Skip to main content
15. maí 2024

Styrkir til rannsókna á alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu

Styrkir til rannsókna á alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Sagnfræðisjóði Aðalgeirs Kristjánssonar. Markmið sjóðsins er einkum að styrkja rannsóknir á alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu. Umsóknarfrestur er til og með  10. júní 2024.

Heildarfjárhæð úthlutunar er allt að kr. 2.000.000. 

Nánari upplýsingar um sjóðinn og tilgang hans er að finna á vefsíðu sjóðsins.

Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  • Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. 
  • Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt eða hagnýtt gildi.
  • Útdráttur: Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk (hámark 150 orð).
  • Veigameiri lýsing á verkefninu þar sem fram kemur nánari lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og afrakstri (hámark 800 orð).
  • Upphaf verkefnis (mánuður, ár).
  • Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.
  • Samstarfsaðilar og aðrir styrkaðilar verkefnis ef við á.
  • Hvernig styrkurinn verður notaður hljóti verkefnið styrk.
  • Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.
  • Nöfn, símanúmer og netföng tveggja mögulegra meðmælenda.
  • CV og ritaskrá (fylgiskjal).

Hámarkslengd umsóknar skal vera fjórar síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti. 

Styrkþegi skal gera grein fyrir stöðu verkefnisins að ári liðnu. Ef styrkur er ekki nýttur í samræmi við umsókn skal honum skilað.

Áætlað er að úthlutun fari fram í september 2024.

Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands: sjodir@hi.is.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins á sjóðavef Háskóla Íslands, www.sjodir.hi.is. Einnig hjá Helgu Brá Árnadóttur, verkefnisstjóra Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sjodir@hi.is eða Ragnheiði Kristjánsdóttur, formanni stjórnar sjóðsins, ragnhk@hi.is.

Vakin er athygli á því að þann 30. maí næstkomandi, þegar hundrað ár verða liðin frá fæðingu Aðalgeirs, verður haldið málþing þar sem sjóðurinn verður kynntur. Auk þess flytja erindi þeir Kristján Árnason, bróðursonur Aðalgeirs, og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur. Málþingið hefst klukkan 15.00 í fyrirlestrasal Eddu, húss íslenskunnar. 

Um sjóðinn

Sjóðurinn er kenndur við Aðalgeir Kristjánsson, sagnfræðing, og byggist á gjöf hans til Háskóla Íslands. Hann hefur það markmið, samkvæmt erfðaskrá Aðalgeirs, að rannsaka hina sérstöku og sjálfsprottnu alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu sem þar varð til á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu, rætur hennar, einkenni, vöxt hennar og viðgang. 

 

Herðubreið