12. háskólaþing Háskóla Íslands haldið 11. apríl 2014 í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu
Fundartími: Kl. 13.00-16.00
Dagskrá
Kl. 13.00 – 13.05 Rektor setur háskólaþing, fer yfir dagskrá og tímaáætlun og gerir grein fyrir fundargögnum.
Kl. 13.05 – 13.20 Dagskrárliður 1. Rektor reifar mál sem eru efst á baugi hjá Háskóla Íslands.
Kl. 13.20 – 14.20 Dagskrárliður 2. Reynsla og viðhorf núverandi og fyrrverandi nemenda af námi við Háskóla Íslands.
Kl. 14.20 – 14.35 Dagskrárliður 3. Tilnefning þriggja fulltrúa og þriggja varafulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1.7.2014-30.6.2016.
Kl. 14.35 – 14.55 Fundarhlé.
Kl. 14.55 – 15.00 Dagskrárliður 3 (frh.). Niðurstaða kjörs þriggja fulltrúa og þriggja varafulltrúa í háskólaráð.
Kl. 15.00 – 16.00 Dagskrárliður 4. Nýmæli á sviði náms og kennslu.
Kl. 16.00 Rektor slítur háskólaþingi.
Kl. 13.00-13.05: Fundarsetning
Rektor setti háskólaþing Háskóla Íslands og bauð þingfulltrúa velkomna til starfa. Háskólaþing er haldið í samræmi við lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 sem tóku gildi 1. júlí 2008 og var þetta 12. háskólaþing Háskóla Íslands. Sérstaklega bauð rektor velkomna þá fulltrúa sem mættir voru í fyrsta sinn á þingið. Jafnframt gesti frá samstarfsstofnunum, þau Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, Guðrúnu Nordal, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur, landsbókavörð, Kristínu Jónsdóttur Njarðvík, forstöðumann Endurmenntunar Háskóla Íslands, Maríu Rut Kristinsdóttur, formann Stúdentaráðs og Sigurð Ingvarsson, forstöðumann Rannsóknastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Fundargerð síðasta háskólaþings var send fulltrúum fyrir þingið og bárust engar athugasemdir við hana. Þá gerði rektor grein fyrir tímaáætlun og gögnum fundarins og fól Magnúsi Diðriki Baldurssyni, skrifstofustjóra rektorsskrifstofu og gæðastjóra háskólans, að vera fundarritari.
Kl. 13.05-13.20 - Dagskrárliður 1: Rektor reifar mál sem eru efst á baugi hjá Háskóla Íslands
Rektor fór yfir helstu verkefni frá síðasta háskólaþingi og stærstu mál framundan í starfi Háskóla Íslands.
Efst á baugi
- Kjaraviðræður samninganefnda Félags háskólakennara og ríkisins – staða mála.
- Fjármál – stefnumótun til framtíðar.
- Þverfræðileg samvinna innan Háskóla Íslands.
- Rannsóknasetur Háskóla Íslands.
- Möguleg sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands – staða mála.
- Byggingaframkvæmdir.
- Breytt landslag í kennslu.
Brautskráningar
- 2.700 árið 2013.
- 455 kandídatar brautskráðust í febrúar 2014
Doktorsvarnir 2009-2014
Háskóladagurinn í mars.
Útkoma Tímarits Háskóla Íslands.
Vefmál – nýr vefur og verðlaun
- Vísindavefur Háskóla Íslands, visindavefur.is, hlaut íslensku vefverðlaunin í flokkunum besti vefmiðillinn (janúar).
- Ný heimasíða umhverfis- og sjálfbærnimála www.hi.is/umhverfismal/umhverfismal (mars).
Samstarf og samningar
- Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (febrúar).
- Þjóðminjasafn Íslands (janúar).
Fjársjóður framtíðar – þáttaröð um vísindin í Háskóla Íslands
- Sýnd á alþjóðlegri vísindakvikmyndahátíð í Tékklandi, AFO, í næstu viku.
- Þáttaröðin er tilnefnd sem besta vísindastuttmynd ársins 2013.
- Sýnd nýlega í sænska ríkissjónvarpinu og verður einnig sýnd á YLE 5 í Finnlandi.
- Í þáttunum er fjallað um rannsóknir og nýsköpun við Háskóla Íslands á öllum fræðasviðum.
Aldarafmælissjóður 2011-2014
- Fjárframlag samtals 1,5 milljarðar króna
Árleg skipting:
- Beint til fræðasviða (40% eða 140 m.kr.)
- Ráðstafað skv. ákvörðun fræðasviða
- Nýliðunarsjóður (35% eða 122,5 m.kr.)
- 12 störf nýdoktora og 7 störf lektora
- Innviðir (15% eða 52,5 m.kr.)
- Efling stoðkerfis, efniskaup, rekstur rannsókna, tæki, hugbúnaður, o.fl. samkvæmt forgangsröðun fræðasviða
- Sameiginleg verkefni (10% eða 35 m.kr.)
- Stuðningur við sjóðasókn erlendis, Kennslumálasjóð, rafræna fjarkennslu, nýsköpun og hagnýtingu hugverka, Afreks- og hvatningarsjóð o.fl.
- Stefnumótun um framtíðarfjármögnun Háskóla Íslands skv. ákvæði í samningi um Aldarafmælissjóð og skv. stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar – hefst á næstunni
Styrkir til vísindamanna HÍ
Rannsóknasjóður Vísinda- og tækniráðs 2014:
- Samtals úthlutað 598 m.kr., sem skiptast þannig:
- Öndvegisstyrkir (85 m.kr., 14,2%)
- Rannsóknastöðustyrkir (80 m.kr., 13,3%)
- Verkefnastyrkir (433 m.kr., 72,4%)
- Allir þrír öndvegisstyrkir komu í hlut starfsmanna Háskóla Íslands:
- Áslaug Geirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild, hlaut ásamt Gifford H. Miller 32,3 m.kr.
- Benedikt Halldórsson, fræðimaður við Rannsóknamiðstöð í jarðskjálftaverkfræði, hlaut ásamt Sigurjóni Jónssyni 24,9 m.kr.
- Snorri Þór Sigurðsson, prófessor við Raunvísindadeild, hlaut 28,9 m.kr.
Rannsóknasjóður Háskóla Íslands:
- Úthlutað var 239 m.kr.
7. rammaáætlun ESB:
- Framlag til vísindamanna HÍ 1,9 milljarðar króna (11,8 milljónir evra)
Styrkir til nemenda og kennara:
- Þórsteinssjóður – styrktarsjóður Háskóla Íslands (desember)
- Fimm styrkir til blindra og sjónskertra nemenda við Háskóla Íslands
- Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents– styrktarsjóður HÍ (desember)
- Herbjörg Andrésdóttir, BS-nemi í umhverfis- og byggingarverkfræði
- Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar (desember)
- Styrkir til 17 vísindamanna og doktorsnema á sviði læknisfræði, lífvísinda, hjúkrunarfræði, matvæla- og næringarfræði og lyfjafræði
- Minningarsjóður Bjargar ljósmóður og Magnúsar bónda– styrktarsjóður Háskóla Íslands (desember)
- Sigríður Sía Jónsdóttir, lektor
- Klínískir styrkir til 10 ungra vísindamanna á Landspítala (janúar)
- Meistara- og doktorsnemar við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands
- Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur – styrktarsjóður Háskóla Íslands (janúar)
- Kristín Georgsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
- Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Schewings Thorsteinssonar lyfsala– styrktarsjóður HÍ (mars)
- Fjórir doktorsnemar við Lyfjafræðideild hlutu styrk
- Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar (mars)
- 56 m.kr. úthlutað. 23 af 37 styrkjum til vísindamanna og nemenda Háskóla Íslands
Velunnarar Háskóla Íslands
- Skjalasafn HÍ vinnur að gerð skrár um gjafir sem Háskóla Íslands hafa borist 1911-2014
- Um er að ræða Peningagjafir, fasteignir, jarðir, bækur, tæki, listaverk o.fl.
- Sýna virðingu með smekklegum hætti, halda á lofti heiðri velgjörðarmanna
Þverfræðilegt samstarf innan Háskóla Íslands
Samhæfing milli fræðigreina, skv. Stefnu Háskóla Íslands 2011-2016 og áherslum í starfsáætlun háskólaráðs 2013-2014:
- Endurnýjanleg orka
- Umsjón með samhæfingu: Sigurður Magnús Garðarsson (síðar Sigrún Nanna Karlsdóttir)
- Málefni norðurslóða
- Umsjón með samhæfingu: Brynhildur Davíðsdóttir
- Fjarkönnun
- Umsjón með samhæfingu: Jón Atli Benediktsson
- Sjávarútvegur
- Umsjón með samhæfingu: Daði Már Kristófersson
- Lífvísindi
- Umsjón með samhæfingu: Eiríkur Steingrímsson
Dæmi um þverfræðilega nálgun: ‘Fötlun og menning - Íslandssagan í öðru ljósi’
- Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur í fötlunarfræði, 2014
- Ritstjórar Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson, Kristín Björnsdóttir
- Fötlunarfræði
- Læknisfræði
- Félagsfræði
- Norræn fræði
- Sálfræði
- Safnafræði
- Sagnfræði
- Bókmenntafræði
- Menntunarfræði
- Listfræði
Starfshópur háskólaráðs greinir sóknarfæri og hindranir fyrir þverfræðilegu samstarfi
- Formaður: Daði Már Kristófersson
Þverfræðileg samvinna stúdenta
- Team SPARK afhjúpar nýjan rafknúinn kappakstursbíl (apríl)
- Nemar í véla-, iðnaðar-, rafmagns- og tölvu- og hugbúnaðarverkfræði, fjölmiðlafræði, ásamt nemum í vöruhönnun við LHÍ
- Umsjón með samhæfingu: Ragnheiður Björk Halldórsdóttir
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands
Meginhlutverk er að efla rannsókna- og fræðastarf HÍ um land allt með því að:
- styrkja rannsóknir á landsbyggðinni
- nýta staðbundnar aðstæður í umhverfi og atvinnugreinum til rannsókna
- veita nemendum aðstöðu til vettvangsnáms
- vera virkir þátttakendur í starfsemi svæðisbundins þekkingarsamfélags
- styrkja tengsl HÍ við atvinnu- og þjóðlíf
- 7 rannsóknasetur á 9 starfsstöðvum
- Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
- Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi
- Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum
- Rannsóknasetur HÍ á Skagaströnd
- Rannsóknasetur Hí á Húsavík
- Rannsóknasetur HÍ á Höfn
- Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi
- Starfsemi á vegum Stofnunar rannsóknasetra HÍ á Austurlandi
Helstu rannsóknasvið:
- Suðurnes: Lífríki sjávar, einkum eiturefnavistfræði, áhrif mengandi efna á sjávarlífverur og grjótkrabbar
- Snæfellsnes: Umhverfi og fuglalíf Breiðafjarðar, einkum æðarfugl og aðrir sjófuglar
- Vestfirðir: Lífríki sjávar, einkum þorskur. Fornleifafræðirannsóknir á strandsvæðum og neðansjávar. Ferðamálafræðirannsóknir
- Norðurland vestra: Réttarsaga, munnleg saga og menningartengd ferðaþjónusta
- Húsavík: Hvalir, tjáskipti og atferli þeirra, áhrif hvalaskoðunar og veiða
- Höfn: Umhverfismál og náttúruvernd, einkum í tengslum við ferðaþjónustu og starfsemi á friðlýstum svæðum. Einnig rannsóknir á bókmenntum og listum
- Suðurland: Landnotkun, náttúra landsins og vaðfuglar
Möguleg sameining Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands
Bókun háskólaráðs HÍ 10. apríl 2014:
„Háskólaráð HÍ telur mikilvægt að mörkuð sé stefna um ábyrgð og hlutverk Íslendinga í fæðuframleiðslu, nýtingu lands, sjávar, vatns og annarra auðlinda. Mikilvægt er að slík stefna byggi á rannsóknum, nýsköpun og sjálfbærni. Samkvæmt spá Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er gert ráð fyrir að á næstu 35 árum þurfi að auka matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til að sjá farborða vaxandi fjölda fólks og koma til móts við breyttar neysluvenjur.
Háskóli Íslands leggur áherslu á að vísindastarfsemi á sviðum lífvísinda, búvísinda, matvæla- og næringarfræði, matvælaverkfræði, auðlindahagfræði, sjávarrannsókna, umhverfisfræði og landnýtingar verði efld til að skapa grundvöll fyrir sókn. Háskólaráð telur að fjármagn sem varið er til þessara málaflokka sé þjóðhagslega mjög arðbær fjárfesting, og mikilvægt að veita dreifðum kröftum í einn farveg. Háskólaráð hvetur því alla sem kjósa uppbyggingu og sókn til framfara til að skoða áfram með opnum huga þau tækifæri sem kynnu að skapast með sameiningu HÍ og LbhÍ.
Verði ákvörðun tekin um sameiningu háskólanna er háskólaráð HÍ reiðubúið að vinna að því að ofangreind markmið nái fram að ganga á núverandi starfsstöðvum háskólanna, í samræmi við bókun ráðsins frá 7. nóvember 2013.“
Framkvæmdir
- Vísindagarðar
- Framkvæmdir hafnar við byggingu hátækniseturs Alvogen
- Háskólabíó
- Viðgerðum á ytra byrði lýkur í sumar
- Breytt skipulag á 1. hæð, aðstaða fyrir nemendur
- Tæknigarður:
- Miklar breytingar á 1. hæð (feb.-sept. 2014)
- Verkfræði- og náttúruvísindasvið fær u.þ.b. 450 m2
- Matar- og kaffisala verður endurvakin
- Aragata 9
- Kennslumiðstöð flyst úr íþróttahúsi í Aragötu 9
- Hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
- Framkvæmdir í undirbúningi
- Hús íslenskra fræða
- Áætluð frestun á framkvæmdum til 2015
Nýr Landspítali og húsnæði fyrir Heilbrigðisvísindasvið HÍ
- Nýr Landspítali : 1. áfangi 76.000 m2
- Meðferðarkjarni (58.500 m2), rannsóknahús (14.000 m2), sjúkrahótel (4.000 m2)
- Heilbrigðisvísindasvið HÍ: 1. áfangi 23.000 m2
- Nýbygging (9.000 m2), Læknagarður (10.000 m2), Eirberg (3.800 m2)
- Markmið að verði tilbúið á sama tíma og meðferðarkjarni LSH
- Hagfræðistofnun HÍ vinnur að athugun á þjóðhagslegum áhrifum nýs háskólasjúkrahúss o.fl. atriða er lúta að framkvæmdinni
- Stofnfundur landssamtakanna Spítalinn okkar var haldinn 9. apríl. Markmið er að vinna að nýbyggingu og endurnýjun Landspítalans þannig að húsakostur og umhverfi sjúklinga og aðstaða starfsfólks þjóni nútíma þörfum.
Gæðamat og úttektir
- Sjálfsmat allra deilda (25) og þverfræðilegra námsleiða (2) Háskóla Íslands á tímabilinu 2011-2015
- 11 deildir og þverfræðilegar námsleiðir hafa skilað endanlegri sjálfsmatsskýrslu
- 8 deildir eru langt komnar með matsvinnuna
- Síðustu 8 deildirnar fara í mat haustið 2014
- Fyrstu deildirnar hafa skilað greinargerð um eftirfylgni
- Heildarmat á Háskóla Íslands
- Sjálfsmatsskýrslu skilað í nóvember 2014
- Vettvangsheimsókn ytri matshóps í janúar 2015
- Niðurstöður birtar í mars/apríl 2015
- Úttekt á árangri sameiningar KHÍ og HÍ og stöðu kennaramenntunar
- Sjálfsmatsskýrslu skilað vorið 2014
- Ytri matsskýrslu skilað haustið 2014
Nýmæli á sviði náms og kennslu
- Tilraunir með gerð og nýtingu netnámskeiða (MOOC) og blandað kennsluform
- Icelandic Online 5 hleypt af stokkunum
- Árlegt málþing kennslumálanefndar, Stúdentaráðs, gæðanefndar, Kennslumiðstöðvar um nýmæli á sviði náms og kennslu 28. febrúar
- Starfshópur um vefstudda kennslu og nám skipaður af háskólaráði í desember 2012
- Kynnti nýjar áskoranir og tækifæri á háskólaþingi apríl 2013
- Skilaði háskólaráði skýrslu í júní 2013 og var falið að fylgja málinu eftir
- Markvissar tilraunir gerðar í vetur og verða kynnt dæmi á þessu háskólaþingi
Háskólalest Háskóla Íslands 2014
- 8. og 10. maí á Laugarvatni
- 16. og 17. maí í Vestmannaeyjum
- 23. og 24. maí á Hólmavík
- 30. - 31. maí á Dalvík
- 22. og 23. ágúst í Grundarfirði
- 29. og 30. ágúst á Vopnafirði
Háskólalest Háskóla Íslands verður Norræna þekkingarlestin
- Hluti af framlagi Íslands á formennskuárinu í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014
Á næstunni
- Heilsumánuður HÍ hófst 1. apríl og endar með Háskólahlaupi 8. maí
- Með fróðleik í fararnesti - á slóðum kræklingsins í Hvalfirði 12. apríl, fuglaskoðun í Grafarvogi 3. maí, skordýraskoðun í Elliðaárdal 12. júní
- Árlegur samráðsfundur með Félagi skólameistara framhaldsskóla 12. maí
- Vorfagnaður starfsfólks 16. maí
- Úthlutun doktorsstyrkja 21. maí
- Háskóli unga fólksins 10.-14. júní
- Úthlutun úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands 18. júní
- Brautskráning kandídata í Laugardalshöll 21. júní
Kl. 13.20-14.20 - Dagskrárliður 2: Reynsla og viðhorf núverandi og fyrrverandi nemenda af námi við Háskóla Íslands
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, gerði grein fyrir málinu.
Forsendur
- Árið 2011 tók til starfa Gæðaráð íslenskra háskóla
- Gæðaráðið setti fram rammaáætlun um eflingu gæða á sviði æðri menntunar á Íslandi (e. Icelandic Quality Enhancement Framework) og birti í sérstakri handbók
- Rammaáætlunin kveður á um að á fimm ára tímabili skuli fara fram kerfisbundið mat á gæðum háskólastarfs á Íslandi
- Felst matið annars vegar í innra mati (sjálfsmati) háskólanna á faglegri starfsemi sinni og hins vegar í ytra mati Gæðaráðs á háskólunum
Áherslur rammaáætlunarinnar
- Matið tekur til náms, kennslu og prófgráða á öllum námsstigum
- Matið leggur áherslu á gæði, þ.e. hvernig háskólinn tryggir gæði náms, kennslu og prófgráða á öllum námsstigum og hvernig niðurstöður gæðamats eru nýttar með skipulegum hætti til að bæta starfsemina – þannig að stefna, aðgerðir, árangursmat og úrbætur myndi samfellt umbótaferli
- Áhersla á að matið endurspegli viðhorf og reynslu núverandi og fyrrverandi nemenda af námi og kennslu
- Hvernig aflar háskólinn með skipulegum og reglubundnum hætti upplýsinga um þetta?
- Hvernig eru upplýsingar nýttar, m.a. í innlendum og erlendum samanburði, til að tryggja og efla gæði námsins?
Viðhorfskannanir
- Félagsvísindastofnun hefur frá árinu 2011 gert umfangsmiklar kannanir á reynslu og viðhorfum nemenda:
- Grunnnemar á 2. ári (árlega)
- Meistaranemar (annað hvert ár)
- Doktorsnemar (annað hvert ár)
- Brautskráðir (1 ½ ári eftir brautskráningu) (árlega)
- Könnun á nýtingu og gagnsemi stoðþjónustu sem tengist náminu
- Spurningalistinn fyrir núverandi nemendur byggir á National Student Survey í Bretlandi og listinn fyrir útskrifaða nemendur byggir á Destination of Leavers from Higher Education – gefur kost á alþjóðlegum samanburði
- Frá 2013/2014 taka allir opinberu háskólarnir þátt í verkefninu – gefur kost á innlendum samanburði
Aðferð
- Net- / símakönnun
- Svarhlutfall 60-67%
- Lágmarkshlutfall 50% í hverri deild
- Spurningalistar byggja á rúmlega 20 spurningum sem flokkaðar eru í 6 yfirþætti:
- Kennsla og nám
- Námsmat og endurgjöf
- Stuðningur í námi
- Skipulag og stjórnun
- Námsgögn og aðstaða
- Persónuleg færni
- Auk þess nokkrar spurningar sem tengjast bein stefnu HÍ
- Ýmsar spurningar um gengi að námi loknu lagðar fyrir útskrifaða nemendur
Mat á námsreynslunni – ferli
Almenn ánægja með gæði náms eftir námsstigum
Almenn ánægja með gæði náms 2013
Almenn ánægja með gæði náms – grunnnemar 2013
Almenn ánægja með gæði náms – meistaranemar 2013
Almenn ánægja með gæði náms 2013 – útskrifaðir úr framhaldsnámi
Þættir – grunnnemar – HÍ 2013
Þættir – grunnnemar – HÍ eftir árum
Þættir - grunnnemar – HÍ og Bretland 2013
HÍ í samanburði við einstaka skóla í Bretlandi
Tengist ánægja nemenda hlutfalli á milli kennara og nemenda?
- Þar sem nemendur eru fleiri á kennara eru þeir ólíklegri til að vera sammála:
- Ég hef fengið ítarlega umsögn um verkefni mín
- Kennsluhættir eru fjölbreyttir
- Þar sem nemendur eru færri á kennara eru þeir ólíklegri til að vera sammála:
- Endurgjöf á verkefni mín hefur verið innan eðlilegra tímamarka
- Allar breytingar á námi og kennslu hafa verið vel kynntar
- Veikt en marktækt samband er á milli heildaránægju nemenda og hlutfalls á milli fjölda kennara og nemenda
Hvað eru nemendur að gera ári eftir útskrift?
Í hvaða erlenda háskóla fara nemendur helst strax eftir útskrift?
- Danmarks Tekniske Universitet (DTU)
- Chalmers Tekniska Högskola
- ETH Zürich
- KTH Kunglig Tekniska Högskolan
- Lund Universitet
- CBS Handelshøjskolen
- Københavns Universitet
- Århus Universitet
Til umræðu
- Hvernig má miðla gögnum og nýta þau betur?
- Kynningar á einstökum sviðum, t.d. þingum fræðasviða og/eða í deildum?
- Skipuleg kynning meðal nemenda?
- Frekari úrvinnsla gagna – t.a.m. skoða samband við ýmsa ytri þætti?
- Opinber birting niðurstaðna?
Rektor þakkaði Guðbjörgu Andreu fyrir kynninguna og gaf orðið laust.
Forseti Heilbrigðisvísindasviðs þakkaði fyrir kynninguna og sagði fróðlegt að sjá hvernig niðurstöður viðhorfskannana munu þróast. Þá tók forsetinn undir með Guðbjörgu Andreu og sagði mikilvægt að nýta þessi gögn vel og kynna þau rækilega innan fræðasviða og deilda.
Kjörinn fulltrúi Menntavísindasviðs lýsti ánægju með kynninguna og sagði umrædd gögn geta nýst afskaplega vel. Áhugavert væri að sjá að viðhorf nemenda Háskóla Íslands væru ekki ýkja frábrugðin því sem tíðkast í öðrum löndum. Loks beindi fulltrúinn þeirri spurningu til Guðbjargar Andreu, hvað átt væri við með “persónulegri færni”?
Guðbjörg Andrea svaraði því til að með “persónulegri færni” væri td. átt við öryggi í framkomu, hæfni til að tjá sig skriflega og munnlega og til að takast á við ný vandamál.
Deildarforseti Jarðvísindadeildar sagði að um viðamikil gögn væri að ræða og mikilvægt að leita leiða til að greina kjarnann frá hisminu. Þá varpaði hann því fram, hvort gagnlegt gæti verið að spyrja brautskráða nemendur þegar lengra væri liðið frá útskrift, t.d. fimm árum í stað tveggja eins og nú væri gert.
Aðstoðarrektor vísinda og kennslu sagði að auk þeirra gagna um doktorsnema sem Félagsvísindastofnun aflaði sinnti Miðstöð framhaldsnáms markverðri gagnaöflun og brátt að vænta nýrra upplýsinga um doktorsnám við Háskóla Íslands.
Forseti Lyfjafræðideildar lýsti þeirri skoðun að gögnin úr viðhorfskönnunum væru full viðamikil og erfitt að glöggva sig á þeim.
Guðbjörg Andrea sagðist sammála því að um viðamiklar upplýsingar væri að ræða, en unnið er að því að einfalda framsetningu þeirra.
Gæðastjóri háskólans tók undir með Guðbjörgu Andreu og sagði að verið væri að skoða leiðir til að birta gögnin með skilvirkum hætti. Varðandi spurningu deildarforseta Jarðvísindadeildar um hvort heppilegra væri að spyrja brautskráða nemendur síðar en nú væri gert sagði hann að við undirbúning málsins hefði þetta verið rætt ítarlega og hefði það verið niðurstaðan að leggja könnunina fyrir um tveimur árum eftir brautskráningu. Í sjálfu sér væri ekki til einn réttur tímapunktur til að leggja þessa könnun fyrir og eðli máls samkvæmt fengjust nokkuð ólíkar niðurstöður eftir því hversu langt væri liðið frá brautskráningu. Á Bretlandseyjum væri könnunin lögð fram enn fyrr, en til álita kæmi að spyrja t.d. bæði tveimur og fimm árum eftir brautskráningu.
Fulltrúi rannsóknasetra Háskóla Íslands á landsbyggðinni sagði það orka tvímælis að í einstöku deildum væru 100% nemenda ánægðir eða mjög ánægðir með námið. Ef til vill væri rétt að setja ‘þak’ á niðurstöðurnar.
Forseti Sagnfræði- og heimspekideildar rifjaði upp að á síðasta háskólaþingi hefði verið til umfjöllunar röðun Háskóla Íslands á matslista Times Higher Education World University Ranking og forsenda hennar. Á þinginu hefði m.a. verið boðuð nánari kynning og væri fróðlegt að fregna hvenær hún færi fram.
Deildarforseti Raunvísindadeildar sagði mikilvægt að nota niðurstöður viðhorfskannanna í tengslum við gæðastarf og sjálfsmat deilda, en gagnlegt væri að fá leiðbeiningu um hvernig best væri að bera sig að við það.
Deildarforseti Stjórnmálafræðideildar lýsti ánægju með framtakið og sagði skipulegar viðhorfskannanir meðal núverandi og fyrrverandi nemenda vera eitt mikilvægasta tæki sem til væri til að meta og mæla gæði háskólastarfsins. Gagnsemin kæmi einkum fram í samanburðinum – við fyrri niðurstöður, við aðrar deildir og fræðasvið og við aðra innlenda og erlenda háskóla. Varðandi öflun, greiningu og miðlun tölulegra upplýsinga sagði deildarforsetinn að þessum málum hefði farið mikið fram innan Háskóla Íslands á síðustu árum og gilti það einnig um reglubundna starfsmannakönnun.
Kjörinn fulltrúi stúdenta spurði hvort einhver tengsl væru á milli atvinnulífstengingar náms og ánægju og viðhorfa nemenda.
Guðbjörg Andrea brást við framkomnum spurningum. Sagði hún að 100% ánægja væri fátíð og ætti vanalega ekki við nema um svör við einstökum spurningum. Varðandi spurningu fulltrúa stúdenta sagði hún að í viðhorfskönnunum væri m.a. spurt um ýmis tengsl við atvinnulíf.
Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs lýsti þeirri skoðun að birta ætti niðurstöður viðhorfskannanna opinberlega. Tími væri til kominn að svipta burt helgi af upplýsingum sem þessum og háskólinn ætti að sýna hugrekki við miðlun þeirra, hvort sem niðurstöður væru jákvæðar eða neikvæðar.
Forseti Félags- og mannvísindadeildar tók undir með öðrum fulltrúum á háskólaþingi og sagði viðhorfskannanirnar vera mjög mikilvægt mælitæki í gæðastarfi og samanburði á milli ára. Gleðilegt væri hvað niðurstöðurnar væru almennt jákvæðar og lýstu mikilli ánægju nemenda með nám við Háskóla Íslands. Þó væru skýrar vísbendingar um að hlutfall fjölda nemenda og kennara hefði áhrif á niðurstöðurnar og þar kæmu reikniflokkarnir sannarlega við sögu.
Forseti Félagsvísindasviðs þakkaði Guðbjörgu Andreu fyrir kynninguna. Tók hann undir með þeim sem hefði tekið til máls á undan honum og sagði viðhorfskannanirnar vera ómetanlegt tæki í gæðastarfi háskólans. Þá tók forsetinn undir með deildarforseta Félags- og mannvísindadeildar og sagði mikilvægt að bera upplýsingar um viðhorf nemenda saman við hlutlæg bakgrunnsgögn, s.s. um námsgengi nemenda.
Formaður stjórnar Raunvísindastofnunar, sem jafnframt er fulltrúi í gæðanefnd háskólaráðs, sagði ákaflega fróðlegt að sjá niðurstöður þessara kannana. Sagði fulltrúinn kannanirnar hafa verið kynntar og ræddar á vettvangi gæðanefndar og væri ánægjulegt að sjá hvað Háskóli Íslands kæmi almennt vel út í samanburði við erlenda háskóla. Þetta gæti þó verið tvíbent á sama tíma og háskólinn væri fjársveltur. Varðandi fyrirspurn deildarforseta Sagnfræði- og heimspekideildar um kynningu á forsendum röðunar Háskóla Íslands á matslista Times Higher Education World University Ranking sagði fulltrúinn einkum mikilvægt að fá upplýsingar um framlag einstakra deilda til útkomu Háskóla Íslands.
Rektor sagði athyglisvert og sjá hve mikill munur væri á ánægju grunn- og framhaldsnema.
Aðstoðarrektor vísinda og kennslu brást við fyrirspurnum um kynningu á niðurstöðum Times Higher Education og sagði hana vera í undirbúningi og verða auglýsta á næstunni.
Gæðastjóri brást við spurningu deildarforseta Raunvísindadeildar um hvernig best væri að nýta gögnin. Sagði hann að í leiðbeiningum Háskóla Íslands fyrir sjálfsmat deilda væri fjallað um þetta og m.a. bent á rýnihópa með nemendum til að fjalla um niðurstöðurnar og dýpka merkingu gagnanna. Einnig væri mikilvægt að tengja huglæg viðhorf við hlutlægar upplýsingar, s.s. um hlutfall fjölda kennara og nemenda, námsárangur o.fl. Þá tók gæðastjóri undir með forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs um að ástæðulaust væri að halda leynd yfir gögnum sem þessum. Loks lýsti hann sig sammála því sem fram hefði komið um að ánægjulegt væri hveru jákvæðar niðurstöðurnar væru á heildina litið. Jafnframt sýndu gögnin þó fram á ákveðna veikleika, s.s. varðandi endurgjöf til nemenda, og væri mikilvægt að greina þá betur og leggja á ráðin um úrbætur.
Fleiri tóku ekki til máls. Að umræðu lokinni bar rektor upp svohljóðandi tillögu að bókun:
„Háskólaþing telur mikilvægt að aflað sé með skipulegum og reglubundnum hætti upplýsinga um reynslu og viðhorf núverandi og fyrrverandi nemenda til náms og kennslu við Háskóla Íslands. Mikilvægt er að þær upplýsingar séu kynntar og ræddar meðal starfsmanna og stúdenta skólans og notaðar sem innlegg í skipulegt gæðastarf náms og kennslu. Í þessu samhengi er gagnlegt að bera gögnin saman við samsvarandi upplýsingar sem aflað er um viðhorf og reynslu nemenda í öðrum innlendum og erlendum háskólum.“
Samþykkt einróma.
Til máls tóku undir þessum lið, auk rektors og Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, þau Inga Þórsdóttir, Börkur Hansen, Magnús Tumi Guðmundsson, Jón Atli Benediktsson, Már Másson, Magnús Diðrik Baldursson, Lára Magnúsardóttir, Svavar Hrafn Svavarsson, Hafliði Pétur Gíslason, Ómar H. Kristmundsson, Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, Hilmar Bragi Janusson, Helgi Gunnlaugsson, Daði Már Kristófersson og Bryndís Brandsdóttir.
Kl. 14.20 – 14.35 - Dagskrárliður 3: Tilnefning þriggja fulltrúa og þriggja varafulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1.7.2014-30.6.2016
Rektor bar upp tillögu um að Elín Blöndal, lögfræðingur Háskóla Íslands, yrði falið að hafa umsjón með kosningunni og að Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs, og Halldór Jónsson, sviðsstjóri vísinda- og nýsköpunarsviðs, yrðu henni til aðstoðar.
Samþykkt einróma.
Elín fór yfir framkvæmd kosningarinnar.
Í 6. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 væri kveðið á um skipan háskólaráðs í háskóla þar sem væru fleiri en 5.000 nemendur. Þar kæmi fram að auk rektors ættu sæti í ráðinu tíu fulltrúar, tilnefndir til tveggja ára í senn:
- Þrír fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi [háskólaþingi í HÍ].
- Tveir fulltrúar tilnefndir af heildarsamtökum nemenda við háskólann.
- Tveir fulltrúar tilnefndir af mennta- og menningarmálaráðherra.
- Þrír fulltrúar tilnefndir af þeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði.
Í 3. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 væri kveðið á um hvernig staðið skuli að tilnefningu og kjöri fulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð Háskóla Íslands. Tilnefning fulltrúanna þriggja og þriggja varamanna fyrir tímabilið 1. júlí 2014 til 30.júní 2016 færi fram á þessu háskólaþingi.
Í samræmi við reglurnar hefði verið auglýst eftir ábendingum og framboðum um fulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð.
Alls hefðu borist 6 framboð. Allir frambjóðendur uppfylltu skilyrði 3. gr. reglnanna um að vera akademískir starfsmenn Háskóla Íslands í fullu starfi (a.m.k. 75% starfshlutfall), en þó hvorki forseti fræðasviðs, deildarforseti eða varadeildarforseti. Gögn um starfsvettvang frambjóðenda og stutt lýsing starfsferils þeirra hefðu verið send út með fundarboði og gert væri ráð fyrir að þingfulltrúar hefðu kynnt sér þau.
Í framboði væru:
- Ebba Þóra Hvannberg, prófessor við Iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði. (Hún hefur setið sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði sl. tvö ár).
- Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs. (Hann hefur verið varafulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði sl. tvö ár).
- Hákon Hrafn Sigurðsson, dósent við Lyfjafræðideild á Heilbrigðisvísindasviði. (Hann hefur verið varafulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði sl. tvö ár).
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Kennaradeild á Menntavísindasviði.
- Soffía Auður Birgisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði. (Hún hefur áður verið varafulltrúi í Háskólaráði í eitt tímabil).
- Stefán Hrafn Jónsson, dósent við Félags- og mannvísindadeild á Félagsvísindasviði.
Kosningin færi þannig fram að:
- Dreift yrði kjörseðlum til þeirra sem hefðu atkvæðisrétt.
- Á kjörseðlinum væru nöfn þeirra sem kosið væru um í stafrófsröð.
- Hver atkvæðisbær fulltrúi greiddi skriflega atkvæði sitt með þremur (og aðeins þremur) frambjóðendum, að öðrum kosti væri atkvæðaseðillinn ógildur.
- Atkvæðisbærir væru:
- Rektor (1)
- Forsetar fræðasviða eða eftir atvikum staðgenglar þeirra (5)
- Deildarforsetar (24 – einn deildarforseti væri fjarverandi og varadeildarforseti hans einnig)
- Fulltrúar kjörnir af fræðasviðum (17)
- Fulltrúar samtaka háskólakennara (2)
- Fulltrúar starfsmanna við stjórnsýslu (2)
- Fulltrúar tilnefndir af stofnunum, einn fyrir hverja stofnun:
- Landspítala (1)
- Landsbókasafn-háskólabókasafn (1)
- Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum (1)
- Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (1)
- Raunvísindastofnun Háskólans (1)
- Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands (1)
Stúdentar hefðu ekki atkvæðisrétt í þessari kosningu, þar sem þeir kysu sérstaklega sína tvo fulltrúa í háskólaráði.
Með atkvæðisrétt færu því samtals 57 fulltrúar.
Þegar atkvæði hefðu verið talin skyldi sá sem flest atkvæði hlyti í kjörinu tilnefndur sem fulltrúi í háskólaráð. Jafnframt skyldi sá tilnefndur sem hlyti næstflest atkvæði og væri áskilið að hann væri starfandi á öðru fræðasviði en sá sem flest atkvæði hlyti. Þriðji fulltrúi háskólasamfélagsins skyldi vera sá sem flest atkvæði hlyti á háskólaþingi að hinum tveimur frátöldum og væri jafnframt starfandi á öðru fræðasviði en þeir. Varamenn fulltrúanna þriggja yrðu þeir þrír sem hlyti flest atkvæði að tilnefndu fulltrúunum frátöldum. Sá varamaður sem flest atkvæði hlyti yrði varamaður þess tilnefnds fulltrúa sem flest atkvæði fengi, annar væri varamaður annars aðalmanns og þriðji væri varamaður þriðja aðalmanns. Ef atkvæði væru jöfn í vali á milli manna skyldi hlutkesti ráða. Tilnefning væri bindandi og viðkomandi skylt að taka tilnefningu til setu í háskólaráði til tveggja ára. Að lokinni kosningu og talningu atkvæða yrði lesin upp röð frambjóðenda eftir atkvæðafjölda.
Spurði Elín hvort einhver hefði athugasemdir við það verklag á kosningunni sem lýst hefði verið. Engin athugasemd var gerð og því gengið til kosningar. Sagði Elín að næst yrði atkvæðaseðlum dreift og á borðinu við dyrnar að Hátíðasal væri kjörkassi sem útfylltum kjörseðlum skyldi stungið í. Í framhaldinu yrði gert stutt kaffihlé á meðan atkvæði yrðu talin.
Kl. 14.20-14.35 - Kaffihlé
Að loknu kaffihléi og talningu atkvæða kynnti Elín niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar:
- Ebba Þóra Hvannberg
- Stefán Hrafn Jónsson
- Eiríkur Rögnvaldsson
- Hákon Hrafn Sigurðsson
- Soffía Auður Birgisdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Sagði Elína að Eiríkur og Stefán Hrafn hefðu fengið jafn mörg atkvæði og því hefði þurfti að varpa hlutkesti um röð þeirra.
Atkvæðisrétt hefðu haft 57 fulltrúar á háskólaþingi, atkvæði hefðu greitt 52, engir seðlar hefðu verið auðir og ógildir og gildir kjörseðlar 52.
Kl. 15.00-16.00 - Dagskrárliður 4: Nýmæli á sviði náms og kennslu
Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent og formaður verkefnisstjórnar um vefstudda kennslu og netnámskeið, gerði grein fyrir málinu.
Forsaga
- Á Háskólaþingi 19. apríl 2013:
- Kynnt drög að skýrslu um opin netnámskeið (MOOC)
- Helstu tillögur:
- Gera tilraunir með að nýta utanaðkomandi netnámskeið
- Gera tilraunir með að búa til eigin opin netnámskeið
- Sumar 2013:
- Stofnuð verkefnastjórn um netnámskeið
- Hjálmtýr Hafsteinsson, Guðrún Geirsdóttir, Róbert Haraldsson
Tilraunir
Nýjungar í kennslumálum
- Ákveðið að gera tilraunir með að nýta netnámskeið frá öðrum á vormisseri 2014
- Haust 2013:
- Auglýst eftir þátttakendum
- 7 aðilar byrjuðu
- Staða núna:
- 4 hafa að mestu lokið sínum tilraunum
- 3 hættu við eða frestuðu tilraunum
Notkun:
- Verkefni innan námskeiðs
- Önnur leið til að læra námsefnið
- Fléttað saman við staðkennslu í HÍ
Aðrar nýjungar
Nýjungar í kennslu − ekki bara MOOC!
- Upplýsingatæknin opnar ýmsa möguleika:
- Hvetja nemendur til að mæta í tíma
- Gera fjarnám auðveldara
- Koma til móts við ólíkan bakgrunn nemenda
- Auka óformleg samskipti nemenda og leiðbeinenda
Næstur tók Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, til máls.
Tilraunir með nýtingu opins vefnámskeiðs og vendikennslu
Efni kynningarinnar
- Tvenns konar tilraunir með nýja kennsluhætti
- í tveim námskeiðum í íslensku á vormisseri 2014
- Nýting opins vefnámskeiðs (MOOC)
- í námskeiðinu ÍSL701M, Tölvur og tungumál
- 10e millistigsnámskeið í íslenskri málfræði
- Vendikennsla – fyrirlestrar teknir upp fyrir fram
- í námskeiðinu ÍSL209G, Málkerfið – hljóð og orð
- 10e grunnnámskeið (2. misseri) í íslensku BA
ÍSL701M Tölvur
- Tilgangur námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum hvernig tölvur eru notaðar við greiningu og meðferð tungumálsins og hvernig tungumálið er notað innan tölvu- og upplýsingatækni
- Fjallað verður um vélræna mörkun orða og þáttun setninga, einræðingu merkingar, leiðréttingarforrit, talkennsl, talgervingu, tíðniathuganir o.fl. Nemendur verða þjálfaðir í notkun einfaldra málvinnsluforrita. Einnig verða ýmis málleg gagnasöfn kynnt og skoðað hvernig megi nýta þau til að afla margs konar upplýsinga um tungumálið. Íslensk verkefni á sviði máltækni og mállegra gagnasafna verða kynnt sérstaklega
- Kennslan fer fram í fyrirlestrum og æfingatímum. Nemendur fá margvísleg verkefni til úrlausnar og skila úrlausnum ýmist munnlega í tímum eða skriflega.
Hæfniviðmið námskeiðsins
Í lok námskeiðsins eiga stúdentar að:
- skilja grunnforsendur vélrænnar greiningar á rituðu og töluðu máli og átta sig á vandkvæðum við slíka greiningu
- þekkja helstu rafræn gagnasöfn á sviði málfræði og máltækni, bæði innlend og erlend, og átta sig á gildi þeirra við málrannsóknir
- þekkja grunnforsendur vélrænna þýðinga og átta sig á möguleikum og takmörkunum þýðingarforrita
- geta unnið margvíslegar upplýsingar úr mállegum gagnasöfnum og túlkað þær
- geta notað einföld forrit til að gera athuganir á mállegum gögnum
Stúdentar á meistarastigi eiga enn fremur að:
- þekkja og skilja muninn á fræðilegri málfræði og gagnamálfræði og geta borið þetta tvennt saman á sjálfstæðan hátt
- geta notað málleg gagnasöfn og máltæknihugbúnað til að gera sjálfstæða og frumlega rannsókn á tilteknu atriði í íslensku máli.
Kennsluáætlun: Skipulag og kennsluaðferðir
- Inn í námskeiðið verður fléttað netnámskeiðið Corpus linguistics: method, analysis, interpretation (https://www.futurelearn.com/courses/corpus-linguistics) frá Lancaster University í Bretlandi, og er nauðsynlegt að nemendur séu skráðir í það námskeið. Kennsla í því hefst 27. janúar og stendur í 8 vikur. Þar til það hefst (í tvær vikur) og eftir að því lýkur (í þrjár vikur) verður Tölvur og tungumál kennt tvisvar í viku í stofu, á þriðjudögum kl. 13:20-14:50 og á fimmtudögum kl. 11:40-13:10. Meðan á netnámskeiðinu stendur verður aðeins fimmtudagstíminn kenndur, en þó kennsluhlé í 7. viku.
- Kennslan fer að mestu fram í fyrirlestrum, ýmist í kennslustofu eða á netinu (í námskeiðshlutanum Corpus linguistics). Meðan á netnámskeiðinu stendur er ætlunin að nýta tímann í stofunni m.a. til að tengja viðfangsefni vikunnar við íslenskt efni. Einnig er hægt að nýta fimmtudagstímana til umræðna um viðfangsefni vikunnar.
Netnámskeiðið (MOOC) Corpus Linguistics
- Námskeið frá Lancaster University gegnum FutureLearn
- „Offers practical introduction to the methodology of corpus linguistics for researchers in social sciences and humanities“
- Forkröfur:
- „Other than an interest in the study of language, there are no requirements to join this course“
- Námskeiðið stóð í 8 vikur, 27. janúar-21. mars
- fyrirlestrar, fjölvalsspurningar, lesefni, umræðuþræðir, hugbúnaður, gögn, samtöl fræðimanna, aukafyrirlestrar ...
- Kennari: Prófessor Tony McEnery
- einn fremsti og þekktasti fræðimaður heims á sínu sviði
- auk fjölda annarra fyrirlesara og aðstoðarkennara
Miðmisseriskönnun – umsagnir nemenda
- Hvað telur þú að hafi heppnast vel í þessu námskeiði?
- Vel heppnað í alla staði
- Efnið er áhugavert
- Mjög spennandi námskeið þar sem eru farnar ótroðnar slóðir. Mikill sveigjanleiki og áhersla lögð á að nemendur fái það út úr námskeiðinu sem þeir kjósa helst
- Vel skipulagt námskeiði og nýjar leiðir farnar. Góður kennari.
- Það er frábært að fá upptökur af öllum tímum
- Hvað telur þú að bæta megi í þessu námskeiði?
- Þetta er mjög þungt námskeið.
Miðmisseriskönnun – einkunn námskeiðs
ÍSL209G – Málkerfið – hljóð og orð
- Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði
- Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun
- Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra
- Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra
- Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum
Hæfniviðmið námskeiðsins
- Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að
- kunna skil á grundvallaratriðum og hugtökum í hljóðfræði, hljóðkerfisfræði og orðhlutafræði
- kunna skil á helstu hljóðferlum í íslensku og skilyrðingu þeirra
- kunna skil á málfræðilegum formdeildum og beygingarflokkum í íslensku
- kunna skil á helstu orðmyndunarferlum í íslensku
- hafa góða yfirsýn yfir íslenskt hljóðkerfi, beygingarkerfi og orðmyndun
- geta hljóðritað íslenskan texta samkvæmt alþjóðlega hljóðritunarkerfinu
- geta lýst íslensku hljóðkerfi, beygingu og orðmyndun með skírskotun til fræðikenninga og líkana
- vera færir um að fást við íslenska hljóðfræði, hljóðkerfisfræði og orðhlutafræði á sjálfstæðan og skipulegan hátt við lausn fræðilegra og hagnýtra viðfangsefna
- geta lesið fræðilegar greinar um efni sem tengist námskeiðinu
Kennsluáætlun: Skipulag og kennsluaðferð
- Í námskeiðinu verður beitt vendikennslu. Fyrirlestrar eru teknir upp fyrir fram og settir inn á Uglu. Gert er ráð fyrir að nemendur hlusti og horfi á fjóra fyrirlestra vikulega, að meðaltali tæpan hálftíma hvern. Tvöfaldur tími er svo í hádeginu á miðvikudögum. Mikilvægt er að nemendur séu búnir að horfa og hlusta á fyrirlestra vikunnar fyrir tímann
- Tímarnir verða notaðir til að
- fara yfir ýmis atriði í verkefnum sem nemendur hafa skilað fyrr í vikunni
- fara yfir valin atriði í fyrirlestrum vikunnar
- ræða spurningar nemenda um viðfangsefni vikunnar
- fara yfir næsta skilaverkefni
- skoða forrit og vefsíður
Síða námskeiðsins á Uglu
Hvað telur þú að hafi heppnast vel?
- Kennarinn (Eiríkur Rögnvaldsson) er með nýja kennsluhætti og mér finnst þeir mjög vel heppnaðir. Gott að geta hlustað á fyrirlestrana fyrir tímana. Verkefnin eru góð. Ég tel mig hafa náð ágætlega utan um námsefnið.
- TÍU PLÚS. Strax í upphafi annar (og raunar mun fyrr) voru allir fyrirlestrar og allt námsefni komið inn á Ugluna, allt mjög vel skipulagt. Það er frábært að hafa fyrirlestrana upptekna og allar glærur með. Mun þægilegra að glósa þegar hægt er að stoppa lestur inn á milli, spóla til baka, ráða því magni sem maður hlustar á í einu… o.s.frv. … ég get varla lýst ánægju minni með þetta fyrirkomulag nógu vel. Hádegistímarnir á miðvikudögum nýtast líka mjög vel og eru nauðsynleg viðbót við heimalærdóminn, sérstaklega fyrir verkefnavinnuna. Námsefnið er þyngra en ég átti von á en öll umgerð kennslunnar hjálpar að gera námið auðveldara, a.m.k. er kennsluefnið eins skýrt og skipulagt og mögulegt er og fyrirlestraupptökur mjög góðar. Vendikennsla er snilld :) takk Eiríkur.
Hvað telur þú að hafi heppnast vel?
- Gott að geta hlustað á fyrirlestrana heima. Góð kennsla, skýr stefna í námsefninu og hvað er ætlast til að við kunnum. Gott að hafa hálfan tímann sem vinnutíma.
- Einstaklega frábært skipulag, kennarinn var kominn með alla fyrirlestra og glærur inn á Uglu í nóvember þótt námskeiðið hafi ekki byrjað fyrr en í janúar. Allt er útskýrt í þaula og á “imbaprúfan” hátt. Vikuleg verkefni hjálpa mikið til við að læra námsefnið og lítið lesefni fyrir hverja viku hentar vel á móti fyrirlestrunum sem hlusta þarf á fyrir tímana. Mikill kostur að í verkefnaviku verður lagt fyrir stórt verkefni sem spannar viðfangsefnin sem fengist hefur verið við fram að verkefnavikunni, og þá séu þau umfjöllunarefni orðin frá
- Viðfangsefnin eftir verkefnaviku og fram að lokaprófum komi fram á lokaprófinu, en ekki það sem fjallað hefur verið um fram að verkefnavikunni.
- Kennarinn er í góðu sambandi við nemendur sína og fyrirkomulagið með að hlusta á fyrirlestra heima í gegnum tölvuna er mjög gott
Hvað telur þú að bæta megi?
- Það mætti stytta fyrirlestrana eitthvað, stundum eru þeir heldur langir og maður er að eyða lágmark 2 klukkustundum bara í að hlusta á fyrirlestrana. Þeir eru sagðir eiga að koma í staðinn fyrir hinn tímann á móti (við mætum einungis einu sinni í viku) en það er undarlegt hlutfall að eyða lágmark 2 klst. í efnið sem á að koma í staðinn fyrir 90 mínútna kennslustund sem felur í sér 10 mínútna pásu... s.s. lágmark 120 mínútur í stað 80 mínútna. Vikuverkefnin eru einnig mjög tímafrek svo það gefur augaleið að þetta námskeið er mjög tímafrekt miðað við önnur nám-skeið, ef litið er til þess að um er að ræða mjög samviskusaman nemanda (sem ég tel mig jú vera). Í stað lokaprófs á lokaprófstímanum myndi ég frekar vilja leysa annað svona verkefni á borð við þetta sem kemur í verkefnavikunni
- Verkefnin mættu vera styttri en mjög gott að taka hluta af þeim í kennslustundum eins og undanfarið.
Miðmisseriskönnun – einkunn námskeiðs
Samanburður við hliðstætt námskeið í fyrra
Samanburður við önnur námskeið nú og í fyrra
Niðurstaða
- Báðar tilraunirnar tókust mjög vel
- nemendur ánægðir með sveigjanleika og skipulag
- Æskilegt að vita meira fyrir fram um vefnámskeið
- til að geta fléttað þau betur inn í eigin námskeið
- Undirbúningur vendikennslu mjög tímafrekur
- en skilar sér ef námskeið er endurtekið
- Sjálfsagt að nýta báðar þessar aðferðir
- en þær eiga vitaskuld misvel við
Næst tók til máls Anna Helga Jónsdóttir, doktorsnemi.
Að kenna stórum hópum með vendikennslu og Socrative
Vendikennsla – Flip Teaching
- Hefðbundnum kennsluháttum snúið við
- Nemendur kynna sér efnið, oft á myndböndum, áður en þeir mæta í kennslustofuna
- Kennslustundir notaðar í úrvinnslu og beitingu þekkingar
Fyrirlestrar teknir upp
- Mjög góð aðstaða í Kennslumiðstöð til að taka upp
- Auðvelt að taka upp á skrifstofunni eða heima
- Nokkrir fyrirlestrar: vimeo.com - _Anna Helga_
- Nokkur myndbönd um tölfræðihugbúnaðinn
Hvað á að gera í kennslustundum?
- Fara dýpra í efnið
- Tengja efnið líðandi stundu, ef hægt er
- Virkja nemendur
Að kynningum loknum gaf rektor orðið laust.
Deildarforseti Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar þakkaði framsögumönnum fyrir fróðleg erindi. Varpaði deildarforsetinn því fram hvort ekki væri unnt að nýta þessar gagnvirku kennsluaðferðir til að virkja betur fulltrúa á háskólaþingi.
Kjörinn fulltrúi Hugvísindasviðs þakkaði fyrir kynningarnar. Sagðist fulltrúinn hafa komið að íslensku vefnámskeiði sem kallast Icelandic Online. Sagði hann það vera reynslu sína að mjög gott væri fyrir kennarann að geta einbeitt sér að öðru en að koma efninu til skila. Hins vegar hefðu nemendur kvartað yfir því að slíkt leiddi til aukins álags því að vissu leyti væri um að ræða tvöfalda kennslu.
Eiríkur Rögnvaldsson sagðist ekki hafa rekið sig á þetta vandamál. Helsti gallinn sem hann hefði fundið við vendikennsluna væri að vera einn fyrir framan myndavél og koma sér ‘í stuð’ og vera lifandi.
Kjörinn fulltrúi Menntavísindasviðs sagðist hafa stundað vendikennslu í 10-15 ár. Miklar tækniframfarir hefðu orðið á þessum tíma en nemendur væru almenn ánægðir með þetta kennsluform, bæði staðnemar og fjarnemar. Hins vegar væri mikil þörf fyrir tæknilega aðstoð. Loks sagði fulltrúinn það vera skoðun sína að fjarnám hefði því miður ekki náð útbreiðslu innan Háskóla Íslands. Þótt þetta námsform ætti sjálfsagt ekki við jafn vel allstaðar væri mikilvægt að eiga kost á því.
Deildarforseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar beindi þeirri spurningu til Önnu Helgu hvort nemendur væru alltaf með tölvur eða snjalltæki með sér?
Anna Helga sagði þetta ekki hafa reynst vandamál. Nemendur myndu vinna tveir og tveir saman og langflestir væru með fartölvu, snjallsíma eða hvort tveggja.
Forseti Félagsvísindasviðs tók undir með kjörnum fulltrúa Menntavísindasviðs og sagði að Háskóli Íslands þyrfti að herða róðurinn varðandi fjarkennslu, vendikennslu og önnur ný kennsluform. Sagði hann þetta krefjast ákveðinnar fjárfestingar í upphafi, en þessu þyrfti að sinna af myndarskap. Til dæmis gæti Háskóli Íslands tekið höndum saman við Háskólann á Akureyri, þar sem fjarkennsla væri útbreidd, og búið til banka af efni sem nemendur hefðu aðgang að. Einnig sagði forsetinn mikilvægt að samræma hluti á borð við hugtakanotkun til að auðvelda flæði og samkennslu á milli eininga innan háskólans og á milli skóla.
Annar kjörinn fulltrúi Menntavísindasviðs sagði það vera reynslu sína að nemendur ættu erfitt með að halda einbeitingu í löngum fyrirlestrum og þegar kennsla væri tekin upp væri betra að byggja hana á stuttum bútum, 1-10 mín., sem gætu t.d. verið svar við einstökum spurningum.
Kjörinn fulltrúi Heilbrigðisvísindasviðs sagðist hafa reynslu af vendikennslu og teldu nemendur hana iðulega taka meiri tíma en hefðbundna kennslu, auk þess sem þeir bæðu um námsefninu yrði dreift fremur en að hafa það mjög þétt.
Kjörinn fulltrúi nemenda sagðist hafa verið í hópi nemenda Háskóla Íslands sem hefðu átt þess kost sumarið 2012 að taka þátt í sumarnámskeiði við Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Sagðist nemandinn þar hafa kynnst vendikennslu sem hefði farið þannig fram að kennarinn hefði setið fyrir utan kennslustofuna og skrifað glærur sem hefði verið varpað upp á tjald, auk þess sem nemendur hefðu fengið aðgang að upptökum af fyrirlestrunum sjálfum. Sagði fulltrúi nemenda þetta fyrirkomulag hafa reynst vel, enda ættu margir nemendur erfitt með að halda einbeitingu í hefðbundnum fyrirlestrum sem tækju 40 mín. eða lengri tíma. Því hefði verið gott að vita af því að hafa aðgang að fyrirlestrinum og glærunum. Að lokum spurði fulltrúi nemenda, hvort eitthvað stæði í vegi fyrir því að nota erlend MOOC-námskeið í auknum mæli við Háskóla Íslands og hvers vegna það væri ekki gert í ríkari mæli en raun ber vitni?
Rektor sagði að nú þegar væri víða innan Háskóla Íslands verið að gera tilraunir með notkun vefnámskeiða og samþáttun þeirra við hefðbundin námskeið, en háskólinn hefði enn ekki farið út í að framleiða slík námskeið sjálfur. Til þess þyrfti m.a. mjög öfluga netþjóna og mikinn mannafla til að svara spurningum og vera í samskiptum við nemendur.
Forseti Heilbrigðisvísindasvið þakkaði fyrir góðar kynningar. Sagði forsetinn átak á sviði nýrra kennsluhátta vera í gangi á fræðasviðinu og væri það undir stjórn kennslunefndar sviðsins. Nemendur þrýstu mjög á að háskólinn sýndi meira frumkvæði í þessum efnum.
Fulltrúi í háskólaráði þakkaði fyrir mjög góðar kynningar og spurði, hvort vendikennsla þyrfti að grundvallast á aðgangi að fyrirlestri í einhverju formi.
Deildarforseti Jarðvísindadeildar þakkaði fyrir góðar kynningar og skemmtilega umræðu. Sagðist hann vona að hann fyndi bráðum tíma til að prófa þessar nýju kennsluaðferðir. Sagði deildarforsetinn Háskóli Íslands tæplega hafa fjárhagslegt bolmagn til að búa til sínar eigin lausnir heldur ætti skólinn að færa sér í nyt það sem til væri annarstaðar. Loks sagði hann að einn helsti kosturinn við þær kennsluaðgerðir sem kynntar hefðu verið á háskólaþingin væri að með því kennarar þyrftu ekki að verja öllum tíma sínum í fyrirlestra fengju þeir mikilvægt svigrúm til að tala saman og læra.
Kjörinn fulltrúi nemenda fagnaði umræðunni og sagði það vera skoðun sína að vendikennsla væri ‘kúl og skemmtileg’. Hvatti nemendafulltrúinn kennara til að stökkva í djúpu laugina og hella sér í tilraunastarfsemi á sviði kennslu.
Kjörinn fulltrúi Hugvísindasviðs benti á að húsnæði Háskóla Íslands hentaði illa fyrir þessi nýju kennsluform og væri mikilvægt að huga nú þegar að því hvernig unnt væri að laga húsakynnin að breyttum þörfum.
Deildarforseti Íslensku- og menningardeildar sagðist hafa verið að fikra sig áfram með nýjar kennsluaðferðir í tengslum við stórt alþjóðlegt samstarfsverkefni á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála. Hefði hann m.a. tekið upp fyrirlestra sína og væri áhugavert að fylgjast með því hvernig tæknin hefði þróast á því sviði. Í upphafi hefði verið notuð ein upptökuvél, en nú væri notaðar þrjár til fjórar vélar í senn og væri í reynd um kvikmyndaframleiðslu að ræða. Sagðist fulltrúinn sjálfur einkum líta til tveggja atriða þegar hann leitaði að góðum veffyrirlestrum: Hvort kennarinn væri fær á sínu sviði og hvort hann hefði útgeislun og gæti fangað athygli þeirra sem eiga að hlusta.
Fleiri tóku ekki til máls. Að umræðu lokinni bar rektor upp svohljóðandi tillögu að bókun:
„Háskólaþing telur mikilvægt að innan Háskóla Íslands sé lögð áhersla á að fylgjast með og þróa fjölbreyttar aðferðir til náms og kennslu, m.a. með nýtingu nýrrar tækni. Í því felst að kröfur til kennara og nemenda breytast. Háskólinn stuðlar þannig að því að nýjum kynslóðum með ný viðhorf til öflunar, miðlunar og hagnýtingar þekkingar sé gert kleift að læra og afla sér menntunar með nýjum hætti.“
Samþykkt einróma.
Til máls tóku undir þessum lið, auk rektors og Önnu Helgu Jónsdóttur, þau Ástríður Stefánsdóttir, Jón Karl Helgason, Amalía Björnsdóttir, Sigurður Magnús Garðarsson, Daði Már Kristófersson, Karl G. Kristinsson, Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, Inga Þórsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Magnús Tumi Guðmundsson, Ásdís Arna Björnsdóttir og Guðni Elísson.
Að endingu þakkaði rektor fulltrúum á háskólaþingi fyrir góðar og málefnalegar umræður. Sleit rektor háskólaþingi og bauð fundarmönnum að þiggja hressingu í Bókastofu Aðalbyggingar.
Útsend gögn og gögn sem lögð voru fram á 12. háskólaþingi 11. apríl 2014:
- Dagskrá og tímaáætlun 12. háskólaþings 11. apríl 2014.
- Listi yfir fulltrúa á háskólaþingi.
- Fundargerð 11. háskólaþings 14. nóvember 2013.
- Listi yfir framboð og tilnefningar vegna kjörs þriggja fulltrúa og þriggja varafulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1.7.2014-30.6.2016.