlenda háskóla og fræðimenn. Kennarar við deildina hafa meðal annars eflt alþjóðasamskipti með heimsóknum til erlendra háskóla og þátttöku í erlendum ráðstefnum.

Deildin á til dæmis mjög gott samstarf við:

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er aðili að Nordplus netunum; Norlys, Nordsne, Nordannet, Nordinnet, Nordejordemodern og Medico sem gefa möguleika á ýmiss konar samstarfi, svo sem skiptinámi og þátttöku í alþjóðlegum námskeiðum.

Skiptinám

Möguleikar á skiptinámi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild hafa aukist undanfarin ár. Skiptinám gefur nemendum tækifæri til að stunda klínískt nám við erlenda háskóla í nokkrar vikur eða mánuði. Algengast er að nemendur við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild fari í skiptinám til háskóla á Norðurlöndum.

Nemendur við deildina hafa einnig farið til útlanda á eigin vegum og tekið þátt í starfsnámi og þróunarvinnu, t.d. í Afríku og Mið-Ameríku.

Erlendir skiptinemar hafa sótt mjög í að stunda klínískt nám á Íslandi. Sjá nánari upplýsingar um skiptinám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild. 

Tengt efni