Skip to main content

Lyfjavísindi, doktorsnám

Lyfjavísindi

180 eða 240 einingar - Doktorspróf

. . .

Öflugt rannsóknanám, þar sem nemandi vinnur að stóru rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar undir handleiðslu frábærra vísindamanna.

Um námið

Doktorsnám í lyfjavísindum er 3 ára (180e) rannsóknanám, þar sem nemandi vinnur að stóru rannsóknaverkefni á einhverju af sérsviðum lyfjafræðinnar, undir leiðsögn fastra kennara lyfjafræðideildar eða annara hæfra einstaklinga innanlands eða utan.

Sjá nánar um námið í kennsluskrá.

Hvað segja nemendur?

Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Lyfjavísindi - MS og PhD

Ég fór í meistaranám í lyfjavísindum eftir útskrift úr BS-námi í matvælafræði. Meistaranámið í lyfjavísindum fannst mér einstaklega skemmtilegt og mikil verkleg reynsla sem ég öðlaðist þar. Verkefnið var bæði fjölbreytt og krefjandi. Hluta verkefnisins var gert í Finnlandi við Háskólann í Kuopio sem einstaklega skemmtileg reynsla. Meistaraverkefnið þróaðist síðan í doktorsverkefni sem var ögrandi og skemmtilegt. Öll þessi reynsla og vinátta sem ég öðlaðist á þessum tíma hefur nýttist mér vel við vinnu mína sem postdoc og vísindamaður við Háskólann í Lundi og Gautaborg og við mitt núverandi starf sem deildarstjóri lyfjamælinga hjá Alvotech. Enn í dag koma upp aðstæður þar sem ég hef þurft að nýta mér þá kunnáttu og færni sem ég öðlaðist í meistara- og doktorsnámi mínu við Lyfjafræðideildina.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15