Samstarf um hnattræna menntun - GatherEd vinnustofa
K- 205, Stakkahlíð
Verið velkomin á vinnustofu um margbreytileika og netvæðingu skóla og samfélags. Tölum saman um hnattræna menntun og kennaramenntun, kennslu í fjölbreytilegum hópum og samskipti við fjölskyldur. GatherEd er samstarfsverkefni fimm háskóla og styrkt af Erasmus+ áætluninni.
Vinnustofur eru til að kynnast sjónarmiðum kennara og stjórnenda grunnskóla í hverju landi áður en lokaafrakstur verkefnisins verður útbúinn en það alþjóðlegt, opið netnámskeið.
Hvar: Stofa K-205 -Menntavísindasvið HÍ, Stakkahlíð
Hvenær: Föstudag 17. maí, kl. 12-16
Vinsamlegast skráið þátttöku eigi síðar en 13. maí hér
12.00-12.30 Hádegismatur
12.30-13.00 Hnattræn menntun – GatherEd, kynning á verkefninu. Kennslufræði fyrir fjölbreytilega nemendahópa og ýmis verkfæri fyrir kennara – Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í fjölmenningarfræðum hjá Menntavísindasviði HÍ
13.00-13.45 Samvinna þátttakenda í verkefni um fjölbreytileika – Hanna Ragnarsdóttir, prófessor í fjölmenningarfræðum hjá
Menntavísindasviði HÍ
13.45-14.15 Nýjar áskoranir í samskiptum heimila og skóla – Kristín Jónsdóttir, dósent í kennslufræðum hjá Menntavísindasviði HÍ
14.15-14.30 Kaffi
14.30-15.15 Námsefni um borgaravitund, réttindi barna og
fleira nýtt og væntanlegt á mms.is – Andri Már Sigurðsson, teymisstjóri á Miðlunarsviði Miðstöðvar
menntunar og skólaþjónustu
15.15-16.00 Umræður um erindin og samantekt
Verið velkomin á vinnustofu um margbreytileika og netvæðingu skóla og samfélags. Tölum saman um hnattræna menntun og kennaramenntun, kennslu í fjölbreytilegum hópum og samskipti við fjölskyldur. GatherEd er samstarfsverkefni fimm háskóla og styrkt af Erasmus+ áætluninni.