Skip to main content

Háskólaráðsfundur 8. apríl 2015

05/2015

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2015, miðvikudaginn 8. apríl var haldinn rafrænn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 11.00.

Í fundinum tóku þátt Kristín Ingólfsdóttir, Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Rögnvaldsson, Iðunn Garðarsdóttir, Jakob Ó. Sigurðsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir, Orri Hauksson, Stefán Hrafn Jónsson og Tómas Þorvaldsson. Áslaug María Friðriksdóttir boðaði forföll. Magnús Diðrik Baldursson ritaði fundargerð. 

1. Svar við bréfi umboðsmanns Alþingis, dags. 19. mars 2015, vegna afgreiðslu háskólaráðs á erindi Einars Steingrímssonar. 

Fyrir fundinum lágu drög að svari við bréfi umboðsmanns Alþingis, dags. 19. mars 2015, vegna afgreiðslu háskólaráðs á erindi Einars Steingrímssonar. 

– Samþykkt. Kristín Ingólfsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Þegar svarbréfið hefur verið sent til umboðsmanns Alþingis mun háskólaráð senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14.00.