Skip to main content

Heilbrigðisvísindi

Heilbrigðisvísindi

Þverfræðilegt framhaldsnám

Heilbrigðisvísindi

MS gráða – 120 einingar

MS-nám í heilbrigðisvísindum er tveggja ára þverfaglegt, rannsóknatengt, fræðilegt og verklegt framhaldsnám. Námið byggir á samvinnu deilda sviðsins og hentar því nemum með mismunandi próf úr grunnnámi.

Boðið er upp á mörg kjörsvið.

Skipulag náms

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

MS Heilbrigðisvísindi - Hjúkrunarfræði (HVS011L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

MS Heilbrigðisvísindi - Hjúkrunarfræði (HVS011L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa í hjúkrunarfræði (HJÚ0AIF)

Málstofan er hluti af lokaverkefni og miðar að því að leiðbeina og styðja nemendur við að útfæra rannsóknarverkefni til meistaragráðu. Henni er ætlað að þjálfa nemendur í gagnrýnni umræðu og kynningu á rannsóknarverkefni á ólíkum stigum.

Hver nemandi kynnir verkefni sitt og fær ábendingar og leiðbeiningu frá samnemendum sínum og kennurum.

Málstofan byggir á mikilli þátttöku allra nemenda og því er mætingarskylda. Efni hennar verður sveigjanlegt til að mæta þörfum þess hóps sem tekur þátt hverju sinni.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

MS Heilbrigðisvísindi - Lyfjafræði (HVS012L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

MS Heilbrigðisvísindi - Lyfjafræði (HVS012L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

MS Heilbrigðisvísindi - Læknisfræði (HVS013L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

MS Heilbrigðisvísindi - Læknisfræði (HVS013L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

MS Heilbrigðisvísindi - Matvælafræði (HVS014L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

MS Heilbrigðisvísindi - Næringarfræði (HVS016L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

MS Heilbrigðisvísindi - Matvælafræði (HVS014L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

MS Heilbrigðisvísindi - Næringarfræði (HVS016L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

MS Heilbrigðisvísindi - Sjúkraþjálfun (HVS101L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

MS Heilbrigðisvísindi - Sjúkraþjálfun (HVS101L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

MS Heilbrigðisvísindi - Sálfræði (HVS015L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

MS Heilbrigðisvísindi - Sálfræði (HVS015L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

MS Heilbrigðisvísindi - Tannlæknisfræði (HVS010L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Hagnýt tölfræði (HJÚ135F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtri tölfræði. Fengist verður við tölfræðilega úrvinnslu, s.s. meðaltalsmun háðra og óháðra hópa, tíðnimun milli hópa, aðhvarfs- og dreifigreiningu og tölfræðilegt mat á áreiðanleika og réttmæti mælitækja. Mikilvægt er að nemendur öðlist skilning á tölfræðilegum hugtökum og ólíkum úrvinnsluaðferðum. Nemendum gefst meðal annars kostur á að vinna með raunveruleg gögn í ólíkum gagnasöfnum.

Fyrirkomulag
Námið fer fram á formi fyrirlestra og dæma-/umræðutíma.
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals.

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 2 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 3 (LÆK0ALF, LÆK0AMF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Almenn aðferðafræði í rannsóknum fyrir meistara- og doktorsnema - Hluti 4 (LÆK0ANF)

Námskeiðið er kennt sem fjórir hlutar (modules) og eru veittar 2 ECTS einingar fyrir hvern hluta sem nemandinn stenst. Nemendur eru hvattir til að velja þá hluta sem falla best að fyrri menntun og reynslu og þeirra eigin námsmarkmiðum. M.Sc. nemar skulu að lágmarki taka þrjá  hluta (6 ECTS) og Ph.D. nemar skulu að lágmarki taka tvo hluta (4 ECTS) , og er skylda að velja annaðhvort hluta 2 eða 3. Nemendur láta umsjónarkennara vita hvaða hluta þeir hyggjast taka áður en skráningu lýkur. Hver hluti inniheldur 3-4 fyrirlestra og verkefni. Til að standast hlutann þarf nemandinn að mæta í/ hlusta á a.m.k. 75% af fyrirlestrunum og skila fullnægjandi úrlausn við verkefninu. Hlutarnir eru eftirfarandi:

  1. Greinalestur og framsetning rannsóknarniðurstaðna
    1. Hvernig á að lesa vísindagrein og kynna vísindaniðurstöður
    2. Heimildaleit og meðferð heimildarskrár (tölvuver, skyldumæting)
    3. Rannsóknarferlið
    4. VERKEFNI – nemendur kynna örfyrirlestra (7 mín) á ör-ráðstefnu (skyldumæting)
  1. Inngangur að rannsóknarvísindum
    1. Rannsóknasiðfræði
    2. Heimspeki vísindarannsókna
    3. Óheiðarleiki í vísindum
    4. Eigindlegar og megindlegar aðferðir
    5. VERKEFNI – rafrænt próf / verkefni
  1. Styrk-og leyfaumsóknir, gagnasöfnun og gæði
    1. Meðferð gagna og gagnaöryggi
    2. Leyfaumsóknir og meðferð tilraunadýra
    3. Gæðastjórnun/gæðastaðlar
    4. Styrkumsóknir
    5. VERKEFNI – Gerð styrkumsóknar
  1. Verkfærakista rannsóknarnema. Þessi hluti er kenndur í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við HÍ og kenndur í húsnæði miðstöðvarinnar í Setbergi.  Þessi hluti er ætlaður rannsóknarnemum á M.Sc./Ph.D. stigi. Markmið námskeiðahlutans er að auka við almennar færni rannsóknanema,  sem nýst geta þeim í rannsóknum og  rannsóknartengdum störfum
    1. Tímastjórnun
    2. Samband rannsóknarnema og leiðbeinenda.
    3. Vísindaenska
    4. Akademísk ferilskráargerð
    5. VERKEFNI – Nemar skrifa akademíska ferilskrá á ensku.
X

Líkön fyrir undirliggjandi breytur I (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Fjallað verður um helstu líkön sem notuð eru til að vinna með undirliggjandi breytur í sálfræðilegum mælingum. Í fyrra námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur I) verður unnið með staðfestandi þáttagreiningalíkön (confirmatory factor models) og formgerðarlíkön (ýmist þekkt sem structural equation models eða path model á ensku). Fjallað verður um forsendur líkananna, úrvinnsluaðferðir, túlkun niðurstaðna og leiðir til að vinna með gögn af ólíku tagi. Í síðara námskeiðinu (Líkön fyrir undirliggjandi breytur II) verður byrjað á að kynna aðferðir til að vinna með gögn þar sem mældar breytur eru flokkabreytur og þaðan farið yfir í náskyld líkön, svarferlalíkön (item response theory). Unnið verður með líkön fyrir tvíkosta gögn og algengustu líkön fyrir fjölkostagögn kynnt. Í seinni hluta námskeiðsins verða viðfangsefnin líkön fyrir langtímagögn sem nýta undirliggjandi breytur, þroskalíkön, (latent growth models), krosstengslalíkön (cross-lagged product models), og líkön fyrir þéttmælingagögn (Intensive longitudinal methods, einnig þekkt sem Daily-diary data, Ambulatory assessment eða Ecological-momentary data). Áhersla er lögð á hagnýta þjálfun í að greina gögn með þessum líkönum með verkefnum auk þess sem fjallað verðu um fræðilegan grunn líkana.

X

Gerð sjálfsmatskvarða (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í þessu námskeiði er fjallað um gerð sjálfsmatskvarða. Kynntar verða fræðilegar undirstöður slíkra mælinga eins og klassíska raungildiskenningu (classical true score theory). Megináherslan verður á hagnýta þjálfun í gerð slíkra mælitækja, álitamál sem rannsakendur standa gjarnan frammi fyrir við gerð þeirra og lausnir á þeim ræddar.

X

Aðferðir í hagnýtri atferlisgreiningu (SÁL138F, SÁL139F, SÁL141F)

Í námskeiðinu eru kennd grundvallaratriði einliðasniða (N=1) og hvernig hægt er að rannsaka, fylgjast með og svara spurningum um áhrif inngrips á hegðun fólks. Fjallað verður um helstu einstaklingstilraunasniðin og helstu atriði í hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna með einliðasniði, allt frá vali og skilgreiningu á markhegðun til mats á áhrifum inngrips.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F, GFR603MGFR605F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

X

MS Heilbrigðisvísindi - Tannlæknisfræði (HVS010L)

Meistaranám í heilbrigðisvísindum (MS) er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 60 eða 90 einingar.

X

Málstofa meistaranema í heilbrigðisvísindum I (HVS009F)

Námskeiðið er haldið að vori og er ætlast til að nemendur taki námskeiðið á fyrsta skólaári. Nemendur undirbúa sig og hittast einu sinni í málstofu . Þar kynnir hver nemandi rannsóknarhugmynd sem hann hefur rætt við leiðbeinanda sinn eða annað efni tengt rannsókn sinni sem getur verið innlegg í þverfræðilega umræðu. Í sömu málstofu veitir nemandi einnig munnlega endurgjöf um eina kynningu (úthlutað fyrirfram) og tekur þátt í umræðu um aðrar kynningar. Kynningar skulu vera formlegar með fræðilegum bakgrunni og geta fjallað um aðferðir og hugsanlegar niðurstöður.

X

Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðinu er ætlað að dýpka þekkingu nemenda í hagnýtingu megindlegrar aðferðarfræði.

Í námskeiðinu verða vísindaleg vinnubrögð kynnt þar sem sérstök áhersla er lögð á kerfisbundna fræðilega samantekt sem er hornsteinn gagnreyndra vinnubragða. Auk þess verða megin rannsóknarsniðin sem stuðst er við í klínískum rannsóknum í heilbrigðisvísindum rædd og greind.

Í kerfisbundnu fræðilegu samantektinni fá nemendur þjálfun í að setja fram skýra rannsóknarspurningu eða rannsóknaspurningar og að styðjast við PICO viðmiðið til að setja saman leit með leitarorðum úr rannsóknarspurningunni/-unum. Auk þess verður lögð áhersla á styðjast við PRISMA yfirlýsinguna um það hvernig setja eigi fram niðurstöður úr kerfisbundinni fræðilegri samantekt til að auðkenna, velja og gagnrýna viðeigandi rannsóknir sem og til að safna og greina rannsóknirnar sem mæta inntökuskilyrðum fræðilegu samantektarinnar.

Nemendur fá þjálfun í að meta gæði rannsókna m.a. út frá Joanna Briggs Institute handbókinni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum þversniðsrannsóknir, langtíma rannsóknir og þróun hálf- staðlaðra og staðlaðra tilraunarannsókna. 

Í meðferðarrannsóknum verður m.a. fjallað um samhæfingu rannsóknarviðfangsefna út frá rannsóknaspurningum og tilgátum við þá aðferðafræði sem stuðst er við, þ.e., við úrtaksstærð, snið, mælingar, úrvinnslu gagna og hrifstærð (effect size).

Lögð verður sérstök áhersla á að nemendur öðlist innsæi í kröfur um birtingar rannsóknarniðurstaðna í alþjóðlegum tímaritum og um hagnýtingu þeirra innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinnar. 

Fyrirkomulag kennslu:
Kennt verður aðra hverja viku – í sex vikur samtals. Upphafsvika væntanleg innan tíðar.

X

Eigindleg aðferðafræði (HJÚ252F, HJÚ253F)

Námskeiðið miðar að því að kynna heimspekilegan og fræðilegan grunn eigindlegra aðferða og útfærslu og beitingu þeirra rannsókna í  hjúkrunar- og ljósmóðurfræði, ásamt því að auka færni í hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna á eigin sérsviði.

Nemandinn leggur fram fróðlegar greinar innan eigin sérsviðs sem notaðar verða í umræðum um eigindlegar aðferðir. Til að þjálfa framkvæmd eigindlegrar rannsóknar verða gagnvirkar vinnusmiðjur. Jafnframt verður fjallað um álitamál sem tengjast eigindlegum rannsóknum, s.s. þagnarskyldu, réttmæti og alhæfingargildi rannsóknarniðurstaðna, ásamt þjálfun í rannsóknarrýni.

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að kynna nemendum fyrirbærafræði, eigindlega efnisgreiningu (þ.á m. þemagreiningu vs. kóðun og afleiðsla vs. aðleiðsla), vettvangsrannsóknir (etnografíu), einstaklingsviðtöl og hópviðtöl, blandaðar aðferðir og „action research“.

Verkefni sem unnin eru á námskeiðinu skulu vera á klínísku sérsviði nemenda, þau skulu unnin í samvinnu við umsjónarkennara nemanda og stuðla með því að markvissri þekkingarþróun á eigin sérsviði. Nemendur bera ábyrgð á að hafa samband við sinn umsjónarkennara í tengslum við sín verkefni.

Fyrirkomulag kennslu:
Námskeiðið er kennt í sex lotum. Nemendur er einnig boðið upp á „skriftarbúð“ á meðan námskeiðið stendur. Mætingaskylda (80%) er í kennslustundir og kennt langan dag í hvert sinn. Námið fer fram með fyrirlestrum og umræðufundum. Nemendur koma lesnir í kennslustundir, taka virkan þátt í umræðum og gera grein fyrir afmörkuðu efni sem tengist umfjöllun dagsins.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er eingöngu ætlað framhaldsnemum. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 12. janúar til 16. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Meðal annars verður fjallað um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðislegri vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Siðfræði (LYF215F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur fái innsýn í siðfræði og þjálfun í siðfræðilegri hugsun við að greina og rökræða raunhæf úrlausnarefni í heilbrigðisþjónustu.
Námskeiðið er undirbúningur undir klínískt nám í apóteki og verklega klíníska lyfjafræði

X

Almenn tölfræði fyrir meistara- og doktorsnema (LÆK101F)

Skyldunámskeið. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að almennri þekkingu og færni meistara- og doktorsnema í aðferðum vísinda. Farið er í lýsandi tölfræði, áhrifstölur, áreiðanleika og réttmæti, ályktunartölfræði, algengustu tölfræðipróf bæði stikabundin og óstikabundin og fjölþátta aðhvarfsgreiningar. Þá er nemendum kynnt tölfræðiúrvinnsla í tölvum í verklegum tímum.

X

Rannsóknir og þróun í matvælafræði (MAT702F)

Markmið:
Að upplýsa nemendur um nýjustu rannsóknir, stefnur og þróun tengd matvælavinnslu og verkfræði og kenna þeim að lesa og vinna úr vísindagreinum og öðrum upplýsingum á gagnrýnin hátt og taka þátt í umræðum og koma skoðun sinni á framfæri á markvissan hátt. 

Tilhögun:
Námskeiðið er byggt upp sem lesnámskeið þar sem nýjustu málefni og rannsóknir sem tengjast matvælavinnslu og verkfræði eru tekin fyrir. 

Mismunandi atriði í vinnslu og verkfræði verða tekin fyrir í hverri viku, t.d. nýjar vinnsluaðferðir, vöruþróun, nanótækni, flutningstækni, græn framleiðslutækni, ný vinnslutæki, rekjanleiki o.fl.  Nemendur fá í hendur vísindagreinar og/eða yfirlitsgreinar vikulega sem þeir lesa ítarlega yfir með gagnrýnum hug.  Nemendur og kennari hittast vikulega til að ræða almennt efnið sem lagt var fyrir ásamt því að innihald greinanna, aðferðafræði og ályktanir höfunda verða ræddar. Nemendur, kennarar og gestir munu hafa framsögu. Kennari mun, með virkri þátttöku nemenda, ritrýna valdar greinar í tímunum með það að markmiði að kenna nemendum aðferðafræði vísindalegrar ritrýni.  Nemandi skilar stuttri greinargerð vikulega um þær vísindagreinar sem hann hefur lesið, ásamt mati sínu á þeim. Við lok námskeiðsins er lögð fyrir hvern nemanda ein vísindagrein sem hann er beðinn um að ritrýna ítarlega líkt og um sé að ræða yfirlestur á nýrri óbirtri grein. Nemandi skilar af sér þessari ritrýni við lok námskeiðsins. Námskeiðið er kennt yfir tvær heilar annir alls 30 sinnum.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M, MVS210F)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Siðfræði og samfélag (HSP823M, MVS210F)

Viðfangsefni
Í námskeiðinu verða greind tiltekin siðferðileg álitamál í íslensku samfélagi. Sjónum verður beint að siðferðilegum spurningum sem til dæmis tengjast heilbrigðis, umhverfis- og menntamálum. Dregið verður fram hvað einkennir sérstaklega siðferðilegan vanda og rætt hvernig hægt er að takast á við hann. Til að nálgast það verkefni verða skoðuð dæmi um siðferðileg málefni í opinberri umræðu í íslensku samfélagi, þau greind þar sem átakalínur og undirliggjandi gildi verða skoðuð. 

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

X

Lesnámskeið í meistaranámi (SJÚ001F, SJÚ001F, SJÚ002F, SJÚ002F)

Nemandi í meistaranámi má að hámarki taka 10 ECTS einingar í lesnámskeiðum. Nemandi velur efni í samvinnu við leiðbeinanda sinn og sendir lýsingu á því til verkefnisstjóra rannsóknatengds framhaldsnáms í Læknadeild til samþykktar. Efni lesnámskeiðs má ekki vera hluti af efni fyrirhugaðrar M.S. ritgerðar. Nemandi skrifar heimildaritgerð um efnið og sendir til verkefnastjóra sem fær óháðan matsmann til að fara yfir hana og gefur einkunn.

Umsókn um lesnámskeið er að finna á innri vef Læknadeildar í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Skrifstofa Heilbrigðisvísindasviðs
Tengiliður: Jón Grétar Sigurjónsson
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík
Sími: 525-4828
Netfang: hvs@hi.is

Opið frá kl. 9 - 16 alla virka daga

Læknagarður

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.