Erasmus+ áætlunin leggur mikla áherslu á inngildingu til að gera fleiri nemendum kleift að fara í námsdvöl erlendis. Þetta er gert með sérstökum fjárstuðningi til þeirra sem mæta hindrunum af ýmsum toga. Nemendur Háskóla Íslands sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ eiga kost á að sækja um inngildingarstyrki til Alþjóðasviðs. Sótt er um styrkinn um leið og sótt er um námsdvöl erlendis. Inngildingarstyrkur vegna fötlunar eða heilsufars (byggt á raunkostnaði) Nemendur geta sótt um inngildingarstyrk vegna hindrana sem þau kunna að mæta vegna fötlunar eða heilsufars (líkamlegt eða andlegt). Styrkurinn kemur til viðbótar við hefðbundinn Erasmus+ dvalar- og/eða ferðastyrk. Nemendum sem hyggjast sækja um styrkinn er bent á að hafa samband við Alþjóðasvið eftir að búið er að senda inn umsókn um skiptinám, starfsþjálfun eða styttri dvalir. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá Alþjóðasviði áður en sótt er um. Styrkurinn er byggður á raunkostnaði þannig nemendur þurfa að skila inn kvittunum fyrir þeim kostnaði sem styrkurinn nær yfir. Dæmi um kostnað sem er styrktur: Viðbótarlaunakostnaður aðstoðarmanneskju (vegna dvalar) Ferðakostnaður og uppihald fyrir aðstoðarmanneskju Sérstakt húsnæði til að mæta þörfum nemandans Kostnaður vegna ferðaþjónustu Flutningskostnaður tækjabúnaðar Inngildingarstyrkur vegna færri tækifæra Nemendur geta sótt um inngildingarstyrk sem er byggður á fastri upphæð eða 250 evrur á mánuði og kemur til viðbótar við hefðbundinn Erasmus+ dvalarstyrk. Í styttri stúdentaskiptum er föst upphæð 100 evrur fyrir 5-14 daga og 150 evrur fyrir 15-30 daga. Viðmiðin fyrir skólaárið 2024-2025 eru eftirfarandi: Nemendur sem eru innflytjendur eða börn innflytjenda* Nemendur með stöðu flóttafólks Nemendur sem glíma eða hafa glímt við alvarleg veikindi, langvarandi veikindi eða andlegar áskoranir Nemendur með líkamlega fötlun, þroskafrávik, sjón-/heyrnarskerðingu eða námshamlanir Nemendur með börn undir 18 ára *Innflytjandi er einstaklingur sem er fæddur erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Innflytjendur af annarri kynslóð eru einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra sem báðir eru innflytjendur. Athugið að styrkurinn margfaldast ekki þótt nemendur uppfylli fleiri en eitt viðmið. Frekari upplýsingar um inngildingu og þjónustu Nemendum er bent á að skoða síðuna Inclusive Mobility en þar má finna upplýsingar um inngildingu (e. inclusion) og þjónustu sem háskólar og aðrar stofnanir bjóða upp á fyrir erlenda nemendur. Þar má finna upplýsingar um einstaka háskóla og lönd og einnig reynslusögur nemenda. Mikilvægt er að nemandi kynni sér aðbúnað í móttökuskóla/stofnun eins vel og kostur er og upplýsi móttökuaðila fyrr en síðar um fötlun eða heilsufar sitt svo hægt sé tryggja góða þjónustu við upphaf náms eða þjálfunar. Gagnlegar upplýsingar um aðgengismál og þjónustu háskóla við nemendur með fötlun má finna á eftirfarandi síðum: https://mapped.eu/ https://exchangeability.eu/ https://www.european-agency.org/ Nánari upplýsingar um inngildingarstyrki Erasmus+ facebooklinkedintwitter