Kosið aftur milli Guðrúnar og Jóns Atla í rektorskjöri

Mánudaginn 13. apríl 2015 fór fram rektorskjör í Háskóla Íslands. Í framboði voru Einar Steingrímsson prófessor, Guðrún Nordal prófessor og Jón Atli Benediktsson prófessor. Kjörfundur stóð frá kl. 9.00 til kl. 18.00 og fór kosning fram með rafrænum hætti.
Tala kjósenda á kjörskrá og kjörsókn
Á kjörskrá voru 14.110, þar af 1.486 starfsmenn og 12.624 stúdentar. Við kosningar greiddu atkvæði alls 1.286 starfsmenn eða 86,6% á kjörskrá og 5.080 stúdentar eða 40,2% á kjörskrá. Alls greiddu 6.366 atkvæði og var því kosningaþátttaka í heild 45,1%. Atkvæði utan kjörfundar voru 71 og auðir seðlar voru 206 eða 3,2% af greiddum atkvæðum. Gild atkvæði voru því 6.160. Atkvæði skiptust þannig:
1. Kjósendur á kjörskrá, greidd atkvæði og kjörsókn
Úrslit rektorskjörs
Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta giltu sem 30% greiddra atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra aðila giltu sem 10% greiddra atkvæða. Að teknu tilliti til vægis kjósendahópa skiptust atkvæði milli frambjóðenda sem hér segir:
2. Úrslit – vegin atkvæði
Gild atkvæði í rektorskjörinu voru 6.160. Skiptust þau eftir kjósendahópum á frambjóðendur sem hér segir:
3. Úrslit eftir kjósendahópum – atkvæðatölur
Þar sem enginn frambjóðenda fékk meirihluta greiddra atkvæða eins og 2. mgr. 7. tl. 6. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands kveður á um verður kosið að nýju um Guðrúnu Nordal og Jón Atla Benediktsson mánudaginn 20. apríl nk.
13. apríl 2015
Kjörstjórn vegna rektorskjörs 2015
Björg Thorarensen, prófessor og formaður kjörstjórnar, les upp úrslitin í rektorskjörinu. Fyrir aftan standa Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson en kosið verður aftur á milli þeirra eftir viku.