Skip to main content

Uppeldis- og menntunarfræði - Viðbótardiplóma 30e

Uppeldis- og menntunarfræði - Viðbótardiplóma 30e

Menntavísindasvið

Uppeldis- og menntunarfræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

30 eininga viðbótardiplóma er hugsað fyrir þau sem vilja efla tengsl við vettvang og bæta við sig námi á meistarastigi án þess að fara í fullt meistaranám. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnnámi með fyrstu einkunn. Námið er skipulagt sem staðnám eða sveigjanlegt nám. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Lýðræði, mannréttindi og borgaravitund barna og ungmenna (UME002F)

Í námskeiðinu er fjallað um lýðræði og mannréttindi og hvað það merkir að vera borgari í lýðræðissamfélagi á tímum hnattvæðingar. Rætt er um mikilvægi þess að borgarar skynji að þeir hafi tiltekinn rétt í samfélaginu en jafnframt ábyrgð og skyldur. Áhersla er lögð á fræðilega og stefnumótandi umræðu um borgaravitund (e. citizenship, civic engagement) bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Þá er fjallað um lífsgildi og hvernig þau vísa ungu fólki veginn í hugsun og hegðun bæði sem einstaklingar og sem samborgarar í fjölmenningarlegu og síbreytilegu samfélagi nútímans. Einnig verður gerð grein fyrir rannsóknum um hlutverk heimila, skóla og félagasamtaka við að efla borgaravitund ungs fóks ásamt því að fjalla um tengsl borgaravitundar við mismunandi þroskaþætti og hæfni hjá börnum og ungmennum, svo sem samskipta- og fjölmenningarhæfni og siðferðiskennd.

ATH: Námskeiðið fer fram á Zoom. Kennsluinnlegg eru tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram. Vikulega eru umræðutímar (90 mín.) á netinu en í nokkur skipta í stofu og þá er einnig hægt að vera á neti. Nemendur kynna fræðilegt efni sem einstaklingar og ritgerð í hópastarfi einu sinni á misserinu.

X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M, KME119F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F, MAN017F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Fjölmenning og fólksflutningar (SFG003F, MAN017F)

Oft er talað um fólksflutninga og fjölmenningu sem eitt megin einkenni samfélaga samtímans. Í námskeiðinu eru kynntar helstu kenningar og stefnur sem fram hafa komið í tengslum við rannsóknir á fólksflutningum og fjölmenningu. Fjallað er á gagnrýninn hátt um margskonar kenningar sem tengjast þessum rannsóknarviðfangsefnum og gagnsemi þeirra skoðuð. Skoðuð eru hugtök eins og menning, samlögun, aðlögun og samþætting, en jafnframt gert grein fyrir hreyfanleika fortíðar og tengslum hans við fjölmenningu. Í námskeiðinu eru ólíkar nálganir og kenningarmótun fræðimanna fyrst og fremst dregnar fram og gerð grein fyrir helstu viðfangsefnum félagsvísindamanna á þessu sviði.

Kennslan fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

X

Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (UME011M, UME009M)

Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.  

 

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.  

 

Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.   

 

Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíkra þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME011M, UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Jákvæð sálfræði og velferð (UME106F)

Fjallað verður um hvernig efla megi velfarnað í uppeldis og menntastörfum í víðum skilningi. Fræðilegur rammi námskeiðsins byggir á rannsóknum á velfarnaði, meðal annars út frá jákvæðri sálfræði. Fjallað verður um ólíkar kenningar um hamingjuna, sem og nokkur lykilhugtök sem tengjast velfarnaði í uppeldi og menntun svo sem ynnri/ytri hvati, sjálfstjórnun og sjálfræði, seigla, dygðir, hugarfar, lífssýn, núvitund, atbeini/sjálfstiltrú, tilfinningar, félagstengsl og áfallaþroski. Einnig eru kynntar aðferðir (positive intervention) til að stunda sjálfsrýni, aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu; svo sem núvitund, markmiðasetning og hvernig vinna megi að því að þroska mannkosti og dygðir.

Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni sem fela í sér sjálfsrýni um líf og störf útfrá lífssýn, gildum og persónustyrkleikum. Einnig vinna nemendur fræðileg verkefni þar sem þeir tengja fræðin við eigin starfsvettvang eða áhugasvið. Þá munu nemendur fara í gegnum heildstætt grunnnámskeið í núvitund, fara í gegnum æfingar heima og halda dagbók í tengslum við núvitundarþjálfunina.

Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nemendur í uppeldis og menntavísindum og fagfólk í skóla-, frístunda- og uppeldisstörfum. Markmiðið  er að þeir þekki leiðir til að efla sinn eigin velfarnað og í kjölfarið leiðir til að stuðla að velfarnaði í uppeldis- og menntastörfum.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F, SFG207F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

X

Sjálfbærnimenntun og nám (UME206F, SFG207F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
  • Staðtengt nám og reynslunám
  • Breyting á hegðun
  • Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
  • Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
  • Háskólanám og nám fullorðinna
  • Formlegt og óformlegt nám
  • Sjálfbærni sem námssvið í mótun

X

Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M, UME010M)

Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.

Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.

X

Barnavernd - hvað er börnum fyrir bestu? (KME118F)

Markmið námskeiðsins er að auka fræðilega þekkingu og hæfni sérkennara, starfsfólks leik- og grunnskóla og nema í tómstunda- eða uppeldis- og menntunarfræði til að efla hagsmunagæslu, vernd og stuðning við börn.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna nr. 3 (heilsa og vellíðan) nr. 4 (menntun fyrir alla).

Í námskeiðinu er fjallað um réttindi og skyldur starfsmanna, barna og forsjáraðila. Rætt um lög og reglugerðir þessu viðkomandi. Fjallað er um einkenni og vísbendingar þess að farsæld barns sé ábótavant, ofbeldi gagnvart börnum sem og mati á slíkum aðstæðum. Sjónum verður beint sérstaklega að farsæld barna og þá læsi á einkenni áfalla og steitu í hegðum og háttum barna. Fjallað er um gildi þverfaglegs samstarfs þegar unnið er að velferð barna, það tengt forvarnarstarfi og gerð viðbragðsáætlanna. Kennsla er í formi fyrirlestra á upptöku og í staðlotum, umræðna og verkefna. 


Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðu í tveimur staðlotum, vikulega umræðutíma innan námshópa yfir önnina og verkefnavinnu. Viðvera í staðlotum er skylda og því forsenda þess að taka þátt í námskeiðinu. Áhersla er á sjálfstæða vinnu nemenda. Nemendur þurfa að skipuleggja lestur sinn og þannig kynna sér efnið sem kennari leggur fram. Krafa er gerð til nemenda að þeir deili þekkingu sinni með samnemendum og eigi í reglulegum samskiptum við aðra nemendur.

X

Mentor í Spretti (GKY001M)

Í námskeiðinu felast verkefni nemenda í  að vera mentor fyrir þátttakendur á framhalds- og háskólastigi í verkefninu „Sprettur”. Mentorar sinna því mikilvæga starfi að styðja og hvetja ungmenni í námi og félagslífi. Hlutverk mentora er að skapa uppbyggjandi samband við þátttakendur, vera jákvæð fyrirmynd og taka þátt í sameiginlegum viðburðum skipulögðum í Spretti. Mentorhlutverkið snýst um tengslamyndun og samveru sem felur í sér skuldbindingu gagnvart ungmennunum sem mentor styður.  

Sprettur er verkefni sem styður við nemendur með innflytjenda- eða flóttamannabakgrunn sem koma úr fjölskyldum þar sem fáir eða engir hafa háskólamenntun.  Nemendur í námskeiðinu eru mentorar þátttakenda og eru þeir tengdir saman með hliðsjón af sameiginlegu áhugasviði. Hver mentor ber ábyrgð á að styðja tvo þátttakendur. Mentorar skipuleggja samveru og verja þremur klukkustundum á mánuði (frá ágúst fram í maí) með þátttakendum í Spretti, þremur klukkustundum í mánuði í heimavinnuhópi og mæta í fimm málstofur sem dreifast yfir skólaárið. Nemendur skila dagbókarfærslum á Canvas í nóvember og mars. Dagbókarfærslur byggjast á lesefni og hugleiðingum nemenda um mentorstarfið. Námskeiðið er kennt á íslensku og ensku.  

 Nemendur sækja um þátttöku á námskeiðinu. Sjá rafrænt umsóknareyðublað.  Umsækjendur fara í viðtal og eru 15-30 nemendur valdir til þátttöku.   

Frekari upplýsingar um verkefnið „Sprettur” má nálgast hér: www.hi.is/sprettur 

X

Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfi (TÓS202F)

Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi ólíkra fagstétta sem tengjast frístunda- og skólastarfi, s.s. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu, þroskaþjálfafræði og íþróttastarfi. Námskeiðið miðar einnig að þverfaglegu samstarfi þar sem tómstundir koma við sögu, t.d. í starfi með eldri borgurum. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta og hvaða þekking verður til á landamærum þeirra.

Fjallað verður um ávinning og áskoranir í þverfaglegu samstarfi fyrir börn, ungmenni og aðra skjólastæðinga og einnig fyrir starfsfólk, stofnanir og menntakerfi í stærra samhengi. Kenningum um ólíkar víddir samstarfs og fjölbreytt starfssamfélög verður gerð skil sem og rannsóknum á trausti og þekkingu sem byggist upp í þverfaglegu samstarfi.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verða skoðuð og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir þverfaglegt samstarf. Nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta kosti og galla samstarfsverkefna, sem og hvar samstarf milli stofnana og fagstétta skortir. 

Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast starfa við tómstundir fólks á ólíkum æviskeiðum, sem og starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa að tómstundum og í frístunda-, íþrótta- eða skólastarfi.

Vinnulag og væntingar
Stuðst verður við vendikennslu og kennslustundir nýttar til umræðna og úrvinnslu. Þess er vænst að nemendur taki virkan þátt í umræðu eða skili inn ígrundun ef þeir ekki komast í umræðutíma. 

Alla námsþætti verður að standast með lágmarkseinkunn. 

X

Trans börn og samfélag (UME204M)

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.

Viðfangsefni:

Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Nám fullorðinna og þróun mannauðs (NAF003F)

Símenntun, endurmenntun, mannauðsþróun eru hugtök sem æ fleiri þurfa að takast á við vegna vinnu sinnar. Stjórnendur þurfa til dæmis að útbúa símenntunaráætlanir, sérfræðingar þurfa að kenna samstarfsfólki sínu, kennarar koma að foreldrastarfi eða starfsþróun samkennara sinna og svo mætti lengi telja.  Þetta námskeið er fyrir fólk sem vill dýpka skilning sinn á námi fullorðinna, til að geta betur tekið ákvarðanir um símenntun, skipulagt fræðslustarf eða unnið á annan hátt með fullorðnum sem ætla að læra. Námskeiðið gefur fræðilegan grunn undir allt fræðslustaf með fullorðnum.

Markmið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á rannsóknum og kenningum um nám fullorðinna, og geti nýtt þá þekkingu til að taka rökstuddar ákvarðanir í tengslum við skipulagningu náms fyrir fullorðna og / eða við það hjálpa fullorðnum á annan hátt til að læra, takast á við breytingaferli og þroskast.

Inntak / viðfangsefni
Til að ná þessum yfirmarkmiðum takast nemendur við þrjú aðal viðfangsefni á námskeiðinu:

  1. Greiningu á hlutverki náms og menntunar fullorðinna í ljósi þróunar samfélagsins, rannsókn á því hvernig stofnanir samfélagsins hafa brugðist við - einkum hvað varðar aðgerðir sem ætlað er að styðja við nám fullorðinna. Þátttakendur læra að nota ýmis verkfæri til þess að greina samtímann og meta mögulegar þarfir fullorðinna fyrir nám.
  2. Rannsókn á sérkennum og sérstöðu fullorðinna námsmanna. Könnun á kenningum um hið sama og greining á gagni þeirra til að skýra og skipuleggja nám fyrir fullorðna og með þeim.
  3. Þátttakendur kynna sér nokkur meginstef úr kennslufræði fullorðinna. Hugmyndir um fullorðna námsmenn, þátttöku þeirra í fræðslu, áhugahvöt og hindranir, hlutverk leiðbeinenda í fullorðinsfræðslu, mótun námsumhverfis, samskipti kennara og nemenda og fleira.

Vinnulag

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins, t.d. í gegnum skriflegar umræður á umræðuþráðum námskeiðsins.

Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma – eða vilja koma – á einhvern hátt að ákvörðunum um nám fullorðinna, skipulagningu þess og útfærslu. Það hentar þannig fólki sem starfar við mannauðs- og fræðslumál innan fyrirtækja og stofnana, stjórnendur og verkefnastjóra í stofnunum sem bjóða upp á nám og námskeið fyrir fullorðna sem og sérfræðingum sem hafa áhuga á að kenna fullorðnum. Námskeiðið býður þessu fólki tækifæri að afla sér góðrar grunnþekkingar á helstu spurningum og viðfangsefnum sem snerta nám fullorðinna, forsendur, aðstæður og skipulagningu þess. Námskeiðið gefur þannig góða undirstöðu fyrir alls konar verkefni er varða nám fullorðinna almennt.

X

Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum (NAF005F, NAF002F)

Á þessu námskeiði undirbúa þátttakendur sig undir að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Þátttakendur auka færni sína í að sinna helstu þáttum þess að undirbúa, skipuleggja, og útfæra hvers kyns námstilboð fyrir fullorðna: Námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, fundi, jafningjafræðslu og sjálfsnámsferli svo eitthvað sé nefnt.

Inntak / viðfangsefni
Þátttakendur skoða algengar nálganir við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna, rýna í viðkomandi nálganir og læra að nota þær, greina og gagnrýna. Þátttakendur kynna sér nýlega fræðilega umræðu um viðfangsefnið, kynna sér rannsóknir um afmarkaða þætti kennsluhegðunar og bera saman við innihald bókanna sem lesnar eru á námskeiðinu og við þeirra eigin vinnu.

Á námskeiðinu takast þátttakendur á við ýmsa þætti þess að skipuleggja nám fyrir aðra í ólíku samhengi. Þeir kynnast öllum helstu skrefum við skipulagningu náms, allt frá greiningu fræðsluþarfa að skipulagningu kennsluathafna, kennslu og mati á kennslu, þó aðal áherslan liggi á skipulagningarferlið. Þátttakendur kynna sér nokkrar gagnlegar kennsluaðferðir, prófa þær og þjálfa sig í notkun þeirra. Þátttakendur þjálfast einnig í því að nota kennslutæki og nýta þjálfunina þegar þeir æfa sig í kennslu og í því að meta kennslu hver annars. Flest verkefnanna eru mjög hagnýt og geta nýst beint í starfi. Þátttakendur læra t.d. að útbúa námskeiðsmöppu sem inniheldur öll gögn sem þeir þurfa til að kenna tiltekið námskeið. Að námskeiði loknu munu þeir hafa undir höndum slíka möppu og vera tilbúin að halda námskeið með þeim gögnum sem eru í möppunni.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt með formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta á
hverjum tíma valið hvort þeir taka þátt í rauntímasamverum með því að mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka svo virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda. Þannig er reynt að koma til móts við þarfir þátttakenda svo að þeir geti lagað nám sitt að sínum aðstæðum hverju sinni.
Bestur árangur næst með rauntímaviðveru í stoðlotum og á vikulegum fundum. Þar er unnið með námsefnið og þátttakendur þjálfast í að vinna með innihald námskeiðsins. 

Þátttakendur útbúa á námskeiðinu námskeiðsmöppu fyrir tiltekið námskeið eða undirbúa og rökstyðja námsskipulag fyrir tiltekinn vinnustað eða símenntunarmiðstöð.

X

Gæði og árangur í símenntun (NAF001F)

Markmið námskeiðsins er að hjálpa þátttakendum að nýta sér helstu kenningar og aðferðir til að meta, mæla og ræða gagnrýnið um árangur af fræðslustarfsemi fyrir fullorðina.

Þátttakendur læra að framkvæma mat á  mismunandi þáttum fræðslustarfs. Þeir munu læra aðferðir og orðaforða sem nýtast þeim bæði við formlegt mat og óformlegt mat á einstaka námskeiðum sem og starfsemi fræðslustofnana eða deilda. Þá verða kannaðar leiðir til að nýta niðurstöður mats til þess að bæta gæði starfsins.

Þá kynna þátttakendur sér nokkrar viðurkenndar leiðir við gæðastjórnun fræðslustarfsemi.

Innihald
Gæðastjórnun, fræðslumat sem hluti gæðastjórnunarferlis. Helstu hugmyndir og aðferðir gæðastjórnunar og mats á fræðslustarfsemi. Tekin verða greiningardæmi og raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

X

Greining á fræðsluþörfum (NAF201F, NAF004F)

Eitt fyrsta skrefið við skipulagningu náms fyrir fullorðna er að greina þörf væntanlegra þátttakenda fyrir fræðslu. Það gerirst æ algengara að fræðsluaðilar ýmiskonar þurfa að vinna með væntanlegum viðskiptavinum sínum, fyritækjum, stofnunum eða félagasamtökum að þróun sérsmíðaðra námstilboða sem taka mið af menningu og þörfum viðkomandi viðskiptavinar. Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur geti greint námsþarfir fullorðinna og sett niðurstöðurnar þannig fram að þær nýtist þeim sjálfum eða öðrum við skipulagningu námskeiða.

Vinnulag: 

Námskeiðið verður kennt á formi sem er kallað "Valvíst nám". En það þýðir að þátttakendur geta valið hvort þeir mæta í skólann, taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma eða hlusta á upptökur og taka virkan þátt í samvinnu þátttakenda á netinu milli reglulegra funda.

Á námskeiðinu eru tvær "vinnulotur" þar sem allir þátttakendur vinna saman í heilan dag í tengslum við efni namskeiðsins. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í húsnæði Menntavísindaseviðs við Stakkahlíð í vinnuloturnar. Þar verða teknar mikilvægar ákvarðanir um námskeiðið, þátttakendur kynnast vel og það styður við samvinnu þeirra á námskeiðinu, þá reynum við að beita aðferðum sem nýtast vel í fullorðinsfræðslu, þannig að þátttakendur upplifa ýmsar aðferðir sem þeir geta síðan nýtt við skipulagningu náms og kennslu.

Síðan hittast þeir vikulega í húsnæði skólans eða á netinu.

Á milli funda og vinnulota fer samvinnan fram á vef námskeiðsins.

X

Ráðgjafarkenningar (NSR007F)

Í námskeiðinu er farið yfir helstu ráðgjafarkenningar og hvernig hægt er að nýta þær til  að greina samskipti og viðfangsefni í ráðgjöf. Hugmyndasaga ráðgjafarkenninga er rakin frá sálgreiningu til síðnútíma. Einnig er fjallað um sögu náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Rýnt verður í áhrif fjölmenningar og kynferðis á kenningasmíð og ráðgjöf.  Nemendur vinna verkefni sem miða að því að móta og greina eigin ráðgjafarstíl.

X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

X

Kennslufræði og skipulag stoðþjónustu (MAL204F)

Tilgangur námskeiðsins er að undirbúa þátttakendur til að leiða og skipuleggja stoðþjónustu í samstarfi við fagaðila innan og utan skóla. Að þátttakendur séu undirbúinir undir að starfa samkvæmt lögum og reglugerðum er snúa að skólastarfi. Sérstaklega ber að nefna lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) sem leggja þá ábyrgð á starfsfólk skóla að fylgjast með velferð og farsæld barna og fjölskyldna og meta þörf fyrir þjónustu, að bregðast við þörfum barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur og að hafa samráð með það að markmiði að þjónusta sé samfelld í þágu velferðar barna og foreldra.

Í lok námskeiðsins eiga þátttakendur að geta metið, undirbúið og skipulagt stuðning fyrir einstaklinga og hópa og fylgt þeirri framkvæmd eftir á markvissan hátt. Þátttakendur eiga að vera færir um að leiða og skipuleggja samstarf við foreldra, fagaðila innan og utan skóla og aðra sem koma að málefnum barna og ungmenna og þekkja hlutverk tengiliða skv. fyrrgreindum lögum um farsæld.

Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Nemendur vinna vettvangstengd verkefni. Kennt er í staðlotum, nokkrum síðdegistímum og á vefnum (Canvas).

X

Nútíminn, flækjuvandi, lýðræði og breytingar (UME101F)

Viðfangsefni fyrirtækja, stofnana og samfélagsins í heild eru mörg það flókin að hefðbundnar leiðir til að „leysa“ þau duga ekki til. Á þessu námskeiði þjálfast þátttakendur í því að greina samtímann og safna gögnum um stór og flókin úrlausnarefni sem tengjast viðfangsefnum samtímans. Þá eru þessi mál skoðuð í ljósi kerfiskenninga, hugmynda um s.k. flækjuvanda (Wicked problems) og leiðir og vanda lýðræðisins við að takast á víð slík vandamál. Þá eru skoðaðar ólíkar aðferðir sem hafa verið notaðar til að takast á við slík viðfangsefni, eins og hönnunarnálganir, nýsköpun, lausnarleit og fleiri.

X

Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfi (TÓS202F)

Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi ólíkra fagstétta sem tengjast frístunda- og skólastarfi, s.s. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu, þroskaþjálfafræði og íþróttastarfi. Námskeiðið miðar einnig að þverfaglegu samstarfi þar sem tómstundir koma við sögu, t.d. í starfi með eldri borgurum. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta og hvaða þekking verður til á landamærum þeirra.

Fjallað verður um ávinning og áskoranir í þverfaglegu samstarfi fyrir börn, ungmenni og aðra skjólastæðinga og einnig fyrir starfsfólk, stofnanir og menntakerfi í stærra samhengi. Kenningum um ólíkar víddir samstarfs og fjölbreytt starfssamfélög verður gerð skil sem og rannsóknum á trausti og þekkingu sem byggist upp í þverfaglegu samstarfi.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verða skoðuð og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir þverfaglegt samstarf. Nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta kosti og galla samstarfsverkefna, sem og hvar samstarf milli stofnana og fagstétta skortir. 

Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast starfa við tómstundir fólks á ólíkum æviskeiðum, sem og starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa að tómstundum og í frístunda-, íþrótta- eða skólastarfi.

Vinnulag og væntingar
Stuðst verður við vendikennslu og kennslustundir nýttar til umræðna og úrvinnslu. Þess er vænst að nemendur taki virkan þátt í umræðu eða skili inn ígrundun ef þeir ekki komast í umræðutíma. 

Alla námsþætti verður að standast með lágmarkseinkunn. 

X

Trans börn og samfélag (UME204M)

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.

Viðfangsefni:

Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Jákvæð sálfræði og velferð (UME106F)

Fjallað verður um hvernig efla megi velfarnað í uppeldis og menntastörfum í víðum skilningi. Fræðilegur rammi námskeiðsins byggir á rannsóknum á velfarnaði, meðal annars út frá jákvæðri sálfræði. Fjallað verður um ólíkar kenningar um hamingjuna, sem og nokkur lykilhugtök sem tengjast velfarnaði í uppeldi og menntun svo sem ynnri/ytri hvati, sjálfstjórnun og sjálfræði, seigla, dygðir, hugarfar, lífssýn, núvitund, atbeini/sjálfstiltrú, tilfinningar, félagstengsl og áfallaþroski. Einnig eru kynntar aðferðir (positive intervention) til að stunda sjálfsrýni, aðferðir sem stuðla að aukinni sjálfsþekkingu; svo sem núvitund, markmiðasetning og hvernig vinna megi að því að þroska mannkosti og dygðir.

Nemendur fá tækifæri til að vinna verkefni sem fela í sér sjálfsrýni um líf og störf útfrá lífssýn, gildum og persónustyrkleikum. Einnig vinna nemendur fræðileg verkefni þar sem þeir tengja fræðin við eigin starfsvettvang eða áhugasvið. Þá munu nemendur fara í gegnum heildstætt grunnnámskeið í núvitund, fara í gegnum æfingar heima og halda dagbók í tengslum við núvitundarþjálfunina.

Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir nemendur í uppeldis og menntavísindum og fagfólk í skóla-, frístunda- og uppeldisstörfum. Markmiðið  er að þeir þekki leiðir til að efla sinn eigin velfarnað og í kjölfarið leiðir til að stuðla að velfarnaði í uppeldis- og menntastörfum.

X

Áhættuhegðun og seigla ungmenna (UME206F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á umfjöllun um áhættuhegðun ungmenna (t.d. vímuefnaneyslu, frávikshegðun, brokkgenga skólagöngu) og seiglu þeirra í tengslum við ýmsa uppeldislega, félagslega og sálfræðilega þætti. Viðfangsefni eru m.a. samskiptahæfni, geðraskanir, kynheilbrigði og áföll. Fjallað er ítarlega um ýmis konar verndandi þætti og áhættuþætti og þátt heimila, skóla og tómstundastarfs í að stuðla að velferð ungmenna. Kynntar eru bæði innlendar og erlendar rannsóknir á fræðasviðinu. Sérstök áhersla er á rannsóknir sem skoða tengsl ýmissa þroskaþátta og áhættuhegðunar. Verkefni í námskeiðinu miða að því að leita eftir sýn ungs fólks á áhættuþætti í lífi sínu.

Athugið: Hægt er að taka námskeiðið í fjarnámi. Kennsluinnlegg eru almennt tekin upp og sett inn á námsumsjónarkerfið CANVAS fyrirfram en ef kennsla fer fram í rauntíma þá er hún tekin upp. Vikulega eru umræðutímar (60 mín.) þar sem nemendur geta valið milli þess að koma á staðinn eða vera með á netinu. Hið sama á við þegar ritgerðir eru kynntar einu sinni á önninni þá geta nemendur verið á staðnum eða með á netinu.

X

Menning og vegferð ungmenna (UME009M, SFG104F)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Lífsleikni - sjálfið (UME009M, SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Heilsuefling (ÍÞH209F, UME103F)

Fjallað verður um fyrirkomulag og mikilvægi heilsueflingar í skólum, á vinnustað, í hvers kyns þjálfun, endurhæfingu, íþróttum og tómstundastarfi. Mismunandi kenningar um heilsueflingu verða kynntar, sem og framkvæmd, mat og heildstætt ferli heilsueflingar. Allt frá því hvernig heilsueflandi verkefni eru skipulögð og hvernig þau eru innleidd, framkvæmd og metin. Sérstök áhersla verður lögð á fræðilegan þátt heilsueflingarferlisins til að undirbúa nemendur fyrir faglegt starf tengt heilsueflingu á vettvangi.

X

Margbreytileiki og félagslegt réttlæti (ÍÞH209F, UME103F)

Markmið: Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á margbreytileika samfélagsins, mikilvægi hans í menntunarlegu félagslegu tilliti, átti sig betur á stöðu einstaklinga og hópa sem þrýst er að jaðri samfélagsins. Einnig munu nemendur öðlast þekkingu á margvíslegum myndum, tilurð og afleiðingum útilokunar og stimplunar og kunna skil á afmörkuðum þáttum í sögu og siðfræði sem varða margbreytileika, félagslegan auð, útilokun og félagslegt réttlæti. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur öðlist færni í að beita fræðilegum hugtökum á vettvangi og geti sett hugmyndir um fagmennsku og fagstétt í sögulegt og siðfræðilegt samhengi. Rík áhersla er á að nemendur geti ígrundað eigin viðhorf og vinnu í ljósi siðfræðilegra, félagsfræðilegra og menntunarfræðilegra hugtaka eins og sjálfræðis, virðingar, mannlegrar reisnar, trausts og umhyggju, félagslegt réttlæti og félagsleg mismunun, félagsauður og valdefling.

Viðfangsefni: Meginviðfangsefni námskeiðsins er margbreytileiki samfélagsins og staða jaðarhópa í skóla og samfélagi. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta þar sem fyrstu tveir hlutarnir byggjast á fræðilegri umfjöllun um álitamál, sögu og siðfræði, en í þriðja hlutanum er gert ráð fyrir að nemendur beiti þeim fræðilegu undirstöðum sem lagðar hafa verið í fyrstu tveim hlutunum til að skoða vettvang, eigið starf og eigin viðhorf.

X

Áhrifaþættir heilsu (HÍT504M)

Í þessu námskeiði verður farið yfir grunnskilgreiningar á hugtökunum: heilsa og heilbrigði, sjúkdómar og fötlun. Farið verður yfir helstu áhrifaþætti heilbrigðis og ræddir verða sérstakir áhrifavaldar á heilsufar. Bæði verða kynntir þættir sem geta ógnað heilsu og heilbrigði en einnig skoðað hvaða þættir geta haft jákvæð heilsueflandi áhrif. Sérstök áhersla verður á áhrif umverfis á heilsu. Fjallað verður um ólíkar nálganir í heilsueflingu og hverjir beri ábyrgð á heilsueflingu

Athugið: Námskeiðið hét áður Hugur, heilsa og heilsulæsi.

X

Barnavernd - hvað er börnum fyrir bestu? (KME118F)

Markmið námskeiðsins er að auka fræðilega þekkingu og hæfni sérkennara, starfsfólks leik- og grunnskóla og nema í tómstunda- eða uppeldis- og menntunarfræði til að efla hagsmunagæslu, vernd og stuðning við börn.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna nr. 3 (heilsa og vellíðan) nr. 4 (menntun fyrir alla).

Í námskeiðinu er fjallað um réttindi og skyldur starfsmanna, barna og forsjáraðila. Rætt um lög og reglugerðir þessu viðkomandi. Fjallað er um einkenni og vísbendingar þess að farsæld barns sé ábótavant, ofbeldi gagnvart börnum sem og mati á slíkum aðstæðum. Sjónum verður beint sérstaklega að farsæld barna og þá læsi á einkenni áfalla og steitu í hegðum og háttum barna. Fjallað er um gildi þverfaglegs samstarfs þegar unnið er að velferð barna, það tengt forvarnarstarfi og gerð viðbragðsáætlanna. Kennsla er í formi fyrirlestra á upptöku og í staðlotum, umræðna og verkefna. 


Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðu í tveimur staðlotum, vikulega umræðutíma innan námshópa yfir önnina og verkefnavinnu. Viðvera í staðlotum er skylda og því forsenda þess að taka þátt í námskeiðinu. Áhersla er á sjálfstæða vinnu nemenda. Nemendur þurfa að skipuleggja lestur sinn og þannig kynna sér efnið sem kennari leggur fram. Krafa er gerð til nemenda að þeir deili þekkingu sinni með samnemendum og eigi í reglulegum samskiptum við aðra nemendur.

X

Einelti, forvarnir og inngrip (TÓS509M, UME009M)

Þetta námskeið er um einelti og markmiðið er að þeir sem ljúka námskeiðinu öðlist þekkingu, leikni og hæfni til að geta tekist á við og komið í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga.

Námskeiðið byggir á kenningum og rannsóknum á einelti. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að vinna með börnum og unglingum og hentar því vel fyrir nemendur á menntavísindasviði HÍ. Nemendur á öðrum sviðum eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti sem snúa að einelti, þar á meðal mismunandi birtingarmyndir, árangursríkar aðferðir við forvarnir og inngrip, samstarf við foreldra og forsjáraðila og árangursríka vinnu með þolendum, gerendum og áhorfendum. Námskeiðið fer fram á íslensku en lesefni er á íslensku og ensku.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum, reynslusögum af vettvangi og kynningum nemenda.

Skyldumæting er í námskeiðið (lágmark 80%). Skyldumæting er fyrir fjarnema í staðlotur námskeiðsins. Missi þeir af staðlotu verða þeir að vinna það upp með því að mæta í aðra tíma í staðinn. Fjarnemum er frjálst að mæta í aðrar kennslustundir. Fjarnemar vinna virkniverkefni um kennslustundir sem þeir mæta ekki í. 

X

Menning og vegferð ungmenna (TÓS509M, UME009M)

Námskeiðið tekur til félagsfræðilegra og þverfaglegra kenninga og rannsókna um ungmenni, menningu þeirra, vegferð og menntun. Ungmennahugtakið á við breytilegan aldurshóp eftir samfélögum og söguskeiðum en í okkar síðnútíma einkum aldurshópinn 16-25 ára. Líf og aðstæður ungmenna verða skoðuð sitt á hvað frá ólíkum sjónarhornum félagsfræði og ýmissa skyldra greina og áhersla lögð á þverfaglega, menntavísindalega samþættingu. Hugtakið vegferð ungmenna (e. transition to adulthood) var fram undir 1990 notað um leið ungmenna frá skólanámi til fastrar atvinnu, en hefur síðan verið víkkað út til fjölskyldumyndunar, samfélagsþátttöku og fleiri atriða.

Í námskeiðinu verður sjónum beint að nýlegum rannsóknum á vegferð í mismunandi löndum og eftir félagslegum bakgrunni. Rýnt verður sérstaklega í rannsóknir sem gerðar hafa verið á menningu ungmenna á Íslandi og öðrum Norðurlöndum. Vegferðin er sérstaklega könnuð í gegnum þrenns konar kerfi, þ.e. a) reynslu og val þeirra innan framhalds- og háskólakerfisins, b) vegferð innan vinnumarkaðar og c) í kynverundarkerfinu.

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F, UME208F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Félags- og tilfinningahæfni í uppeldi og menntun (SFG104F, UME208F)

Fjallað verður um hvernig efla megi félags- og tilfinningahæfni í uppeldis og menntastörfum í víðum skilningi. Fræðilegur grunnur námskeiðsins er m.a. sóttur í alþjóðleg samstarfsverkefni. Annars vegar vegar í svokallað UPRIGHT verkefni þar sem búið var til náms- og kennsluefni til að efla seiglu ungmenna. Hinsvegar verkefni alþjóðlegra sérfræðinga um eflingu félags- tilfinninga og siðferðilegra þátta sem við köllum FTS nám (félags- tilfinninga- og siðferðisnám) eða SEE learning (social-, emotional and ethical learning) Þá er einnig sótt  smiðju jákvæðrar sálfræði og mannkostamenntunar. Fjallað verður um nýjar hugmyndir um farsæld sem markmið menntunar, sem nú eru í vinnslu innan OECD, og um hvernig best sé að hjálpa nemendum að þroska mannkosti sína og dygðir.

Lykilhugtök: Félags- tilfinninga og siðferðinám, menntun til farsældar, mannkostamenntun, tilfinningalæsi, núvitund, samkennd, sjálfsvitund og samfélagsleg vitund, samskipti og tengsl. 

Námskeiðið er meðal annars hugsað út frá framkvæmd menntastefnu 2030 þar sem meðal annars er lögð áhersla á „forvarnir með kennslu og þjálfun í hegðunar-, félags- og tilfinningafærni til að styrkja nemendur (Mennta og barnamálaráðuneyti, 2022).

X

Lífsleikni - sjálfið (SFG104F)

Viðfangsefni: Á námskeiðinu er unnið með þá þætti lífsleikni sem miða að sjálfinu og persónulegri hæfni með fræðilegum og hagnýtum hætti. Efni námskeiðsins er í samræmi við ákvæði úr námskrám íslenskra leik-, grunn- og framhaldsskóla um að efla andlega heilsu, heilbrigða sjálfsmynd og siðferðilegan styrk nemenda. Meðal annars er fjallað um mannkostamenntun, lífstilraunir og nútvitund.

Vinnulag: Fyrirlestrar og umræður verða í flestum vikum. Fyrirlestrar verða að jafnaði teknir upp fyrirfram og settir á Canvas-vef námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þá og taki svo þátt í umræðum. Umræðutímarnir verða ekki teknir upp en þeir sem ekki komast í umræðutíma geta uppfyllt þátttökuskyldu með því að skila þátttökubloggi. Einnig eru unnin þrjú verkefni auk lokaverkefnis.

X

Inngangur að foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf (FFU101M, ÍÞH209F)

Viðfangsefni
Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist helstu kenningum og rannsóknum um uppeldi barna og undirbúi sig undir að geta frætt foreldra um þær aðferðir sem best hafa reynst. Fjallað verður um efnið á breiðum grunni, þannig að nemar fái sem víðasta sýn á uppeldishlutverkið og aðferðir til að sinna því sem best.

Vinnulag
Námskeiðið er skipulagt sem staðbundið. Kennsla fer fram í samræðum og gagnvirkum fyrirlestrum. Námið er auk þess byggt upp á lestri, hópvinnu, kynningum og skriflegum verkefnum.

Fyrirkomulag kennslu miðar við að nemendur geti stundað námið óháð búsetu. Þá er fjarfundabúnaður notaður í rauntíma fyrir nemendur sem búsettir eru fjarri höfuðborgarsvæðinu.

X

Heilsuefling (FFU101M, ÍÞH209F)

Fjallað verður um fyrirkomulag og mikilvægi heilsueflingar í skólum, á vinnustað, í hvers kyns þjálfun, endurhæfingu, íþróttum og tómstundastarfi. Mismunandi kenningar um heilsueflingu verða kynntar, sem og framkvæmd, mat og heildstætt ferli heilsueflingar. Allt frá því hvernig heilsueflandi verkefni eru skipulögð og hvernig þau eru innleidd, framkvæmd og metin. Sérstök áhersla verður lögð á fræðilegan þátt heilsueflingarferlisins til að undirbúa nemendur fyrir faglegt starf tengt heilsueflingu á vettvangi.

X

Samskipti foreldra og barna (FFU201F, UME011M)

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar um samskipti foreldra og barna. Skoðuð verður þýðing þessara kenninga fyrir samband og samskipti foreldra og barna og þroska þeirra. Umfjöllunin á að geta nýst í faglegri vinnu með foreldrum.

X

Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (FFU201F, UME011M)

Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.  

 

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.  

 

Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.   

 

Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíkra þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.

X

Rannsóknir og siðfræði (KME119F, MVS211F)

Viðfangsefni
Fjallað verður um siðfræði rannsókna með sérstakri áherslu á siðferðileg álitamál tengd rannsóknum í raunvísindum og félagsvísindum. Rætt verður um góða starfshætti og siðferðileg álitamál í rannsóknum. Áhersla verður á bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknir.  Helstu starfandi siðanefndir í íslensku rannsóknarumhverfi verða kynntar.

X

Hið hæfa foreldri? Orðræður um foreldrahlutverkið (FFU102M)

Í þessu námskeiði verða orðræður um foreldrahlutverkið teknar til skoðunar. Fjallað verður um samfélagslegt samhengi þeirra krafna sem gerðar eru til foreldra, meðal annars um einstaklingsvæðingu foreldrahlutverksins og ákafa mæðrun. Til skoðunar verða þær kröfur sem eru gerðar til foreldra í dag svo sem skólaval, tómstundaval, samskipti heimilda og skóla/tómstunda, heimanám, matarræði, skjátímastjórnun, örvun, brjóstagjöf og kröfuna um að vera upplýst og meðvitað foreldri. Skoðað verður í gagnrýnu ljósi hvaðan þessar kröfur koma, hvaða áhrif þær hafa á foreldra og þær settar í samhengi við nýfrjálshyggju, markaðsvæðingu og orðræðu frá sérfræðingum. Ríkjandi menntastraumar gera ráð fyrir foreldrum sem eins konar „neytendum“ á „menntamarkaði“ og því er skólaval og –þátttaka á menntavettvangi vaxandi rannsóknarsvið í skóla- og uppeldisrannsóknum. Lesnar verða erlendar og íslenskar rannsóknir um foreldrahlutverkið og hvernig forréttindi og jaðarsetning mótar möguleika foreldra til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Áhersla verður lögð á að skoða sérstaklega þá hópa fólks sem hafa fengið stöðu „hæfra“ og „vanhæfra“ foreldra og tengja við kenningar um kyn, stétt, uppruna, fötlun, kynhneigð og kynvitund. Nemendur fá innsýn inn í foreldrarannsóknir á sviði gagnrýnnar félagsfræði, félagssálfræði, menntunarfræði og kenninga um vald og jaðarsetningu.

X

Samstarf um farsæld barna í frístunda- og skólastarfi (TÓS202F)

Í þessu námskeiði er sjónum beint að samstarfi ólíkra fagstétta sem tengjast frístunda- og skólastarfi, s.s. á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, kennslu, þroskaþjálfafræði og íþróttastarfi. Námskeiðið miðar einnig að þverfaglegu samstarfi þar sem tómstundir koma við sögu, t.d. í starfi með eldri borgurum. Námskeiðið miðar að því að efla þekkingu nemenda á þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta og hvaða þekking verður til á landamærum þeirra.

Fjallað verður um ávinning og áskoranir í þverfaglegu samstarfi fyrir börn, ungmenni og aðra skjólastæðinga og einnig fyrir starfsfólk, stofnanir og menntakerfi í stærra samhengi. Kenningum um ólíkar víddir samstarfs og fjölbreytt starfssamfélög verður gerð skil sem og rannsóknum á trausti og þekkingu sem byggist upp í þverfaglegu samstarfi.

Ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna verða skoðuð og hvaða tækifæri felast í þeim fyrir þverfaglegt samstarf. Nemendur þjálfast í gagnrýnu hugarfari og borgaralegri virkni með því að vega og meta kosti og galla samstarfsverkefna, sem og hvar samstarf milli stofnana og fagstétta skortir. 

Námskeiðið hentar þeim sem stefna að því að starfa með börnum og ungmennum, hvort heldur er í formlegu, hálfformlegu eða óformlegu uppeldis-, íþrótta, frístunda- eða skólastarfi. Námskeiðið hentar einnig þeim sem hyggjast starfa við tómstundir fólks á ólíkum æviskeiðum, sem og starfsfólki og stjórnendum sem nú þegar starfa að tómstundum og í frístunda-, íþrótta- eða skólastarfi.

Vinnulag og væntingar
Stuðst verður við vendikennslu og kennslustundir nýttar til umræðna og úrvinnslu. Þess er vænst að nemendur taki virkan þátt í umræðu eða skili inn ígrundun ef þeir ekki komast í umræðutíma. 

Alla námsþætti verður að standast með lágmarkseinkunn. 

X

Trans börn og samfélag (UME204M)

Markmið:

Markmið námskeiðsins er að nemar kynnist hugmyndum, kenningum og rannsóknum í fræðum sem koma inn á veruleika og upplifanir trans fólks (trans fræði). Einnig verða meginhugmyndir gagnrýnna bernskufræða kynntar. Áhersla verður lögð á að þátttakendur verði meðvitaðir um veruleika trans ungmenna og trans barna og samfélagslega orðræðu um málaflokkinn.

Viðfangsefni:

Unnið verður meðal annars með hugtökin kyngervi, kynjatvíhyggja, kynsegin, kynvitund, samtvinnun, trans* hugtakið, síshyggja, umhyggja, barnavernd og réttindi barna. Fjallað verður um megininntak transfræða/hinseginfræða og hvernig hægt er að nýta sér þá nálgun til varpa ljósi á uppeldi, menntun, samfélag, tómstunda- og félagsstarf og íþróttir. Nálgunin verður í anda gagnrýnna trans- og bernskufræða og félagslegrar mótunarhyggju. Enn fremur verður fjallað um skólakerfi og aðrar stofnanir, hérlendis og erlendis, og hvernig margs konar mismunun skapast og viðhelst og getur ýtt undir stofnanabundna transfóbíu og síshyggju. Lesnar verða nýjar íslenskar og erlendar rannsóknir í tengslum við efnið. Þá verður lögð áhersla á að þjálfa verðandi uppeldis- og menntunarfræðinga, þroskaþjálfa, foreldrafræðara, kennara, tómstunda- og félagsmálafræðinga, stjórnendur og annað fagfólk til að skapa hinsegin/trans vænt andrúmsloft í viðeigandi hópum sem unnið er með.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Móey Pála Rúnarsdóttir
Móey Pála Rúnarsdóttir
Uppeldis- og menntunarfræði, MA

Ég hef alltaf haft áhuga á því að vinna með börnum og öllu sem viðkemur börnum. Ég valdi námið upphaflega vegna þess að mig langaði ekki að festa mig alfarið við kennslu. Uppeldis- og menntunarfræðin opnaði fyrir mér margar dyr og hef ég starfað á barnaspítala, í leikskóla og við innleiðingu námsstefnu í skóla erlendis. Svo þetta nám býður heldur betur upp á fjölbreytta og skemmtilega möguleika.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.