Aurora-samstarfið
Aurora-samstarfið eflir nám, rannsóknir og nýsköpun við Háskóla Íslands í takt við örar samfélagslegar breytingar. Með nánu samstarfi við aðra evrópska háskóla í samstarfinu nýtur HÍ góðs af styrkleikum þeirra til að efla nám til að mæta flóknum samfélagslegum áskorunum.
Samstarfið innan Aurora er hluti af stefnu Háskóla Íslands HÍ26 um alþjóðavæðingu náms og kennslu. Samstarfið skapar einnig sóknarfæri fyrir HÍ til að leggja meira af mörkum til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Háskóli Íslands leiðir Aurora-samstarfið.
Raddir nemenda hafa áhrif á alla stefnumótun, verkefni og nýsköpun Aurora háskólanna. Vertu með!
Aurora skapar ný tækfæri fyrir alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og kennslu og styður kennara í að flétta samfélagslegar áskoranir í nám.
Kynntu þér hér tækifæri á næstunni á vegum Aurora fyrir nemendur og starfsfólk til að efla sig í námi og starfi. Það eru líka tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þróun Aurora samstarfsins.
Aurora samstarfið leggur áherslu á nýsköpun og menntun sem gerir nemendum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans.