Er pláss fyrir börnin? Málþing um tengsl barna á Íslandi við fjölskyldur sínar

Veröld - Hús Vigdísar
Auðarsalur
Málþing UNICEF á Íslandi, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Heimilis og skóla um tengsl ungmenna of forsjáraðila á Íslandi fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, þriðjudaginn 27. maí kl. 9 - 10. Boðið verður uppá morgunkaffi frá kl 8:30.
UNICEF á Íslandi heldur málþing í samstarfi við Heimili og skóla og Menntavísindasvið Háskóla Íslands í tilefni af útgáfu á nýrri skýrslu rannsóknarmiðstöðvar UNICEF, Innocenti um stöðu barna í efnameiri ríkjum, þar á meðal Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um velferð barna og sjónum beint að þróun á líðan og grundvallarfærni barna á tímabili sem nær yfir helstu áhrif Covid-faraldursins. Í skýrslunni kemur fram að tengsl við foreldra hefur mikil áhrif á líðan barna en niðurstöður Íslands sýna að hlutfall 15 ára barna með mikla lífsánægju hefur lækkað á sama tíma og hlutfall barna á sama aldri sem tala sjaldnar en vikulega við foreldra sína er hátt.
Á málþinginu verður kastljósinu því beint að líðan barna og tengsl þeirra við foreldra og fjölskyldu og rætt hvernig bæta megi stuðning við foreldra.
Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar og í kjölfarið fara fram pallborðsumræður.
Dagskrá:
08:30 - 09:00 - Morgunkaffi í Veröld - hús Vigdísar.
09:00 – 09:05 - Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna hjá UNICEF á Íslandi opnar málþingið.
9:05 - 9:25 - Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi, kynnir niðurstöður skýrslunnar, Child Wellbeing in a Unpredictable World.
9:25 - 9:55 - Eva Bjarnadóttir stýrir pallborðumræðum.
09:55 - 10:00 - Lokaorð.
Í pallborði verða:
- Anna Magnea Hreinsdóttir, lektor og faglegur stjórnandi Föruneytis barna: samstarfs um stuðning við uppeldi og nám.
- Brynjar Bragi Einarsson, formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi.
- Dagbjört Harðardóttir, sérfræðingur hjá Heimili og skóla, landssamtaka foreldra.
- Ragný Þóra Gudjohnsen, dósent og faglegur stjórnandi Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.
Málþing UNICEF á Íslandi, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Heimilis og skóla um tengsl ungmenna of forsjáraðila á Íslandi fer fram í Veröld – húsi Vigdísar, þriðjudaginn 27. maí kl. 9 - 10. Boðið verður uppá morgunkaffi frá kl 8:30.
