Málþing: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á nýrri siðbót

Þjóðminjasafn, fyrirlestrasalur
„Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á nýrri siðbót“. Þetta verður yfirskrift málþings sem haldið verður föstudaginn 8. september kl. 13:30-16 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins að Suðurgötu 41. Fyrirlesarar og erindi eru:
- Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður, „Maður og náttúra“.
- Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor, „Er siðbót svarið við umhverfisvandanum?“
- Halldór Björnsson, hópstjóri rannsókna í veður- og loftslagsfræði, „Þrjár spurningar um hnattrænar loftslagsbreytingar: Hvað mun gerast? Skiptir máli hverjum er um að kenna? Hvað er til ráða?“.
- Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor, „Dugar gullna reglan? Loftslagsbreytingar og kristin siðfræði“.
Málþingsstjóri er Rúnar M. Þorsteinsson, prófessor. Boðið verður upp á veitingar í hléi. Málþingið er á vegum Guðfræðistofnunar HÍ, Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ og nefndar á vegum þjóðkirkjunnar vegna 500 ára afmælis siðbótarinnar. Málþinginu er ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir tveggja daga ráðstefnu sem haldin verður í Digraneskirkju 11.-12. október n.k. á vegum þjóðkirkjunnar og World Council of Churches, en sú ráðstefna er haldin í tengslum við Arctic Circle 2017. Öll hjartanlega velkomin!