Skip to main content

Matvælafræði

Matvælafræði

Heilbrigðisvísindasvið

Matvælafræði

MS – 120 einingar

Meistarnám í matvælafræði henta jafnt þeim sem hafa lokið grunnnámi í matvælafræði sem og öðrum greinum eins og líffræði, efnafræði, lífefnafræði, læknisfræði ásamt verkfræði- og tæknifræðigreinum.

Í náminu er boðið upp á fjölbreytt námskeið og spennandi rannsóknarverkefni sem unnin eru með kennurum og innlendum og erlendum sérfræðingum.

Skipulag náms

X

Faraldsfræði næringar (NÆR701F)

Markmið námskeiðsins er að auka skilning nemenda á helstu rannsóknaraðferðum í faraldsfræði næringar og að efla skilning nemenda á notkun erfðafræði innan þessa sviðs.

Námskeiðið mun í byrjun fjalla um grunnatriði faraldsfræðinnar og svo verður farið ítarlega í rannsóknaraðferðir innan faraldsfræði næringar. Þar á eftir verða kynnt sérstök viðfangsefni innan þessa sviðs. Í lokin verður fjallað um notkun erfðafræði í faraldsfræði næringar (nutrigenomics).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Skipulag og aðferðir í rannsóknum (LÍF128F)

Markmið er að veita nemendum í rannsóknarnámi, meistara og doktorsnemum, innsýn í hagnýt atriði varðandi námið, undirbúning og framkvæmd rannsókna og frágang gagna.

Farið verður í siðferðileg, hagnýt og tæknileg atriði er varða skyldur leiðbeinanda og umsjónar, skil á stöðuskýrslum, rannsóknaráætlun og stöðupróf, nemendaskipti. Skyldur og réttindi nemans gagnvart kennara og HÍ, skyldur kennara við nemanda, frágangur lokaritgerðar/greina, höfundar að útgefnu efni tengdu verkefninu, launa/styrkjamál á meðan á námi stendur. Öryggi á tilraunastofu, tryggingamál o.fl. tengdu öryggi nemenda. 

Undirbúningur og gerð styrkumsókna, sjóðir sem framhaldsnemendur geta sótt um styrki í. Frágangur gagna, greinaskrif, fyrirlestrar (framsaga og raddbeiting), gerð veggspjalda, atvinna að námi loknu og atvinnuviðtöl.

Uppbygging námsins: Fyrirlestrar umsjónaraðila, erindi gestafyrirlesara og umræðufundir, framsögur nemenda, útbúningur veggspjalda, yfirlestur og verkefnavinna.

Miðað er við að námskeiðið standi í 11 vikur á haustmisseri.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rannsóknir og einkaleyfi (VON101F)

Í námskeiðinu er fjallað um skráð hugverkaréttindi með áherslu á einkaleyfi, innihald einkaleyfisumsókna, skilyrði fyrir veitingu, einkaleyfaleit og einkaleyfaferlið. Lögð er áhersla á að nemendur geti fundið og skoðað einkaleyfi m.a. með það að markmiði að öðlast þekkingu á tilteknu fræðasviði og til að meta hvort niðurstöður rannsóknar kunni að vera einkaleyfishæfar eða ekki.

Námskeiðið stendur öllum framhaldsnemum í HÍ til boða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Auðlindir hafsins (MAT703F)

Nemendur öðlast innsýn í nýjustu rannsóknir og þróun innan hagnýtingar á auðlindum hafsins, þar með töldu vöruþróun, nýjar tækni- og vinnslulausnir, nýstárlegar gæðamælingar og öðlast heildræna sýn á þá mörgu þætti sem hafa áhrif á gæði sjávarafurða, allt frá veiðum til neytenda.

Meðal annars verður farið í nýjungar og bestun við vinnslu, sjálfstýringar og vélvæðingu innan vinnslu sjávarafurða, helstu nýjungar í gæðaeftirliti og gæðamælingum, nýjungum í vöruþróun, s.s. þrívíddarprentun matvæla, prótein og peptíð vinnslu, hættur frá plasti í virðiskeðjuni, lífvirk efni í hafinu, jaft og skilgreining, þróun og vinnsla á nýjum og vannýttum hráefnum úr hafinu.

  • Námskeiðið er skyldunámskeið í AQFood kjörsviðinu (aqfood.org ) en öðrum nemendum HÍ er einnig velkomið að taka námskeiðið.
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Samfélög manna og örvera: Örverur, menning, heilsa, og umhverfi (MON002M)

Námskeiðslýsing

Hvað segir skyrgerð okkur um þróun íslensks samfélags? Hver eru áhrif þarmaflórunnar á heilsu okkar? Hvernig losum við okkur við úrgang í þéttbýli á umhverfisvænan hátt og hvaða þögli meirihluti jarðarbúa er þar að verki? Lykillinn að öllum þessum spurningum er sá sami:  Samfélög örvera hafa mótað jörðina og íbúa hennar frá upphafi lífs eða í milljarða ára. Til að skilja og takast á við áskoranir 21. aldar varðandi umhverfi, heilsu og samfélag, þurfum við að skilja hlutverk þessara fyrstu lífvera betur og hvernig það tvinnast saman við líf okkar sjálfra og nágranna okkar í lífríkinu. Nýlegar rannsóknir sýna að meirihluti frumanna í og á mannslíkamanum tilheyrir fjölbreyttum tegundum örvera. Þýðir það að menn séu örverur? Eða “bara” að samlífið við örverur sé nánasta og mikilvægasta sambandið sem við eigum í? Námskeiðið býður nemendum að kanna samlífi örvera og manna út frá ýmsum sjónarhornum, sem eru m.a. ættuð úr örverufræði og þjóðfræði, matvælafræði, næringarfræði og mannfræði. Litið verður til þess hvernig örverur koma að þróun og varðveislu matvæla í samfélögum manna, hlutverk þeirra í meltingunni og tengsl við andlega og líkamlega heilsu. Einnig hvernig örverur viðhalda lífsnauðsynlegum hringrásum lífrænna efna  og geta umbreytt rusli og úrgangi í endurnýjanlegt form eins og heilbrigðan jarðveg.

Námskeiðið vinnur út frá hugmyndinni um „eina heilsu“ sem mótast hefur síðustu áratugi og vísar til þess að heilbrigði umhverfis, manna og annarra dýra, og samfélaga, er samtengt á þann hátt að niðurbrot á einhverju þessara sviða leiðir til niðurbrots á öðrum. Efnið verður skoðað út frá einstökum dæmum um samlífi örvera og manna, eins og áhrifum örvera á bragð og samsetningu matvæla, áhrifum mataræðis á þarmaflóru, hlutverki gerjunar í mótun mannlegra tengsla og hvernig losunarkerfi í þéttbýli rjúfa hringrás næringarefna í umhverfi mannsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Snorri Karl Birgisson
Hildur Inga Sveinsdóttir
Páll Arnar Hauksson
Telma Björg Kristinsdóttir
Snorri Karl Birgisson
BS og MS í matvælafræði

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég hafði unnið nokkur störf sem tengjast sjávarútvegi og þá vaknaði áhugi á að vita hvernig þetta allt virkaði. Með matvælafræðináminu sá ég möguleika á að öðlast meiri þekkingu á nýsköpun, stjórnun og gæðaeftirliti. Það vantar líka alltaf matvælafræðinga á vinnumarkaðinn.

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Nýi Garður, 3. hæð
Sæmundargata 12,
102 Reykjavík
Sími: 525 4999
Netfang: mn@hi.is

Opnunartímar:
Mánudaga = lokað
Þriðjudaga – fimmtudags = opið 9 – 15
Föstudagar = opið 9 -12

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.